Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er nýjasta gagnrýnin á kenningu Piagets?

Sigurður J. Grétarsson

Ekki er auðvelt að dæma um hvað sé glænýjast í gagnrýni á Piaget, en sjálfsagt mál og athyglisvert að gera í nokkrum orðum grein fyrir gagnrýni á kenninguna. Fyrst er að tiltaka að rit Piagets eru mikil að vöxtum og rannsóknir hans margar. Nokkurrar þróunar gætti í skrifum hans. Hann brást við gagnrýni og tók þátt í umræðu um eigin kenningar á langri starfsævi. Það er því ekki alltaf ljóst hvað eigi að telja „kenningu Piagets.“

Hann stóð þó óumdeilanlega fyrir kenningum um að vitsmunaþroski byggist á rökrænum aðgerðum, hann væri tiltölulega almennur, hlyti að eiga sér stað í tiltekinni röð og fylgdi í raun stigskiptingu. Sama hvað mönnum þykir um kenningar hans er engum blöðum um það að fletta að hann vakti athygli á fjölmörgu í hugsunarþroska barna sem kom á óvart, bæði smábarna og eldri barna. Þær niðurstöður hafa verið áreiðanlegar og komið fram hvað eftir annað - hvernig sem menn svo vilja túlka þær.

Rannsóknir sem beinast að eða byggjast á hugmyndum Piagets skipta örugglega þúsundum, sennilega tugþúsundum. Algengasta gagnrýni á Piaget beinist að hugmyndum hans um þroskastig. Allir eru sammála um að greina megi stigsmun á þroska eftir aldri barna, en afar margir efast um að þau stig sem Piaget tilgreinir séu annað en lýsing á flóknu ástandi. Með öðrum orðum er efast um skýringargildi hugtakanna. Til glöggvunar má taka sem dæmi að hugtakið styrjaldatímar útskýrir ekki fyrir sagnfræðingum af hverju styrjöld geisar þó hugtakið geti brugðið dálitlu ljósi á flókið ástand, til dæmis greint það frá friðartímum. Stig hlutbundinna aðgerða er orð sem lýsir tilteknum tilhneigingum í hugsunarhætti barna á tilteknum aldri. En skýrir það þessar tilhneigingar?

Hugtök Piagets lýsa sem sé þroska og þróun, en skýra þau hann? Eru samlögun og aðhæfing nokkuð annað en sundurgreining og alhæfing? Hvernig er unnt að staðfesta að þau hugtök skýri þróun skema og rökaðgerða betur en nokkuð annað? Sú framvinda sem Piaget telur orsaka breytingar á þroska er þannig gagnrýnd fyrir óljósa tengingu við hlutveruleikann.

Einnig hafa þroskahugtök hans iðulega sætt gagnrýni fyrir óljóst samband við frammistöðu á öðrum sviðum en nákvæmlega því sem Piaget prófar. Þroskaframvinda eins og hann lýsir henni hefur veika almenna fylgni við nánast hvaðeina sem lýtur að hugsun og skyldi engan undra. En samsvörun innan hvers stigs og samsvörun við athafnir - að ekki sé rætt um athafnir einstakra barna - er miklu veikari.

Skyld er sú gagnrýni að kenningar hans líti um of framhjá menningu, félagslífi og tilfinningum. Ofmælt er að Piaget hafi hunsað þessi atriði, en óhætt að segja að fjölmargir fræðimenn hafa gert menningu, tungumáli og tilfinningum hærra undir höfði en hann gerði í umfjöllun um vitsmunaþroska - og haft erindi sem erfiði.

Piaget vanmat líka iðulega getu barna. Rannsóknaspurningar hans og þrautir, sem hann taldi leiða í ljós getu eða vangetu, voru oft of þungar. Við nánari athugun hefur komið í ljós að yngri börn ráða við verkefnin, séu þau aðeins löguð til án þess að eðli þeirra breytist. Piaget tók tillit til sumra þessara gagnrýnisradda. Til dæmis er greinilegt að hugmyndir hans um afdráttarlausan almennan þroska breyttust með árunum og hann gerir þá grein fyrir möguleikum á að þroski geti verið ólíkur eftir sviðum. Einnig verður umfjöllun hans um þær rökaðgerðir sem hann telur undirstöðu þroska sveigjanlegri. Rétt er líka að benda á að hann var aldrei sjálfur neinn ákafamaður um hagnýtingu kenninga sinna í kennslu eða skólastarfi. Hann efaðist til dæmis um að þær mætti nýta til þess að herða á þroska barna.

