Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Hvaða stjörnur mynda stjörnumerkið Meyju og hvar sést það á himninum?

Stjörnufræðivefurinn

Meyjan er eitt hinna 88 stjörnumerkja sem þekja himinhvelfinguna. Meyjan er næststærsta stjörnumerkið á eftir Vatnaskrímslinu. Hún sést lágt á lofti á vorhimninum.

Meyjan liggur umhverfs miðbaug himins og markast af stjörnumerkjunum Ljóninu og Bikarnum í vestri, Bereníkuhaddi og Hjarðmanninum í norðri, Höggormshöfðinu og Voginni í austri og Vatnaskrímslinu og Hrafninum í suðri. Meyjan er eitt þeirra 48 stjörnumerkja sem Ptólmæos lýsir í ritum sínum.

Sólin gengur leið sína eftir sólbaugnum um stjörnumerkin í dýrahringnum og er í Meyjunni á haustin. Afstaða stjörnumerkjanna hefur breyst á þeim tvö til þrjú þúsund árum síðan stjörnuspekikerfið kom fram og því er sólin nú innan marka Meyjunnar frá 16. september til 30. október (en ekki frá 23. ágúst til 23. september eins og segir í stjörnuspám). Þótt stjörnumerkin sjáist ekki að degi til er samt hægt að reikna út hvar sólin er stödd á himninum með aðstoð stjörnukorta. Það gerist svo einstaka sinnum að allir fá tækifæri til þess að sannreyna í hvaða stjörnumerki sólin er þegar tunglið gengur fyrir sólskífuna við almyrkva á sólu og myrkur skellur á um miðjan dag.

Tunglið og reikistjörnurnar fara aldrei langt frá sólbaugnum sem sólin fylgir á næturhimninum og sjást því stundum í Meyjunni.

Meyjan tekur að gægjast upp á himininn yfir Íslandi í febrúar og sést best um og upp úr miðnætti í febrúar, mars og apríl. Þeir sem vilja sjá sem flestar vetrarbrautir í Meyjarþyrpingunni ættu að vaka fram til klukkan þrjú í mars en þá er Meyjan hæst á lofti í suðri.Stjörnumerkið Meyjan á íslenska næturhimninum síðari hluta vetur (15. mars) klukkan 1:00. Horft er í suðaustur. Í austri eru Hjarðmaðurinn og Höggormshöfuðið, í norðri Bereníkuhaddur og Ljónið og Hrafninn og Bikarinn í suðvestri. Myndin er gerð með forritinu Starry Night.

Auðveldast er að finna Meyjuna með því að draga bogalínu í framhaldi af handfangi Karlsvagnsins. Hún lendir á Arktúrusi í Hjarðmanninum og liggur síðan niður að Spíku í Meyjunni.

Á myndum sést Meyjan oft halda á körfu af grjónum og er stjarnan Spíka (Axið) í körfunni. Uppruni stjörnumerkisins er óþekktur en gæti tengst frjósemi. Meyjan hefur í aldanna rás táknað margar kvengyðjur og goðmögn, svo sem Ísisi, Ístar, Aþenu, Heru, Persefónu og jafnvel Maríu mey.

