Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geturðu sagt mér allt um kambeðlur?

Jón Már Halldórsson



Kambeðlur (Stegosaurus) voru uppi á síðari hluta Júratímabilsins, fyrir 144-156 miljónum ára. Þær voru stórar, rúmir 6 metrar á lengd og um 6-8 tonn að þyngd. Beinagrindur benda til þess að skrokkur kambeðlunnar hafi verið á stærð við indverskan fíl.

Helstu einkenni kambeðlurnar voru annars vegar stórir kambar sem lágu eftir endilöngum hryggnum og hins vegar geysistórir broddar á halanum. Áður var talið að kambarnir hefðu gegnt því hlutverki að verja hrygg og mænu fyrir ráneðlum en nú þykir líklegra að þeir hafi stjórnað líkamshita eðlunnar. Rannsóknir benda til þess að mikið af æðum hafi verið í kömbunum, en það er forsenda þess að hægt sé að flytja varma úr skrokknum út í kambana. Broddarnir fjórir aftast á halanum voru aftur á móti varnartæki.

Kambeðlur voru jurtaætur sem lifðu í hópum líkt og fílar nútímans. Kambeðlan var ákaflega höfuðsmá og heili hennar var afar lítill miðað við líkamsstærð eða á stærð við golfkúlu. Vangaveltur eru uppi meðal fræðimanna hvort að kambeðlan hafi í raun verið með tvo heila, einn lítinn í hauskúpunni og annan í baki sem stjórnaði rófunni.

Steingervingafræðingurinn Othniel Marsh fann fyrstu steingerðu leifararnar af dýrinu árið 1877 og ári síðar fann hann heila beinagrind af einkennistegund ættkvíslarinnar, Stegosaurus ungulatis. Árið 1886 fann Marsh heillega beinagrind af tegundinni Stegosaurus stenops sem gerði honum kleift að endurgera dýrið og koma því fyrir á safni.

Myndirnar eru fengnar af vefsetrunum Dreamstar's Stegosaurus og Dinohunters

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.9.2002

Spyrjandi

Andrea Óskarsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geturðu sagt mér allt um kambeðlur?“ Vísindavefurinn, 10. september 2002, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2697.

Jón Már Halldórsson. (2002, 10. september). Geturðu sagt mér allt um kambeðlur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2697

Jón Már Halldórsson. „Geturðu sagt mér allt um kambeðlur?“ Vísindavefurinn. 10. sep. 2002. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2697>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geturðu sagt mér allt um kambeðlur?


Kambeðlur (Stegosaurus) voru uppi á síðari hluta Júratímabilsins, fyrir 144-156 miljónum ára. Þær voru stórar, rúmir 6 metrar á lengd og um 6-8 tonn að þyngd. Beinagrindur benda til þess að skrokkur kambeðlunnar hafi verið á stærð við indverskan fíl.

Helstu einkenni kambeðlurnar voru annars vegar stórir kambar sem lágu eftir endilöngum hryggnum og hins vegar geysistórir broddar á halanum. Áður var talið að kambarnir hefðu gegnt því hlutverki að verja hrygg og mænu fyrir ráneðlum en nú þykir líklegra að þeir hafi stjórnað líkamshita eðlunnar. Rannsóknir benda til þess að mikið af æðum hafi verið í kömbunum, en það er forsenda þess að hægt sé að flytja varma úr skrokknum út í kambana. Broddarnir fjórir aftast á halanum voru aftur á móti varnartæki.

Kambeðlur voru jurtaætur sem lifðu í hópum líkt og fílar nútímans. Kambeðlan var ákaflega höfuðsmá og heili hennar var afar lítill miðað við líkamsstærð eða á stærð við golfkúlu. Vangaveltur eru uppi meðal fræðimanna hvort að kambeðlan hafi í raun verið með tvo heila, einn lítinn í hauskúpunni og annan í baki sem stjórnaði rófunni.

Steingervingafræðingurinn Othniel Marsh fann fyrstu steingerðu leifararnar af dýrinu árið 1877 og ári síðar fann hann heila beinagrind af einkennistegund ættkvíslarinnar, Stegosaurus ungulatis. Árið 1886 fann Marsh heillega beinagrind af tegundinni Stegosaurus stenops sem gerði honum kleift að endurgera dýrið og koma því fyrir á safni.

Myndirnar eru fengnar af vefsetrunum Dreamstar's Stegosaurus og Dinohunters...