Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað er hægt að gera til að bjarga tígrisdýrum frá útrýmingarhættu?

Jón Már Halldórsson

Tígrisdýrið (Panthera tigris) hefur orðið að tákni fyrir dýr í útrýmingarhættu í Asíu. Við upphaf aldarinnar voru líklega um 100.000 villt tígrisdýr í skóglendi Asíu, allt frá austustu héruðum Rússlands vestur til Kákasusfjalla. Nú eru eingöngu um 5000 til 7000 dýr í heiminum. Þá voru deilitegundir tígrisdýra átta en nú eru þrjár þeirra útdauðar og ástand annarra tegunda er slæmt. Suður-kínverska tígrisdýrið mun að öllum líkindum deyja út á næstu 10 árum. Af þeirri deilitegund eru eingöngu um 20 til 30 villt dýr eftir og vegna skyldleikaæxlunar hefur frjósemi þeirra minnkað.

Tígrisdýrið (Panthera tigris) hefur orðið að tákni fyrir dýr í útrýmingarhættu í Asíu.

Helsti vandinn sem steðjar að tígrisdýrum er eyðilegging búsvæða þeirra. Árekstrar milli bænda og tígrisdýra eru tíðir og geta endað á þann veg að tígrisdýrin eru skotin. Önnur ógn er veiðiþjófnaður og aukin eftirspurn eftir afurðum tígrisdýra, svo sem beinum og kynfærum. Í Kína er aldagömul hefð fyrir neyslu á ýmsum tígrisdýraafurðum sem eiga að auka kyngetu karlmanna. Engar rannsóknir styðja þá trú Kínverja að mulin tígrisdýrabein eða súpa löguð úr getnaðarlimum tígrisfressa auki kyngetuna. Ef til vill verður lyfið Viagra helsti bandamaður tígrisdýranna á komandi öld.

Lausn á vanda tígrisdýranna felst fyrst og fremst í því að ríki Austur-Asíu framfylgi þeim lögum sem sett voru tígrisdýrum til varnar fyrir meira en áratug. Víða í Asíu er spilling töluverð og eru mörg dæmi um það að þjóðgarðsverðir og lögreglumenn hafi beinlínis tekið þátt í drápum á tígrisdýrum.

Síberíutígrisdýr (Panthera tigris altaica) með hvolp.

Víða er þó vel staðið að málum. Í Síberíu lifir stærsta deilitegundin, Panthera tigris altaica. Skömmu eftir fall Sovétríkjanna jókst veiðiþjófnaður til muna og ljóst þótti að tegundin yrði útdauð innan fárra ára. Talið er að á árunum 1991-92 hafi um 120 dýr verið drepin af stofni sem eingöngu taldi um 350 dýr. Yfirvöld í Rússlandi tóku þá í taumanna og hertu eftirlit með skógum og stofnuðu verndarsvæði. Nú er talið að í stofninum séu rúmlega 450 dýr. Indverska tígrisdýrið var friðað um 1970 og hefur tegundinni farnast sæmilega síðastliðin 30 ár. Í stofninum eru nú um 3000 til 4000 dýr eða rúmlega 50% af villtum tígrisdýrum í heiminum.

Aðra sögu er að segja víða annars staðar. Súmötru-tígrisdýrinu hefur farið fækkandi undanfarin 10 ár, aðallega vegna linkindar þarlendra stjórnvalda. Stofnstærð Súmötru-tígrisdýrsins er nú aðeins um 600 dýr. Víða á útbreiðslusvæði indókínverska-tígrisdýrsins (Panthera tigris corbetti) er ástandið slæmt, til dæmis í Kambódíu, Búrma og Víetnam. Annars staðar hafa stjórnvöld staðið sig betur, til að mynda í Taílandi og Malasíu. Þar hafa stofnar staðið í stað. Um 600 dýr eru í Malasíu.

Víða í dýragörðum í Bandaríkjunum og Evrópu eru til genabankar sem eru mikilvægir til að stuðla að genafjölbreytileika smárra og einangraðra stofna víða í Asíu.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

9.9.2002

Spyrjandi

Sigurlaug Jónasdóttir, f. 1985

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er hægt að gera til að bjarga tígrisdýrum frá útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn, 9. september 2002. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2694.

