Sólin Sólin Rís 08:37 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:24 • Sest 08:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:12 í Reykjavík

Hvað eru refir og úlfar mikið skyldir?

Jón Már Halldórsson

Úlfar (Canis lupus) og refir tilheyra sömu ætt rándýra, hundaættinni (Canidae), og teljast því frekar skyldar tegundir. Í hundaættinni eru 35 tegundir í 10 ættkvíslum.

Hér er hægt að skoða ættartré rándýra.

Flokkun ættkvísla í hundaætt er á þessa leið:Í Canis-ættkvíslinni eru alls níu tegundir. Þær eru úlfur eða gráúlfur (Canis lupus), rauðúlfur (C. rufus), sléttuúlfur (C. latrans), dingóinn (C. dingo), hundur (C. familiaris) og loks fjórar tegundir sjakala.

Talið er að tegundir ættarinnar hafi fyrst komið fram á Eocene-tímabilinu fyrir um 38-54 milljónum ára. Steingervingafræðingar hafa fundið tegundir frá þessu tímabili sem greinast í fimm ættkvíslir. Tegund einnar þeirra (Cynodictis) líkist mjög svonefndum þefketti og telja fræðimenn að viðskilnaður þessarar ættar við önnur rándýr hafi átt sér stað á þessu tímabili.

Úlfurinn (Canis lupus) er stærsti meðlimur hundaættarinnar og fyrir tíma mannsins hafði hann mesta útbreiðslu þeirra. Hann lifði um alla Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Vísindamenn hafa skipt honum niður í allt að 32 deilitegundir, allt frá stórvöxnum heimskautaúlfum (C. lupus tundarium og albinus) til smárra deilitegunda sem lifa á Arabíuskaganum og í Mið-Asíu.

Alls eru þekktar 21 tegund refa og finnast þeir alls staðar nema í Ástralíu og á Suðurheimskautssvæðinu. Tegundir af ættkvíslinni Vulpes eru meðal annars rauðrefurinn (Vulpes vulpes) og grárefur (V. cinereoargenteos). Rauðrefur er stærsta refategundin og að öllum líkindum sú algengasta. Grárefur sem einnig er nefndur trjárefur vegna klifurhæfileika, lifir á sléttum Norður-Ameríku.

Innan vulpes-ættkvíslarinnar eru þekktar tólf tegundir refa. Sjö tegundir eru til af Suður-Amerísku refunum Dusicyon. Í ættkvíslinni Alopex er aðeins til ein tegund, heimskautarefurinn (Alopex lagopus). Hann lifir meðal annars norðarlega á Grænlandi, í Norður-Alaska og Kanada, Íslandi, Svalbarða og nyrst í Rússlandi. Í fjórðu ættkvíslinni Otocyon er einnig aðeins ein tegund Otocyon megalotis, sérhæfð skordýraæta með hálfgerð leðurblökueyru; hún lifir í sunnanverðri Afríku.

Heimild og myndir

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.9.2002

Spyrjandi

Héðinn Árnason, f. 1986

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru refir og úlfar mikið skyldir?“ Vísindavefurinn, 10. september 2002. Sótt 29. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2698.

Jón Már Halldórsson. (2002, 10. september). Hvað eru refir og úlfar mikið skyldir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2698

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru refir og úlfar mikið skyldir?“ Vísindavefurinn. 10. sep. 2002. Vefsíða. 29. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2698>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru refir og úlfar mikið skyldir?
Úlfar (Canis lupus) og refir tilheyra sömu ætt rándýra, hundaættinni (Canidae), og teljast því frekar skyldar tegundir. Í hundaættinni eru 35 tegundir í 10 ættkvíslum.

Hér er hægt að skoða ættartré rándýra.

Flokkun ættkvísla í hundaætt er á þessa leið:Í Canis-ættkvíslinni eru alls níu tegundir. Þær eru úlfur eða gráúlfur (Canis lupus), rauðúlfur (C. rufus), sléttuúlfur (C. latrans), dingóinn (C. dingo), hundur (C. familiaris) og loks fjórar tegundir sjakala.

Talið er að tegundir ættarinnar hafi fyrst komið fram á Eocene-tímabilinu fyrir um 38-54 milljónum ára. Steingervingafræðingar hafa fundið tegundir frá þessu tímabili sem greinast í fimm ættkvíslir. Tegund einnar þeirra (Cynodictis) líkist mjög svonefndum þefketti og telja fræðimenn að viðskilnaður þessarar ættar við önnur rándýr hafi átt sér stað á þessu tímabili.

Úlfurinn (Canis lupus) er stærsti meðlimur hundaættarinnar og fyrir tíma mannsins hafði hann mesta útbreiðslu þeirra. Hann lifði um alla Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Vísindamenn hafa skipt honum niður í allt að 32 deilitegundir, allt frá stórvöxnum heimskautaúlfum (C. lupus tundarium og albinus) til smárra deilitegunda sem lifa á Arabíuskaganum og í Mið-Asíu.

Alls eru þekktar 21 tegund refa og finnast þeir alls staðar nema í Ástralíu og á Suðurheimskautssvæðinu. Tegundir af ættkvíslinni Vulpes eru meðal annars rauðrefurinn (Vulpes vulpes) og grárefur (V. cinereoargenteos). Rauðrefur er stærsta refategundin og að öllum líkindum sú algengasta. Grárefur sem einnig er nefndur trjárefur vegna klifurhæfileika, lifir á sléttum Norður-Ameríku.

Innan vulpes-ættkvíslarinnar eru þekktar tólf tegundir refa. Sjö tegundir eru til af Suður-Amerísku refunum Dusicyon. Í ættkvíslinni Alopex er aðeins til ein tegund, heimskautarefurinn (Alopex lagopus). Hann lifir meðal annars norðarlega á Grænlandi, í Norður-Alaska og Kanada, Íslandi, Svalbarða og nyrst í Rússlandi. Í fjórðu ættkvíslinni Otocyon er einnig aðeins ein tegund Otocyon megalotis, sérhæfð skordýraæta með hálfgerð leðurblökueyru; hún lifir í sunnanverðri Afríku.

Heimild og myndir...