Um 58 stjörnur í Meyjarmerkinu sjást með berum augum. Þeirra á meðal eru:
  • Spíka eða Axið (α (alfa) Virginis), bjartasta stjarnan í Meyjunni og 15. bjartasta stjarnan á næturhimninum. Hún er með sýndarbirtustigið +1,0 í um 260 ljósára fjarlægð frá jörðu. Svo virðist sem Spíka sé fimmstirni en tvær stjarnanna eru langbjartastar. Önnur er um 8 sinnum breiðari og 11 sinnum massameiri en sólin. Hin stjarnan er 4 sinnum breiðari og 7 sinnum massameiri. Talið er að Spíka hafi hjálpað stjörnufræðingnum Hipparkosi að uppgötva framsókn vorpunktsins (sem færist smám saman á himninum frá einu stjörnumerki til annars). Meira en þúsund árum síðar notaði Nikulás Kóperníkus Spíku við rannsóknir á sama fyrirbæri.
  • Porrima (γ (gamma) Virginis) sem er auðvelt að finna fyrir ofan Spíku (hægra megin). Nafn hennar er dregið af rómverskri spágyðju, ólíkt flestum stjörnuheitum sem komin eru úr arabísku. Porrima er eitt fegursta tvístirni næturhiminsins í 38 ljósara fjarlægð frá sólu. Stjörnurnar tvær eru mjög áþekkar með birtustig +3,5 (samanlagt birtustig þeirra á næturhimninum er +2,75). Þær eru báðar gular og um 50% massameiri en sólin. Brautir stjarnanna um sameiginlega þyngdarmiðju eru mjög ílangar og er umferðartíminn 171 ár. Þar sem þær eru tiltölulega nálægt sólinni og brautirnar með mikla sporöskjulögun er unnt að greina breytingu á hornbilinu á milli þeirra á minna en einni mannsævi. Árið 2007 voru þær eins nálægt hvor annarri og mögulegt er á himninum og skildu einungis 3 bogasekúndur á milli þeirra.
  • Vindemiatrix (ε (epsilon) Virginis) sem er þriðja bjartasta stjarnan í Meyjunni með birtustigið +2,8. Nafn hennar tengist landbúnaði en þegar hún sást á himninum var kominn tími til þess að safna saman uppskerunni. Stjarnan er um 12 sinnum breiðari en sólin. Hún er óvanalega björt uppspretta röntgengeisla sem bendir til mikillar segulvirkni á yfirborðinu.
Þetta svar er stytt útgáfa af pistli um Meyjuna á Stjörnufræðivefnum www.stjornuskodun.is. Áhugasömum er bent á að kynna sér umfjöllunina þar í heild sinni en þar er meðal annars fjallað um vetrarbrautir í Meyjarmerkinu.


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvernig lítur stjörnumerkið Meyjan út?

Útgáfudagur

22.2.2010

Spyrjandi

Elínborg Önundardóttir, Valgerður Ýr, Birgitta Siguðardóttir

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn. „Hvaða stjörnur mynda stjörnumerkið Meyju og hvar sést það á himninum?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2010. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=27212.

Stjörnufræðivefurinn. (2010, 22. febrúar). Hvaða stjörnur mynda stjörnumerkið Meyju og hvar sést það á himninum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=27212

Stjörnufræðivefurinn. „Hvaða stjörnur mynda stjörnumerkið Meyju og hvar sést það á himninum?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2010. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=27212>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða stjörnur mynda stjörnumerkið Meyju og hvar sést það á himninum?
Meyjan er eitt hinna 88 stjörnumerkja sem þekja himinhvelfinguna. Meyjan er næststærsta stjörnumerkið á eftir Vatnaskrímslinu. Hún sést lágt á lofti á vorhimninum.

Meyjan liggur umhverfs miðbaug himins og markast af stjörnumerkjunum Ljóninu og Bikarnum í vestri, Bereníkuhaddi og Hjarðmanninum í norðri, Höggormshöfðinu og Voginni í austri og Vatnaskrímslinu og Hrafninum í suðri. Meyjan er eitt þeirra 48 stjörnumerkja sem Ptólmæos lýsir í ritum sínum.

Sólin gengur leið sína eftir sólbaugnum um stjörnumerkin í dýrahringnum og er í Meyjunni á haustin. Afstaða stjörnumerkjanna hefur breyst á þeim tvö til þrjú þúsund árum síðan stjörnuspekikerfið kom fram og því er sólin nú innan marka Meyjunnar frá 16. september til 30. október (en ekki frá 23. ágúst til 23. september eins og segir í stjörnuspám). Þótt stjörnumerkin sjáist ekki að degi til er samt hægt að reikna út hvar sólin er stödd á himninum með aðstoð stjörnukorta. Það gerist svo einstaka sinnum að allir fá tækifæri til þess að sannreyna í hvaða stjörnumerki sólin er þegar tunglið gengur fyrir sólskífuna við almyrkva á sólu og myrkur skellur á um miðjan dag.

Tunglið og reikistjörnurnar fara aldrei langt frá sólbaugnum sem sólin fylgir á næturhimninum og sjást því stundum í Meyjunni.