Jón Már Halldórsson. (2002, 9. september). Hvað er hægt að gera til að bjarga tígrisdýrum frá útrýmingarhættu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2694

Jón Már Halldórsson. „Hvað er hægt að gera til að bjarga tígrisdýrum frá útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn. 9. sep. 2002. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2694>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er hægt að gera til að bjarga tígrisdýrum frá útrýmingarhættu?
Tígrisdýrið (Panthera tigris) hefur orðið að tákni fyrir dýr í útrýmingarhættu í Asíu. Við upphaf aldarinnar voru líklega um 100.000 villt tígrisdýr í skóglendi Asíu, allt frá austustu héruðum Rússlands vestur til Kákasusfjalla. Nú eru eingöngu um 5000 til 7000 dýr í heiminum. Þá voru deilitegundir tígrisdýra átta en nú eru þrjár þeirra útdauðar og ástand annarra tegunda er slæmt. Suður-kínverska tígrisdýrið mun að öllum líkindum deyja út á næstu 10 árum. Af þeirri deilitegund eru eingöngu um 20 til 30 villt dýr eftir og vegna skyldleikaæxlunar hefur frjósemi þeirra minnkað.

Tígrisdýrið (Panthera tigris) hefur orðið að tákni fyrir dýr í útrýmingarhættu í Asíu.

Helsti vandinn sem steðjar að tígrisdýrum er eyðilegging búsvæða þeirra. Árekstrar milli bænda og tígrisdýra eru tíðir og geta endað á þann veg að tígrisdýrin eru skotin. Önnur ógn er veiðiþjófnaður og aukin eftirspurn eftir afurðum tígrisdýra, svo sem beinum og kynfærum. Í Kína er aldagömul hefð fyrir neyslu á ýmsum tígrisdýraafurðum sem eiga að auka kyngetu karlmanna. Engar rannsóknir styðja þá trú Kínverja að mulin tígrisdýrabein eða súpa löguð úr getnaðarlimum tígrisfressa auki kyngetuna. Ef til vill verður lyfið Viagra helsti bandamaður tígrisdýranna á komandi öld.

Lausn á vanda tígrisdýranna felst fyrst og fremst í því að ríki Austur-Asíu framfylgi þeim lögum sem sett voru tígrisdýrum til varnar fyrir meira en áratug. Víða í Asíu er spilling töluverð og eru mörg dæmi um það að þjóðgarðsverðir og lögreglumenn hafi beinlínis tekið þátt í drápum á tígrisdýrum.

Síberíutígrisdýr (Panthera tigris altaica) með hvolp.

Víða er þó vel staðið að málum. Í Síberíu lifir stærsta deilitegundin, Panthera tigris altaica. Skömmu eftir fall Sovétríkjanna jókst veiðiþjófnaður til muna og ljóst þótti að tegundin yrði útdauð innan fárra ára. Talið er að á árunum 1991-92 hafi um 120 dýr verið drepin af stofni sem eingöngu taldi um 350 dýr. Yfirvöld í Rússlandi tóku þá í taumanna og hertu eftirlit með skógum og stofnuðu verndarsvæði. Nú er talið að í stofninum séu rúmlega 450 dýr. Indverska tígrisdýrið var friðað um 1970 og hefur tegundinni farnast sæmilega síðastliðin 30 ár. Í stofninum eru nú um 3000 til 4000 dýr eða rúmlega 50% af villtum tígrisdýrum í heiminum.

Aðra sögu er að segja víða annars staðar. Súmötru-tígrisdýrinu hefur farið fækkandi undanfarin 10 ár, aðallega vegna linkindar þarlendra stjórnvalda. Stofnstærð Súmötru-tígrisdýrsins er nú aðeins um 600 dýr. Víða á útbreiðslusvæði indókínverska-tígrisdýrsins (Panthera tigris corbetti) er ástandið slæmt, til dæmis í Kambódíu, Búrma og Víetnam. Annars staðar hafa stjórnvöld staðið sig betur, til að mynda í Taílandi og Malasíu. Þar hafa stofnar staðið í stað. Um 600 dýr eru í Malasíu.

Víða í dýragörðum í Bandaríkjunum og Evrópu eru til genabankar sem eru mikilvægir til að stuðla að genafjölbreytileika smárra og einangraðra stofna víða í Asíu.

Myndir: