Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Þessi munur er nákvæmlega enginn eftir því sem við vitum best. Þetta eru tvö orð um sama hlutinn og annað raunar upphaflega til komið sem stytting á hinu.
Þjóðernissósíalismi heitir Nationalsozialismus á þýsku og íslenska orðið er bein þýðing á því orði. Upphaf þess er borið fram með skýru ts-hljóði („nats-“). Bókstafurinn „z“ er einnig borinn þannig fram í þýsku, svo að framburður orðsins er eins og það hefði verið skrifað „Naz-“. Þannig varð til styttingin Nazismus og einnig til dæmis nafnorðið Nazi, nasisti.
Hugmyndafræði Hitlers og félaga var svo kölluð „nazismi“ á íslensku meðan bókstafurinn „z“ var í íslenska stafrófinu en sá stafur var hins vegar ævinlega borinn fram sem „s“ hjá okkur þannig að ts-hljóðið skilaði sér ekki til okkar. En eftir að z-an hvarf eru þessar orðsifjar „nasismans“ auðvitað enn óljósari en áður og því eðlilegt að spurt sé.
Mynd:
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hver er munurinn á þjóðernissósíalisma og nasisma?“ Vísindavefurinn, 8. september 2002, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2693.
Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 8. september). Hver er munurinn á þjóðernissósíalisma og nasisma? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2693
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hver er munurinn á þjóðernissósíalisma og nasisma?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2002. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2693>.