Þegar spurt er um nýja gagnrýni á Piaget er líklegast að einhver tilbrigði við ofangreind stef séu efst á baugi. Einnig má nefna að margir sem nú rannsaka þroska barna biðja einfaldlega um að áhrifum hans á rannsóknasnið linni. Nóg sé komið af rannsóknum sem sýna að eitt sviðið enn, hugmyndir barna um himin, jörð, fólk, matreiðslu, tónlist og dýr - hvað sem er - falla í stórum dráttum að stigskiptingu samkvæmt aldursviðmiðum Piagets.

Þá telja menn vert að beina huganum að einhverju öðru, til dæmis þætti menningar, tungumáls og tilfinninga í vitsmunaþroska. Einnig er vert að huga að því að umræðan um kenningar Piagets er ekki milli afdráttarlausra aðdáenda eða lærisveina hans annars vegar og harðskeyttra andstæðinga hins vegar. Allmargir sem taka undir ofangreinda gagnrýni byggja nýjar þroskakenningar einmitt að hluta á hugmyndum Piagets. Fyrir þeim er aðalatriði hvernig börn smíða sér hugmyndaheim í tiltekinni röð og samkvæmt tiltekinni formgerð þó að einstakir þættir kenninganna verði á annan veg en hjá Piaget. Einnig stendur ekki á þeim sem vilja gera þátt menningar, sérstaklega tungumáls, í mótun hugsunar stærri en Piaget gerði, að viðurkenna margvíslegt framlag hans til rannsókna á þroska. Hér er því uppi á teningnum líkt og oft þegar spurt er skýrrar og sakleysislegrar spurningar: Það er ekki til eitt einhlítt svar. Svarið flækir því málið!

Höfundur

Sigurður J. Grétarsson

prófessor í sálarfræði við HÍ

Útgáfudagur

24.9.2002

Spyrjandi

Fríða Björk Másdóttir

Tilvísun

Sigurður J. Grétarsson. „Hver er nýjasta gagnrýnin á kenningu Piagets?“ Vísindavefurinn, 24. september 2002, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2736.

Sigurður J. Grétarsson. (2002, 24. september). Hver er nýjasta gagnrýnin á kenningu Piagets? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2736

Sigurður J. Grétarsson. „Hver er nýjasta gagnrýnin á kenningu Piagets?“ Vísindavefurinn. 24. sep. 2002. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2736>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er nýjasta gagnrýnin á kenningu Piagets?
Ekki er auðvelt að dæma um hvað sé glænýjast í gagnrýni á Piaget, en sjálfsagt mál og athyglisvert að gera í nokkrum orðum grein fyrir gagnrýni á kenninguna. Fyrst er að tiltaka að rit Piagets eru mikil að vöxtum og rannsóknir hans margar. Nokkurrar þróunar gætti í skrifum hans. Hann brást við gagnrýni og tók þátt í umræðu um eigin kenningar á langri starfsævi. Það er því ekki alltaf ljóst hvað eigi að telja „kenningu Piagets.“

Hann stóð þó óumdeilanlega fyrir kenningum um að vitsmunaþroski byggist á rökrænum aðgerðum, hann væri tiltölulega almennur, hlyti að eiga sér stað í tiltekinni röð og fylgdi í raun stigskiptingu. Sama hvað mönnum þykir um kenningar hans er engum blöðum um það að fletta að hann vakti athygli á fjölmörgu í hugsunarþroska barna sem kom á óvart, bæði smábarna og eldri barna. Þær niðurstöður hafa verið áreiðanlegar og komið fram hvað eftir annað - hvernig sem menn svo vilja túlka þær.

Rannsóknir sem beinast að eða byggjast á hugmyndum Piagets skipta örugglega þúsundum, sennilega tugþúsundum. Algengasta gagnrýni á Piaget beinist að hugmyndum hans um þroskastig. Allir eru sammála um að greina megi stigsmun á þroska eftir aldri barna, en afar margir efast um að þau stig sem Piaget tilgreinir séu annað en lýsing á flóknu ástandi. Með öðrum orðum er efast um skýringargildi hugtakanna. Til glöggvunar má taka sem dæmi að hugtakið styrjaldatímar útskýrir ekki fyrir sagnfræðingum af hverju styrjöld geisar þó hugtakið geti brugðið dálitlu ljósi á flókið ástand, til dæmis greint það frá friðartímum. Stig hlutbundinna aðgerða er orð sem lýsir tilteknum tilhneigingum í hugsunarhætti barna á tilteknum aldri. En skýrir það þessar tilhneigingar?

