Sólin Sólin Rís 03:23 • sest 23:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:45 • Sest 03:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:14 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 22:59 í Reykjavík

Úr hverju eru stjörnurnar og tunglið?

Gunnar Þór Magnússon

Sólin okkar og stjörnurnar eru aðallega úr vetni og helíni (e. helium). Nákvæm hlutföll efnana eru breytileg eftir aldri stjarnanna og hvar í alheiminum þær eru, en ungar stjörnur í vetrarbrautinni okkar eru rúmlega 70% vetni og sirka 25% helín. Þyngri frumefni eins og kolefni, nitur, súrefni og neon mynda yfirleitt um 2% af heildarmassa stjörnunnar.

Þar sem stjörnur keyra á kjarnasamruna sem breytir fyrst og fremst vetni í helín, þá hækkar hlutfall helíns á kostnað vetnis í þeim hægt og rólega eftir því sem þær eldast. Undir lok ævi sinnar, þegar vetnisbirgðir hennar klárast, getur efnasamsetning stjörnu breyst enn frekar ef hún er nógu massamikil til að breyta helíni í enn þyngri frumefni.Sólin og tunglið saman á himni.

Stærri stjörnur nota mismunandi frumefni sem eldsneyti undir lok ævinnar og um stuttan tíma er efnasamsetning þeirra því öðruvísi en minni stjarna. Stærstu stjörnurnar enda líf sitt á kjarnasamruna sem breytir kísli í járn, en þegar kísilbirgðir þeirra þrjóta þá falla þær saman. Í risavöxnu sprengingunum sem fylgja myndast öll frumefnin sem þekkjast í náttúrunni. Öll frumefni sem finnast á jörðinni eða í alheiminum yfirleitt, önnur en vetni og helíum, urðu til í slíkum sprengistjörnum.

Tunglið er aftur á móti líkara jörðinni. Yfirborð tunglsins er aðallega úr súrefni, kísli, magnesíni (e. magnesium), járni, kalsíni (calcium) og áli. Þar má einnig finna leifar af títani, úrani (uranium), þóríni (thorium), kalíni (potassium) og vetni. Við vitum enn ekki mikið um innri gerð tunglsins, en talið er að það hafi járnkjarna sem inniheldur eitthvað af brennisteini og nikkel. Geimferðastofnanir heimsins ætla að senda nokkur ómönnuð og mönnuð för til tunglsins á næstu áratugum, svo líklegt er að við lærum meira um það innan skamms.

Frekara efni á Vísindavefnum, heimildir og myndir:

Höfundur

Gunnar Þór Magnússon

stærðfræðingur

Útgáfudagur

27.7.2009

Spyrjandi

Kolbrún Hulda Helgadóttir

Tilvísun

Gunnar Þór Magnússon. „Úr hverju eru stjörnurnar og tunglið?“ Vísindavefurinn, 27. júlí 2009. Sótt 1. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=27035.

Gunnar Þór Magnússon. (2009, 27. júlí). Úr hverju eru stjörnurnar og tunglið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=27035

Gunnar Þór Magnússon. „Úr hverju eru stjörnurnar og tunglið?“ Vísindavefurinn. 27. júl. 2009. Vefsíða. 1. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=27035>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Úr hverju eru stjörnurnar og tunglið?
Sólin okkar og stjörnurnar eru aðallega úr vetni og helíni (e. helium). Nákvæm hlutföll efnana eru breytileg eftir aldri stjarnanna og hvar í alheiminum þær eru, en ungar stjörnur í vetrarbrautinni okkar eru rúmlega 70% vetni og sirka 25% helín. Þyngri frumefni eins og kolefni, nitur, súrefni og neon mynda yfirleitt um 2% af heildarmassa stjörnunnar.

Þar sem stjörnur keyra á kjarnasamruna sem breytir fyrst og fremst vetni í helín, þá hækkar hlutfall helíns á kostnað vetnis í þeim hægt og rólega eftir því sem þær eldast. Undir lok ævi sinnar, þegar vetnisbirgðir hennar klárast, getur efnasamsetning stjörnu breyst enn frekar ef hún er nógu massamikil til að breyta helíni í enn þyngri frumefni.Sólin og tunglið saman á himni.

Stærri stjörnur nota mismunandi frumefni sem eldsneyti undir lok ævinnar og um stuttan tíma er efnasamsetning þeirra því öðruvísi en minni stjarna. Stærstu stjörnurnar enda líf sitt á kjarnasamruna sem breytir kísli í járn, en þegar kísilbirgðir þeirra þrjóta þá falla þær saman. Í risavöxnu sprengingunum sem fylgja myndast öll frumefnin sem þekkjast í náttúrunni. Öll frumefni sem finnast á jörðinni eða í alheiminum yfirleitt, önnur en vetni og helíum, urðu til í slíkum sprengistjörnum.

Tunglið er aftur á móti líkara jörðinni. Yfirborð tunglsins er aðallega úr súrefni, kísli, magnesíni (e. magnesium), járni, kalsíni (calcium) og áli. Þar má einnig finna leifar af títani, úrani (uranium), þóríni (thorium), kalíni (potassium) og vetni. Við vitum enn ekki mikið um innri gerð tunglsins, en talið er að það hafi járnkjarna sem inniheldur eitthvað af brennisteini og nikkel. Geimferðastofnanir heimsins ætla að senda nokkur ómönnuð og mönnuð för til tunglsins á næstu áratugum, svo líklegt er að við lærum meira um það innan skamms.

Frekara efni á Vísindavefnum, heimildir og myndir:

...