Uppfinning bréfaklemmunnar er vanalega eignuð Norðmanninum Johan Vaaler sem fyrstur manna fékk einkaleyfi á bréfaklemmu árið 1899. Vaaler, sem hafði lært rafeindatækni og stærðfræði, fékk einkaleyfið í Þýskalandi þar sem engin einkaleyfislög voru til í Noregi á þessum tíma. Árið 1901 fékk hann einkaleyfi á uppfinningu sinni í Bandaríkjunum. Breska fyrirtækið Gem Manufacturing Ltd. hannaði síðan þá bréfaklemmu sem þekktust er í dag. Aldrei var sótt um einkaleyfi á þeirri klemmu. Heimild og myndir
Hver fann upp bréfaklemmuna?
Uppfinning bréfaklemmunnar er vanalega eignuð Norðmanninum Johan Vaaler sem fyrstur manna fékk einkaleyfi á bréfaklemmu árið 1899. Vaaler, sem hafði lært rafeindatækni og stærðfræði, fékk einkaleyfið í Þýskalandi þar sem engin einkaleyfislög voru til í Noregi á þessum tíma. Árið 1901 fékk hann einkaleyfi á uppfinningu sinni í Bandaríkjunum. Breska fyrirtækið Gem Manufacturing Ltd. hannaði síðan þá bréfaklemmu sem þekktust er í dag. Aldrei var sótt um einkaleyfi á þeirri klemmu. Heimild og myndir
Útgáfudagur
12.9.2002
Spyrjandi
Katrín Halldórsdóttir, f. 1984
Tilvísun
Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver fann upp bréfaklemmuna?“ Vísindavefurinn, 12. september 2002, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2705.
Jón Gunnar Þorsteinsson. (2002, 12. september). Hver fann upp bréfaklemmuna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2705
Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver fann upp bréfaklemmuna?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2002. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2705>.