Niðurstöður dr. Reynolds sýna að hjarta stórhvela slær einungis um 5-6 slög á mínútu og þegar skepnunar kafa þá hægist enn frekar á hjartslættinum. Þegar hvalirnir kafa niður á 100 metra dýpi fer tíðnin niður í 3 slög á mínútu. Með hægari hjartslætti er hægt að varðveita súrefni lengur. Þó að rannsóknir Reynolds hafi beinst að hnúfubökum þá er hægt að fullyrða að hjartsláttartíðni steypireyðarinnar er mjög svipuð þar sem gott samband er á milli hjartsláttar og stærðar. Þess má geta að dr. Reynolds tók þátt í að hanna fyrsta hjartagangráðinn árið 1958. Hann hefur unnið að margvíslegum rannsóknum á starfsemi hjartans, meðal annars athugað viðbrögð þess við iðkun ýmissa íþróttagreina og hann tók þátt í leiðangri upp á Everesttind til að kanna áhrif háfjallalofts á starfsemi hjartans. Myndin er fengin af vefsetrinu MESA.
Hvað slær hjarta fullorðinnar steypireyðar mörg slög á mínútu?
Niðurstöður dr. Reynolds sýna að hjarta stórhvela slær einungis um 5-6 slög á mínútu og þegar skepnunar kafa þá hægist enn frekar á hjartslættinum. Þegar hvalirnir kafa niður á 100 metra dýpi fer tíðnin niður í 3 slög á mínútu. Með hægari hjartslætti er hægt að varðveita súrefni lengur. Þó að rannsóknir Reynolds hafi beinst að hnúfubökum þá er hægt að fullyrða að hjartsláttartíðni steypireyðarinnar er mjög svipuð þar sem gott samband er á milli hjartsláttar og stærðar. Þess má geta að dr. Reynolds tók þátt í að hanna fyrsta hjartagangráðinn árið 1958. Hann hefur unnið að margvíslegum rannsóknum á starfsemi hjartans, meðal annars athugað viðbrögð þess við iðkun ýmissa íþróttagreina og hann tók þátt í leiðangri upp á Everesttind til að kanna áhrif háfjallalofts á starfsemi hjartans. Myndin er fengin af vefsetrinu MESA.
Útgáfudagur
23.9.2002
Spyrjandi
Gestur Grjetarsson
Tilvísun
Jón Már Halldórsson. „Hvað slær hjarta fullorðinnar steypireyðar mörg slög á mínútu?“ Vísindavefurinn, 23. september 2002, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2735.
Jón Már Halldórsson. (2002, 23. september). Hvað slær hjarta fullorðinnar steypireyðar mörg slög á mínútu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2735
Jón Már Halldórsson. „Hvað slær hjarta fullorðinnar steypireyðar mörg slög á mínútu?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2002. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2735>.