Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerir maginn?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Hlutverk magans er fjórþætt. Í fyrsta lagi tekur hann við tugginni fæðu úr vélindanu. Þar blandast fæðan magasafa fyrir tilstuðlan bylgjuhreyfinga og malast áfram í mauk. Þetta er fyrsta stig meltingar, það er mölun, sem hefst í munni.

Annað hlutverk magans er að drepa örverur sem kynnu að komast með fæðunni í líkamann. Í magasafanum er mjög sterk saltsýra sem drepur flestar örverur.

Í þriðja lagi hefst efnamelting prótína í maganum. Í magasafa er meltingarensím sem klýfur langar prótínkeðjur í minni búta. Einnig er í safanum ensím sem klippir fitusameindir niður en síðar eiga gallsölt, sem enn hafa ekki blandast fæðunni, eftir að vinna á fitunni.

Í fjórða lagi er það hlutverk magans að senda fæðumaukið í hæfilegum skömmtum ofan í skeifugörn sem er efsti hluti smáþarma.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvaða hlutverki gegnir ristillinn? og svar Bjarna Þjóðleifssonar við spurningunni Hvaða hlutverk hefur gallblaðran?

Heimild:

Gerard J. Tortora (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.

Höfundur

Útgáfudagur

23.9.2002

Spyrjandi

Reynir Hans Reynisson, f. 1990

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað gerir maginn?“ Vísindavefurinn, 23. september 2002, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2733.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2002, 23. september). Hvað gerir maginn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2733

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað gerir maginn?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2002. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2733>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerir maginn?
Hlutverk magans er fjórþætt. Í fyrsta lagi tekur hann við tugginni fæðu úr vélindanu. Þar blandast fæðan magasafa fyrir tilstuðlan bylgjuhreyfinga og malast áfram í mauk. Þetta er fyrsta stig meltingar, það er mölun, sem hefst í munni.

Annað hlutverk magans er að drepa örverur sem kynnu að komast með fæðunni í líkamann. Í magasafanum er mjög sterk saltsýra sem drepur flestar örverur.

Í þriðja lagi hefst efnamelting prótína í maganum. Í magasafa er meltingarensím sem klýfur langar prótínkeðjur í minni búta. Einnig er í safanum ensím sem klippir fitusameindir niður en síðar eiga gallsölt, sem enn hafa ekki blandast fæðunni, eftir að vinna á fitunni.

Í fjórða lagi er það hlutverk magans að senda fæðumaukið í hæfilegum skömmtum ofan í skeifugörn sem er efsti hluti smáþarma.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvaða hlutverki gegnir ristillinn? og svar Bjarna Þjóðleifssonar við spurningunni Hvaða hlutverk hefur gallblaðran?

Heimild:

Gerard J. Tortora (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings....