
Í svari Halldórs Svavarssonar við spurningunni Hvers vegna frýs vatn? er útskýrt nánar hvernig tjarnir eða vötn frjósa:
Veltum nú aðeins fyrir okkur áhrifum þess að rúmmál vatns er í lágmarki við 4°C. Þegar tjarnir kólna vegna kólnandi lofts verður kælingin mest við yfirborðið. Meðan eðlismassi vatnsins eykst við kólnunina sekkur kælda yfirborðsvatnið til botns svo að kælingin verður í reynd jöfn eða svipuð út í gegn frá yfirborði til botns í tjörninni. Þegar hitastig vatnsyfirborðsins fer hins vegar undir 4°C hættir eðlismassi þess að aukast og fer að minnka í staðinn. Kalda vatnið hættir þá að sökkva til botns en flýtur ofan á heitara vatninu, nema þá að vatnið væri á mikilli hreyfingu. Þetta gerir það að verkum að vatnið frýs fyrst við yfirborðið og nær að einangra heitara vatnið frá frekari kólnun. Án þessara áhrifa mundu öll vötn botnfrjósa í frostum og dýralíf í þeim yrði lítið.Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Getur vatn frosið ef það getur ekki þanist út? eftir Ágúst Kvaran
- Við hvaða hitastig frýs Mývatn? eftir ÞV
Ég heyrði um daginn að vatn frysi neðan frá, en fannst það ólíklegt. Er þetta ekki tóm þvæla? Með fyrirfram þökk.Mynd:
- The Flying Kiwi. Sótt 17.12.2010.