Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Lifa hagamýs á húsamúsum?

Jón Már Halldórsson

Þessari spurningu verður að svara neitandi, hagamýs lifa ekki á húsamúsum. Hagamýs og húsamýs eru miklir tækifærissinnar í fæðuvali og éta flest það sem tönn á festir eins og ýmiskonar fræ og ber. Ber sortulyngs eru í miklu uppáhaldi hjá hagamúsum. Hagamýs éta reyndar fjölmargar tegundir hryggleysingja og leggjast á hræ. Ef þær komast inn í híbýli manna reyna þær gjarnan að laumast í búrskápa þar sem matur er geymdur.

Eftir minni bestu vitnesku eru ekki til neinar heimildir um að hagamýs hafi ráðist á húsamýs og étið þær, en eflaust leggst hvor tegundin um sig á þau hræ sem þær komast í tæri við, hvort sem það eru músahræ eða annars konar hræ. Ekki er höfundi kunnugt um hvernig samkeppni á milli þessara tegunda er háttað hér á landi en tegundirnar eru mjög áþekkar að stærð.

Mynd af hagamús: Universiteit Antwerpen - Evolutionary Biology Group

Mynd af húsamús: Purdue University

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.9.2002

Spyrjandi

Rafn Erlingsson, f. 1991

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Lifa hagamýs á húsamúsum?“ Vísindavefurinn, 30. september 2002, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2745.

Jón Már Halldórsson. (2002, 30. september). Lifa hagamýs á húsamúsum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2745

Jón Már Halldórsson. „Lifa hagamýs á húsamúsum?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2002. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2745>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Lifa hagamýs á húsamúsum?
Þessari spurningu verður að svara neitandi, hagamýs lifa ekki á húsamúsum. Hagamýs og húsamýs eru miklir tækifærissinnar í fæðuvali og éta flest það sem tönn á festir eins og ýmiskonar fræ og ber. Ber sortulyngs eru í miklu uppáhaldi hjá hagamúsum. Hagamýs éta reyndar fjölmargar tegundir hryggleysingja og leggjast á hræ. Ef þær komast inn í híbýli manna reyna þær gjarnan að laumast í búrskápa þar sem matur er geymdur.

Eftir minni bestu vitnesku eru ekki til neinar heimildir um að hagamýs hafi ráðist á húsamýs og étið þær, en eflaust leggst hvor tegundin um sig á þau hræ sem þær komast í tæri við, hvort sem það eru músahræ eða annars konar hræ. Ekki er höfundi kunnugt um hvernig samkeppni á milli þessara tegunda er háttað hér á landi en tegundirnar eru mjög áþekkar að stærð.

Mynd af hagamús: Universiteit Antwerpen - Evolutionary Biology Group

Mynd af húsamús: Purdue University...