Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða hlutverki gegnir ristillinn?

Ristillinn tekur við fæðumauki úr smáþörmunum. Meltingu er að mestu leyti lokið þegar fæðan kemur í ristilinn. Það sem eftir er af henni fer fram fyrir tilstuðlan baktería, því að ristillinn myndar engin meltingarensím. Einnig mynda ristilgerlar K-vítamín.

Enn á eftir að soga vatn, steinefni og örlítið af vítamínum úr fæðunni þegar í ristilinn er komið. Slímhimnan (slíman) í ristlinum sér um að koma þessum næringarefnum út í blóðrásina og með henni til allra frumna líkamans. Það er af þessum ástæðum sem sýking í ristlinum leiðir til niðurgangs, það er ef slíman starfar ekki rétt er vatnið ekki sogað upp og berst því niður í endaþarminn og þaðan út. Langvarandi niðurgangur getur verið hættulegar vegna vatnstaps og taps á nauðsynlegum steinefnum.

Saurmyndun fer fram í ristlinum en í honum eru dauðir ristilgerlar, dauðar slímufrumur, og ómeltanleg efni úr fæðunni. Ómeltanlegu efnin eru aðallega trefjaefni sem eru fjölsykrur úr jurtaafurðum. Trefjaefni eru gjarnan kölluð burðarefni hægða, þar sem þau binda margfalda þyngd sína af vatni og gera þar með hægðirnar mjúkar og auðlosanlegar.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvað gerir maginn? og svar Bjarna Þjóðleifssonar við spurningunni Hvaða hlutverk hefur gallblaðran?

Heimild:

Gerard J. Tortora (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.

Útgáfudagur

23.9.2002

Spyrjandi

Kristján Sveinsson

Höfundur

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða hlutverki gegnir ristillinn?“ Vísindavefurinn, 23. september 2002. Sótt 24. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=2732.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2002, 23. september). Hvaða hlutverki gegnir ristillinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2732

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða hlutverki gegnir ristillinn?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2002. Vefsíða. 24. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2732>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Berglind Rós Magnúsdóttir

1973

Berglind er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og formaður námsbrautarinnar Menntunarfræði og margbreytileiki. Rannsóknir hennar snúast um félagslegt réttlæti í menntun með áherslu á samverkandi áhrif stéttar, uppruna, kynferðis og sértækra menntunarþarfa á gæði og jafnrétti í uppeldi og menntun.