Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Hvers vegna þarf að framkvæma nákvæma leit á flugfarþegum eftir að þeir eru komnir til Íslands frá Bandaríkjunum?

Brynhildur Ingimarsdóttir

Um tíma var framkvæmd svonefnd nákvæm leit á flugfarþegum sem komu frá Bandaríkjunum til Íslands en svo er ekki lengur. Ástæðan er sú að Bandaríkin komu til móts við kröfur Evrópusambandsins í þessum efnum. Farþegar frá öðrum löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, eins og Kanada, Rússlandi og Tyrklandi þurfa hins vegar að sæta nákvæmri leit. Hún er ekki tilkomin vegna Schengen-samstarfsins. Með nákvæmri leit er meðal annars átt við að handfarangur er skimaður og leitað er að vopnum á farþegum.

Vegna aðildar Íslands að Schengen-samstarfinu árið 2001 hefur eftirlit með flugfarþegum til og frá ríkjum sem standa utan Schengen þó einnig aukist. Farþegar sem koma til Íslands frá Bandaríkjunum eru að koma inn á Schengen-svæðið og eftirlit með þeim hefur því verið hert.

Með Schengen-samningnum er eftirlit með ferðum einstaklinga á innri landamærum samningsríkjanna fellt niður en eftirlitið á ytri landamærum Schengen-svæðisins styrkt. Nánar er fjallað um Schengen-samstarfið í svörum Evrópuvefsins við spurningunum Hvað felst í Schengen-samstarfinu og þarf ég vegabréf til að ferðast innan Schengen-svæðisins? og Hverjar yrðu helstu breytingar fyrir Íslendinga, ef landið segði sig úr Schengen-samstarfinu?

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Í flughöfnum í öllum Schengen-ríkjum, þar með talið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, er skilið á milli farþega sem fljúga innan Schengen-svæðisins og þeirra sem fljúga til eða frá ríki sem er utan Schengen-samstarfsins. Allir sem koma inn á Schengen-svæðið fara í gegnum vegabréfaeftirlit við komu til fyrsta ríkis á svæðinu en eftir það er ekki um frekara eftirlit að ræða. Þau ríki sem þetta á helst við í reglubundnum flugsamgöngum við Ísland eru Bandaríkin, Bretland og Kanada. Með tilkomu Schengen-samstarfsins þurfa farþegar á leið til eða frá þessum ríkjum að gangast undir persónubundið eftirlit á landamærum Íslands. Það á jafnt við þótt þeir fari ekki út fyrir flugstöðina og taki tengiflug með aðeins stuttri viðkomu á Keflavíkurflugvelli.

Heimildir og mynd:


Höfundur þakkar Friðþóri Eydal, fulltrúi yfirstjórnar og talsmaður Isavia, fyrir yfirlestur og ábendingar.

Höfundur

Brynhildur Ingimarsdóttir

alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum

Útgáfudagur

22.11.2013

Spyrjandi

Guðbjörg Soffía

Tilvísun

Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hvers vegna þarf að framkvæma nákvæma leit á flugfarþegum eftir að þeir eru komnir til Íslands frá Bandaríkjunum?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2013. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=27332.

Brynhildur Ingimarsdóttir. (2013, 22. nóvember). Hvers vegna þarf að framkvæma nákvæma leit á flugfarþegum eftir að þeir eru komnir til Íslands frá Bandaríkjunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=27332

Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hvers vegna þarf að framkvæma nákvæma leit á flugfarþegum eftir að þeir eru komnir til Íslands frá Bandaríkjunum?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2013. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=27332>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna þarf að framkvæma nákvæma leit á flugfarþegum eftir að þeir eru komnir til Íslands frá Bandaríkjunum?
Um tíma var framkvæmd svonefnd nákvæm leit á flugfarþegum sem komu frá Bandaríkjunum til Íslands en svo er ekki lengur. Ástæðan er sú að Bandaríkin komu til móts við kröfur Evrópusambandsins í þessum efnum. Farþegar frá öðrum löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, eins og Kanada, Rússlandi og Tyrklandi þurfa hins vegar að sæta nákvæmri leit. Hún er ekki tilkomin vegna Schengen-samstarfsins. Með nákvæmri leit er meðal annars átt við að handfarangur er skimaður og leitað er að vopnum á farþegum.

Vegna aðildar Íslands að Schengen-samstarfinu árið 2001 hefur eftirlit með flugfarþegum til og frá ríkjum sem standa utan Schengen þó einnig aukist. Farþegar sem koma til Íslands frá Bandaríkjunum eru að koma inn á Schengen-svæðið og eftirlit með þeim hefur því verið hert.

Með Schengen-samningnum er eftirlit með ferðum einstaklinga á innri landamærum samningsríkjanna fellt niður en eftirlitið á ytri landamærum Schengen-svæðisins styrkt. Nánar er fjallað um Schengen-samstarfið í svörum Evrópuvefsins við spurningunum Hvað felst í Schengen-samstarfinu og þarf ég vegabréf til að ferðast innan Schengen-svæðisins? og Hverjar yrðu helstu breytingar fyrir Íslendinga, ef landið segði sig úr Schengen-samstarfinu?

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Í flughöfnum í öllum Schengen-ríkjum, þar með talið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, er skilið á milli farþega sem fljúga innan Schengen-svæðisins og þeirra sem fljúga til eða frá ríki sem er utan Schengen-samstarfsins. Allir sem koma inn á Schengen-svæðið fara í gegnum vegabréfaeftirlit við komu til fyrsta ríkis á svæðinu en eftir það er ekki um frekara eftirlit að ræða. Þau ríki sem þetta á helst við í reglubundnum flugsamgöngum við Ísland eru Bandaríkin, Bretland og Kanada. Með tilkomu Schengen-samstarfsins þurfa farþegar á leið til eða frá þessum ríkjum að gangast undir persónubundið eftirlit á landamærum Íslands. Það á jafnt við þótt þeir fari ekki út fyrir flugstöðina og taki tengiflug með aðeins stuttri viðkomu á Keflavíkurflugvelli.

Heimildir og mynd:


Höfundur þakkar Friðþóri Eydal, fulltrúi yfirstjórnar og talsmaður Isavia, fyrir yfirlestur og ábendingar....