Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Vísindalegar heimildir eru mjög af skornum skammti varðandi tengsl eplaediks og fitubrennslu. Svo virðist sem þau áhrif sem ætluð eru eplaediki eigi ekki við vísindaleg rök að styðjast, enn sem komið er að minnsta kosti.
Hefðbundna ráðleggingin er sú að blanda 1-2 skeiðum af eplaediki út í vatn fyrir máltíð og á umbúðum hylkjanna er ráðlagt að drekka mikið af vatni með. Vatnsdrykkja fyrir máltíð er þekkt aðferð til þess að reyna að draga úr matarlyst og þannig gætu áhrifin á þyngdartap verið tilkomin. Það er þó einnig þekkt að ediksýra, til dæmis í salatsósu, sem neytt er í máltíð hefur jákvæð áhrif á meltinguna og gæti þannig hugsanlega einnig dregið úr matarlyst. Bein áhrif á fitubrennslu eru þó mjög líklega hverfandi. Vert er að taka fram að ekkert einstakt efni getur „brætt“ af okkur fituna eða brennt þær hitaeiningarnar sem við neytum.
Edik verður til við oxun (gerjun) á alkóhóli, það er þegar alkóhól hvarfast við súrefni með hjálp gerla. Margar mismunandi tegundir af ediki eru til sem styðjast við mismunandi tegundir af áfengi sem grunn, eplavín er þannig grunnur eplaediks.
Edik hefur um langan aldur verið talið heilsubótarefni í mörgum þjóðfélögum, bæði sem forvörn auk þess að hafa læknandi eiginleika. Um margra alda skeið hefur edik einnig þjónað hlutverki rotvarnarefnis, krydds, hreinsiefnis og fegrunarlyfs; það hefur verið notað útvortis ekki síður en innvortis. Það er þó langt í land með að allir þeir kostir sem edik er talið búa yfir, hafi verið kannaðir til fulls vísindalega.
Bryndís Eva Birgisdóttir. „Hafa eplaedikstöflur einhver áhrif á fitubrennslu?“ Vísindavefurinn, 3. október 2002, sótt 13. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2752.
Bryndís Eva Birgisdóttir. (2002, 3. október). Hafa eplaedikstöflur einhver áhrif á fitubrennslu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2752
Bryndís Eva Birgisdóttir. „Hafa eplaedikstöflur einhver áhrif á fitubrennslu?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2002. Vefsíða. 13. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2752>.