Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 18:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:55 • Síðdegis: 24:31 í Reykjavík

Er það ekki tóm þvæla að vatn frjósi neðan frá?

JGÞ

Jú, það er hárrétt hjá spyrjanda. Vatn frýs ekki neðan frá heldur frýs það fyrst við yfirborðið og nær þá að einangra heitara vatnið sem er fyrir neðan. Ef vatn frysi neðan frá mundu vötn botnfrjósa í frostum og dýralíf í þeim yrði lítið!

Nær allir vökvar dragast saman þegar þeir kólna og eðlismassi þeirra hækkar þess vegna. Eðlismassi er massi deilt með rúmmáli. Þegar bráðið járn frýs eða storknar heldur það áfram að dragast saman eftir því sem það kólnar meira. Vatn hagar sé allt öðru vísi. Rúmmál vatns minnkar eftir því sem það kólnar þar til hitastig þess nær 4°C. Þá eykst rúmmálið þar til frostmarki er náð og þegar vatnið frýs eykst rúmmál þess aftur í staðinn fyrir að minnka! Þetta hefur þau áhrif að ís flýtur í vatni í stað þessa að sökkva.


Vötn frjósa fyrst við yfirborðið.

Í svari Halldórs Svavarssonar við spurningunni Hvers vegna frýs vatn? er útskýrt nánar hvernig tjarnir eða vötn frjósa:
Veltum nú aðeins fyrir okkur áhrifum þess að rúmmál vatns er í lágmarki við 4°C. Þegar tjarnir kólna vegna kólnandi lofts verður kælingin mest við yfirborðið. Meðan eðlismassi vatnsins eykst við kólnunina sekkur kælda yfirborðsvatnið til botns svo að kælingin verður í reynd jöfn eða svipuð út í gegn frá yfirborði til botns í tjörninni. Þegar hitastig vatnsyfirborðsins fer hins vegar undir 4°C hættir eðlismassi þess að aukast og fer að minnka í staðinn. Kalda vatnið hættir þá að sökkva til botns en flýtur ofan á heitara vatninu, nema þá að vatnið væri á mikilli hreyfingu. Þetta gerir það að verkum að vatnið frýs fyrst við yfirborðið og nær að einangra heitara vatnið frá frekari kólnun. Án þessara áhrifa mundu öll vötn botnfrjósa í frostum og dýralíf í þeim yrði lítið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Ég heyrði um daginn að vatn frysi neðan frá, en fannst það ólíklegt. Er þetta ekki tóm þvæla? Með fyrirfram þökk.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

17.12.2010

Spyrjandi

Hjörtur S. Steinason

Tilvísun

JGÞ. „Er það ekki tóm þvæla að vatn frjósi neðan frá?“ Vísindavefurinn, 17. desember 2010. Sótt 21. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=27151.

JGÞ. (2010, 17. desember). Er það ekki tóm þvæla að vatn frjósi neðan frá? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=27151

JGÞ. „Er það ekki tóm þvæla að vatn frjósi neðan frá?“ Vísindavefurinn. 17. des. 2010. Vefsíða. 21. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=27151>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það ekki tóm þvæla að vatn frjósi neðan frá?
Jú, það er hárrétt hjá spyrjanda. Vatn frýs ekki neðan frá heldur frýs það fyrst við yfirborðið og nær þá að einangra heitara vatnið sem er fyrir neðan. Ef vatn frysi neðan frá mundu vötn botnfrjósa í frostum og dýralíf í þeim yrði lítið!

Nær allir vökvar dragast saman þegar þeir kólna og eðlismassi þeirra hækkar þess vegna. Eðlismassi er massi deilt með rúmmáli. Þegar bráðið járn frýs eða storknar heldur það áfram að dragast saman eftir því sem það kólnar meira. Vatn hagar sé allt öðru vísi. Rúmmál vatns minnkar eftir því sem það kólnar þar til hitastig þess nær 4°C. Þá eykst rúmmálið þar til frostmarki er náð og þegar vatnið frýs eykst rúmmál þess aftur í staðinn fyrir að minnka! Þetta hefur þau áhrif að ís flýtur í vatni í stað þessa að sökkva.


Vötn frjósa fyrst við yfirborðið.

Í svari Halldórs Svavarssonar við spurningunni Hvers vegna frýs vatn? er útskýrt nánar hvernig tjarnir eða vötn frjósa:
Veltum nú aðeins fyrir okkur áhrifum þess að rúmmál vatns er í lágmarki við 4°C. Þegar tjarnir kólna vegna kólnandi lofts verður kælingin mest við yfirborðið. Meðan eðlismassi vatnsins eykst við kólnunina sekkur kælda yfirborðsvatnið til botns svo að kælingin verður í reynd jöfn eða svipuð út í gegn frá yfirborði til botns í tjörninni. Þegar hitastig vatnsyfirborðsins fer hins vegar undir 4°C hættir eðlismassi þess að aukast og fer að minnka í staðinn. Kalda vatnið hættir þá að sökkva til botns en flýtur ofan á heitara vatninu, nema þá að vatnið væri á mikilli hreyfingu. Þetta gerir það að verkum að vatnið frýs fyrst við yfirborðið og nær að einangra heitara vatnið frá frekari kólnun. Án þessara áhrifa mundu öll vötn botnfrjósa í frostum og dýralíf í þeim yrði lítið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Ég heyrði um daginn að vatn frysi neðan frá, en fannst það ólíklegt. Er þetta ekki tóm þvæla? Með fyrirfram þökk.

Mynd:

...