Meyjan tekur að gægjast upp á himininn yfir Íslandi í febrúar og sést best um og upp úr miðnætti í febrúar, mars og apríl. Þeir sem vilja sjá sem flestar vetrarbrautir í Meyjarþyrpingunni ættu að vaka fram til klukkan þrjú í mars en þá er Meyjan hæst á lofti í suðri.Stjörnumerkið Meyjan á íslenska næturhimninum síðari hluta vetur (15. mars) klukkan 1:00. Horft er í suðaustur. Í austri eru Hjarðmaðurinn og Höggormshöfuðið, í norðri Bereníkuhaddur og Ljónið og Hrafninn og Bikarinn í suðvestri. Myndin er gerð með forritinu Starry Night.

Auðveldast er að finna Meyjuna með því að draga bogalínu í framhaldi af handfangi Karlsvagnsins. Hún lendir á Arktúrusi í Hjarðmanninum og liggur síðan niður að Spíku í Meyjunni.

Á myndum sést Meyjan oft halda á körfu af grjónum og er stjarnan Spíka (Axið) í körfunni. Uppruni stjörnumerkisins er óþekktur en gæti tengst frjósemi. Meyjan hefur í aldanna rás táknað margar kvengyðjur og goðmögn, svo sem Ísisi, Ístar, Aþenu, Heru, Persefónu og jafnvel Maríu mey.

Um 58 stjörnur í Meyjarmerkinu sjást með berum augum. Þeirra á meðal eru:
  • Spíka eða Axið (α (alfa) Virginis), bjartasta stjarnan í Meyjunni og 15. bjartasta stjarnan á næturhimninum. Hún er með sýndarbirtustigið +1,0 í um 260 ljósára fjarlægð frá jörðu. Svo virðist sem Spíka sé fimmstirni en tvær stjarnanna eru langbjartastar. Önnur er um 8 sinnum breiðari og 11 sinnum massameiri en sólin. Hin stjarnan er 4 sinnum breiðari og 7 sinnum massameiri. Talið er að Spíka hafi hjálpað stjörnufræðingnum Hipparkosi að uppgötva framsókn vorpunktsins (sem færist smám saman á himninum frá einu stjörnumerki til annars). Meira en þúsund árum síðar notaði Nikulás Kóperníkus Spíku við rannsóknir á sama fyrirbæri.
  • Porrima (γ (gamma) Virginis) sem er auðvelt að finna fyrir ofan Spíku (hægra megin). Nafn hennar er dregið af rómverskri spágyðju, ólíkt flestum stjörnuheitum sem komin eru úr arabísku. Porrima er eitt fegursta tvístirni næturhiminsins í 38 ljósara fjarlægð frá sólu. Stjörnurnar tvær eru mjög áþekkar með birtustig +3,5 (samanlagt birtustig þeirra á næturhimninum er +2,75). Þær eru báðar gular og um 50% massameiri en sólin. Brautir stjarnanna um sameiginlega þyngdarmiðju eru mjög ílangar og er umferðartíminn 171 ár. Þar sem þær eru tiltölulega nálægt sólinni og brautirnar með mikla sporöskjulögun er unnt að greina breytingu á hornbilinu á milli þeirra á minna en einni mannsævi. Árið 2007 voru þær eins nálægt hvor annarri og mögulegt er á himninum og skildu einungis 3 bogasekúndur á milli þeirra.
  • Vindemiatrix (ε (epsilon) Virginis) sem er þriðja bjartasta stjarnan í Meyjunni með birtustigið +2,8. Nafn hennar tengist landbúnaði en þegar hún sást á himninum var kominn tími til þess að safna saman uppskerunni. Stjarnan er um 12 sinnum breiðari en sólin. Hún er óvanalega björt uppspretta röntgengeisla sem bendir til mikillar segulvirkni á yfirborðinu.
Þetta svar er stytt útgáfa af pistli um Meyjuna á Stjörnufræðivefnum www.stjornuskodun.is. Áhugasömum er bent á að kynna sér umfjöllunina þar í heild sinni en þar er meðal annars fjallað um vetrarbrautir í Meyjarmerkinu.


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvernig lítur stjörnumerkið Meyjan út?
...