Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Er virkilega haldinn árlegur tómataslagur á Spáni?

Gunnar Þór Magnússon

Eins undarlega og það hljómar er svarið já, árlega er haldinn risastór tómataslagur í smábæ á Spáni. Bærinn heitir Buñol og er um 40 kílómetra fyrir vestan Valencia. Þar búa að öllu jöfnu tæplega 10.000 manns, en síðasta miðvikudag í ágúst á hverju ári flykkjast þangað um 30.000 ferðamenn til þess eins að taka þátt í slagnum. Tómataslagurinn er hluti af hátíð sem heitir La Tomatina. Hátíðin sjálf varir í eina viku, og samanstendur af flugeldasýningum, skrúðgöngum og dansi, en slagurinn markar upphaf hátíðarinnar.



Gestir La Tomatina árið 2005.

Áður en slagurinn byrjar ferja vörubílar rúmlega 100.000 kíló af ofþroskuðum tómötum inní miðbæ Buñol. Þegar því er lokið hefst slagurinn. Þetta er hefðbundinn slagur þar sem allir eru á móti öllum; einu reglurnar eru að það má ekki kasta neinu öðru en tómötum, og það verður að kreista tómatana áður en þeim er kastað. Eftir um það bil klukkutíma lýkur slagnum á því að merki er gefið og þá mæta bæjarbúar með vatnsslöngur til að hreinsa göturnar og spúla útbíaða ferðalanga.

Menn eru nokkuð sammála um að tómataslagurinn hafi fyrst farið fram annað hvort árið 1944 eða 1945, en það er eitthvað óljósara hvernig hátíðin byrjaði. Ýmsar kenningar eru uppi um tildrög hennar; sumir segja að bæjarbúar hafi kastað tómötum að óvinsælum stjórnmálamanni, aðrir að upprunalega hafi þetta verið raunverulegur slagur milli misauðugra stétta, og enn aðrir að tveim vinum hafi sinnast á veitingastað og að meiriháttar matarslagur hafi brotist út. Enginn veit þó fyrir víst hvernig hátíðin byrjaði, en fæstir þátttakendur hennar setja það fyrir sig því þeir eru aðeins komnir til að skemmta sér.

Ítarefni um hátíðina:

Tengt efni á Vísindavefnum:

Upprunalega var spurningin:

Hvenær, hvar og af hverju er tómatabardaginn á Spáni?

Höfundur

Gunnar Þór Magnússon

stærðfræðingur

Útgáfudagur

27.8.2008

Spyrjandi

Dagur Hákon

Tilvísun

Gunnar Þór Magnússon. „Er virkilega haldinn árlegur tómataslagur á Spáni?“ Vísindavefurinn, 27. ágúst 2008. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=26957.

Gunnar Þór Magnússon. (2008, 27. ágúst). Er virkilega haldinn árlegur tómataslagur á Spáni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=26957

Gunnar Þór Magnússon. „Er virkilega haldinn árlegur tómataslagur á Spáni?“ Vísindavefurinn. 27. ágú. 2008. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=26957>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er virkilega haldinn árlegur tómataslagur á Spáni?
Eins undarlega og það hljómar er svarið já, árlega er haldinn risastór tómataslagur í smábæ á Spáni. Bærinn heitir Buñol og er um 40 kílómetra fyrir vestan Valencia. Þar búa að öllu jöfnu tæplega 10.000 manns, en síðasta miðvikudag í ágúst á hverju ári flykkjast þangað um 30.000 ferðamenn til þess eins að taka þátt í slagnum. Tómataslagurinn er hluti af hátíð sem heitir La Tomatina. Hátíðin sjálf varir í eina viku, og samanstendur af flugeldasýningum, skrúðgöngum og dansi, en slagurinn markar upphaf hátíðarinnar.



Gestir La Tomatina árið 2005.

Áður en slagurinn byrjar ferja vörubílar rúmlega 100.000 kíló af ofþroskuðum tómötum inní miðbæ Buñol. Þegar því er lokið hefst slagurinn. Þetta er hefðbundinn slagur þar sem allir eru á móti öllum; einu reglurnar eru að það má ekki kasta neinu öðru en tómötum, og það verður að kreista tómatana áður en þeim er kastað. Eftir um það bil klukkutíma lýkur slagnum á því að merki er gefið og þá mæta bæjarbúar með vatnsslöngur til að hreinsa göturnar og spúla útbíaða ferðalanga.

Menn eru nokkuð sammála um að tómataslagurinn hafi fyrst farið fram annað hvort árið 1944 eða 1945, en það er eitthvað óljósara hvernig hátíðin byrjaði. Ýmsar kenningar eru uppi um tildrög hennar; sumir segja að bæjarbúar hafi kastað tómötum að óvinsælum stjórnmálamanni, aðrir að upprunalega hafi þetta verið raunverulegur slagur milli misauðugra stétta, og enn aðrir að tveim vinum hafi sinnast á veitingastað og að meiriháttar matarslagur hafi brotist út. Enginn veit þó fyrir víst hvernig hátíðin byrjaði, en fæstir þátttakendur hennar setja það fyrir sig því þeir eru aðeins komnir til að skemmta sér.

Ítarefni um hátíðina:

Tengt efni á Vísindavefnum:

Upprunalega var spurningin:

Hvenær, hvar og af hverju er tómatabardaginn á Spáni?
...