Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur krækilyng verið rannsakað hér á landi?

Ásdís Helga Bjarnadóttir

Ekki hafa verið gerðar neinar vísindalegar rannsóknir á krækilyngi (Empetrum nigrum) hér á landi að því að best er vitað. Þó er ljóst, eins og fram kemur í Plöntuhandbók Harðar Kristinssonar, að til eru tvær deilitegundir krækilyngs. Önnur þeirra (ssp. nigrum) hefur einkynja blóm og finnst aðeins á láglendi. Hin (ssp. hermaphroditum) hefur tvíkynja blóm og grófari blöð, og er sú deilitegund miklu algengari hér, bæði til fjalla og á láglendi. Ber hún stærri ber og hanga frævlarnir venjulega enn á þeim þegar þau eru þroskuð.

Athugun hefur verið gerð á vaxtarhegðun aðalbláberjalyngs á Vestfjörðum og skrifaði Bjarni Guðmundsson um það í ársrit Skógræktarfélagsins árið 1994.

Í gegnum úttektir Náttúrufræðistofnunar hafa safnast upplýsingar um útbreiðslu krækilyngs eins og annarra plantna en ekki er vitað til þess að sérstakar rannsóknir hafi verið gerðar á berjalyngi fyrir utan það sem nefnt er hér að ofan.

Höfundur

Lífrænni miðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri

Útgáfudagur

25.9.2002

Spyrjandi

Ólafur H. Einarsson

Tilvísun

Ásdís Helga Bjarnadóttir. „Hefur krækilyng verið rannsakað hér á landi?“ Vísindavefurinn, 25. september 2002, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2741.

Ásdís Helga Bjarnadóttir. (2002, 25. september). Hefur krækilyng verið rannsakað hér á landi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2741

Ásdís Helga Bjarnadóttir. „Hefur krækilyng verið rannsakað hér á landi?“ Vísindavefurinn. 25. sep. 2002. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2741>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur krækilyng verið rannsakað hér á landi?
Ekki hafa verið gerðar neinar vísindalegar rannsóknir á krækilyngi (Empetrum nigrum) hér á landi að því að best er vitað. Þó er ljóst, eins og fram kemur í Plöntuhandbók Harðar Kristinssonar, að til eru tvær deilitegundir krækilyngs. Önnur þeirra (ssp. nigrum) hefur einkynja blóm og finnst aðeins á láglendi. Hin (ssp. hermaphroditum) hefur tvíkynja blóm og grófari blöð, og er sú deilitegund miklu algengari hér, bæði til fjalla og á láglendi. Ber hún stærri ber og hanga frævlarnir venjulega enn á þeim þegar þau eru þroskuð.

Athugun hefur verið gerð á vaxtarhegðun aðalbláberjalyngs á Vestfjörðum og skrifaði Bjarni Guðmundsson um það í ársrit Skógræktarfélagsins árið 1994.

Í gegnum úttektir Náttúrufræðistofnunar hafa safnast upplýsingar um útbreiðslu krækilyngs eins og annarra plantna en ekki er vitað til þess að sérstakar rannsóknir hafi verið gerðar á berjalyngi fyrir utan það sem nefnt er hér að ofan. ...