Hugtök Piagets lýsa sem sé þroska og þróun, en skýra þau hann? Eru samlögun og aðhæfing nokkuð annað en sundurgreining og alhæfing? Hvernig er unnt að staðfesta að þau hugtök skýri þróun skema og rökaðgerða betur en nokkuð annað? Sú framvinda sem Piaget telur orsaka breytingar á þroska er þannig gagnrýnd fyrir óljósa tengingu við hlutveruleikann.

Einnig hafa þroskahugtök hans iðulega sætt gagnrýni fyrir óljóst samband við frammistöðu á öðrum sviðum en nákvæmlega því sem Piaget prófar. Þroskaframvinda eins og hann lýsir henni hefur veika almenna fylgni við nánast hvaðeina sem lýtur að hugsun og skyldi engan undra. En samsvörun innan hvers stigs og samsvörun við athafnir - að ekki sé rætt um athafnir einstakra barna - er miklu veikari.

Skyld er sú gagnrýni að kenningar hans líti um of framhjá menningu, félagslífi og tilfinningum. Ofmælt er að Piaget hafi hunsað þessi atriði, en óhætt að segja að fjölmargir fræðimenn hafa gert menningu, tungumáli og tilfinningum hærra undir höfði en hann gerði í umfjöllun um vitsmunaþroska - og haft erindi sem erfiði.

Piaget vanmat líka iðulega getu barna. Rannsóknaspurningar hans og þrautir, sem hann taldi leiða í ljós getu eða vangetu, voru oft of þungar. Við nánari athugun hefur komið í ljós að yngri börn ráða við verkefnin, séu þau aðeins löguð til án þess að eðli þeirra breytist. Piaget tók tillit til sumra þessara gagnrýnisradda. Til dæmis er greinilegt að hugmyndir hans um afdráttarlausan almennan þroska breyttust með árunum og hann gerir þá grein fyrir möguleikum á að þroski geti verið ólíkur eftir sviðum. Einnig verður umfjöllun hans um þær rökaðgerðir sem hann telur undirstöðu þroska sveigjanlegri. Rétt er líka að benda á að hann var aldrei sjálfur neinn ákafamaður um hagnýtingu kenninga sinna í kennslu eða skólastarfi. Hann efaðist til dæmis um að þær mætti nýta til þess að herða á þroska barna.

Þegar spurt er um nýja gagnrýni á Piaget er líklegast að einhver tilbrigði við ofangreind stef séu efst á baugi. Einnig má nefna að margir sem nú rannsaka þroska barna biðja einfaldlega um að áhrifum hans á rannsóknasnið linni. Nóg sé komið af rannsóknum sem sýna að eitt sviðið enn, hugmyndir barna um himin, jörð, fólk, matreiðslu, tónlist og dýr - hvað sem er - falla í stórum dráttum að stigskiptingu samkvæmt aldursviðmiðum Piagets.

Þá telja menn vert að beina huganum að einhverju öðru, til dæmis þætti menningar, tungumáls og tilfinninga í vitsmunaþroska. Einnig er vert að huga að því að umræðan um kenningar Piagets er ekki milli afdráttarlausra aðdáenda eða lærisveina hans annars vegar og harðskeyttra andstæðinga hins vegar. Allmargir sem taka undir ofangreinda gagnrýni byggja nýjar þroskakenningar einmitt að hluta á hugmyndum Piagets. Fyrir þeim er aðalatriði hvernig börn smíða sér hugmyndaheim í tiltekinni röð og samkvæmt tiltekinni formgerð þó að einstakir þættir kenninganna verði á annan veg en hjá Piaget. Einnig stendur ekki á þeim sem vilja gera þátt menningar, sérstaklega tungumáls, í mótun hugsunar stærri en Piaget gerði, að viðurkenna margvíslegt framlag hans til rannsókna á þroska. Hér er því uppi á teningnum líkt og oft þegar spurt er skýrrar og sakleysislegrar spurningar: Það er ekki til eitt einhlítt svar. Svarið flækir því málið!

...