Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Hvaða hlutverki gegnir undirstúka í heila?

Þuríður ÞorbjarnardóttirUndirstúka tilheyrir milliheila og liggur undir þeim hluta heilans sem nefnist stúka og yfir þeim hluta hans sem nefndur er heiladingull. Þrátt fyrir litla stærð stjórna kjarnar í undirstúku mörgum nauðsynlegum störfum í líkamanum og tengjast flest þeirra samvægi hans.

Helstu hlutverk undirstúku eru eftirfarandi:
 • Undirstúka stjórnar sjálfvirka taugakerfinu og samhæfir störf þess, en það stjórnar til dæmis hjartsláttartíðni, hreyfingum fæðu gegnum meltingarveg og samdrætti þvagblöðru.
 • Hún stjórnar losun margra hormóna frá heiladingli og er á þann hátt tengiliður milli taugakerfis og innkirtlakerfis sem eru talin helstu stjórnkerfi líkamans.
 • Hún stjórnar líkamshitanum.
 • Hún tengist tilfinningum eins og reiði, árásargirni, sársauka og vellíðan.
 • Hún stjórnar fæðuinntöku þar sem í henni má finna bæði svengdarstöð og mettunarstöð.
 • Í henni finnst þorstastöð sem stjórnar vökvainntöku okkar.
 • Hún er eitt þeirra svæða í heilanum sem viðheldur meðvitund og svefnmynstri.
Heimild:

Gerard J. Tortora (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.

Mynd: Colorado State University

Höfundur

Útgáfudagur

19.9.2002

Spyrjandi

Halldóra Helgadóttir

Efnisorð

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða hlutverki gegnir undirstúka í heila? “ Vísindavefurinn, 19. september 2002. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2719.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2002, 19. september). Hvaða hlutverki gegnir undirstúka í heila? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2719

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða hlutverki gegnir undirstúka í heila? “ Vísindavefurinn. 19. sep. 2002. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2719>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða hlutverki gegnir undirstúka í heila?


Undirstúka tilheyrir milliheila og liggur undir þeim hluta heilans sem nefnist stúka og yfir þeim hluta hans sem nefndur er heiladingull. Þrátt fyrir litla stærð stjórna kjarnar í undirstúku mörgum nauðsynlegum störfum í líkamanum og tengjast flest þeirra samvægi hans.

Helstu hlutverk undirstúku eru eftirfarandi:
 • Undirstúka stjórnar sjálfvirka taugakerfinu og samhæfir störf þess, en það stjórnar til dæmis hjartsláttartíðni, hreyfingum fæðu gegnum meltingarveg og samdrætti þvagblöðru.
 • Hún stjórnar losun margra hormóna frá heiladingli og er á þann hátt tengiliður milli taugakerfis og innkirtlakerfis sem eru talin helstu stjórnkerfi líkamans.
 • Hún stjórnar líkamshitanum.
 • Hún tengist tilfinningum eins og reiði, árásargirni, sársauka og vellíðan.
 • Hún stjórnar fæðuinntöku þar sem í henni má finna bæði svengdarstöð og mettunarstöð.
 • Í henni finnst þorstastöð sem stjórnar vökvainntöku okkar.
 • Hún er eitt þeirra svæða í heilanum sem viðheldur meðvitund og svefnmynstri.
Heimild:

Gerard J. Tortora (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.

Mynd: Colorado State University...