Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er rétt íslenska að nota 'hvar' og 'hvaðan' þar sem oftast er notað 'þar sem'?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin er svona í fullri lengd:

Er "rétt" íslenska að nota "hvar" og "hvaðan" þar sem ("hvar") oftast er notað "þar sem"? Annað dæmi: ...hvaðan nöfn vinningshafanna verða dregin út.

Orðið hvar er atviksorð sem notað er þegar spurt er um stað, t.d.: „Hvar á hann heima?”, „Hvar eigum við að hittast?”. Orðið hvaðan er einnig spurnaratviksorð notað um hreyfingu eða stefnu frá einhverjum stað eða úr einhverri átt, t.d.: ,,Hvaðan kemur þú?" Þá væri hægt að svara: „Ég kem héðan og hvaðan”, þ.e. frá ýmsum stöðum. „Hvaðan blæs vindurinn núna?”, þ.e. úr hvaða átt blæs vindurinn?. Þar í sambandinu þar sem er einnig atviksorð og táknar dvöl á stað. Þá er ekki um spurningu að ræða. Ef aftur er spurt: „Hvar á hann heima?” gæti svarið verið: „Í húsinu þar sem foreldrar hans búa.” Því er ekki hægt að nota hvar eða hvaðan í stað þar sem.

Tilefni spurningarinnar er sennilega erlend áhrif því að í ýmsum tungumálum í kringum okkur er til dæmis notað sama orð fyrir spurnaratviksorðið "hvar" og orðasambandið "þar sem". Þannig mundu Danir segja "hvor" í stað orðanna "þar sem" í dæminu hér á undan og í ensku væri sagt "where".

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

4.10.2002

Spyrjandi

Sara Stefánsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er rétt íslenska að nota 'hvar' og 'hvaðan' þar sem oftast er notað 'þar sem'?“ Vísindavefurinn, 4. október 2002, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2761.

Guðrún Kvaran. (2002, 4. október). Er rétt íslenska að nota 'hvar' og 'hvaðan' þar sem oftast er notað 'þar sem'? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2761

Guðrún Kvaran. „Er rétt íslenska að nota 'hvar' og 'hvaðan' þar sem oftast er notað 'þar sem'?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2002. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2761>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er rétt íslenska að nota 'hvar' og 'hvaðan' þar sem oftast er notað 'þar sem'?
Spurningin er svona í fullri lengd:

Er "rétt" íslenska að nota "hvar" og "hvaðan" þar sem ("hvar") oftast er notað "þar sem"? Annað dæmi: ...hvaðan nöfn vinningshafanna verða dregin út.

Orðið hvar er atviksorð sem notað er þegar spurt er um stað, t.d.: „Hvar á hann heima?”, „Hvar eigum við að hittast?”. Orðið hvaðan er einnig spurnaratviksorð notað um hreyfingu eða stefnu frá einhverjum stað eða úr einhverri átt, t.d.: ,,Hvaðan kemur þú?" Þá væri hægt að svara: „Ég kem héðan og hvaðan”, þ.e. frá ýmsum stöðum. „Hvaðan blæs vindurinn núna?”, þ.e. úr hvaða átt blæs vindurinn?. Þar í sambandinu þar sem er einnig atviksorð og táknar dvöl á stað. Þá er ekki um spurningu að ræða. Ef aftur er spurt: „Hvar á hann heima?” gæti svarið verið: „Í húsinu þar sem foreldrar hans búa.” Því er ekki hægt að nota hvar eða hvaðan í stað þar sem.

Tilefni spurningarinnar er sennilega erlend áhrif því að í ýmsum tungumálum í kringum okkur er til dæmis notað sama orð fyrir spurnaratviksorðið "hvar" og orðasambandið "þar sem". Þannig mundu Danir segja "hvor" í stað orðanna "þar sem" í dæminu hér á undan og í ensku væri sagt "where"....