Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Árfætlur (copepoda) eru algeng krabbadýr sem lifa víða. Þær finnast jafnt í sjó sem ferskvatni, í stöðuvötnum, straumvatni og jafnvel í rökum jarðvegi og mosa. Í vistkerfi sjávar gegna þær mikilvægu hlutverki, meðal annars eru þær fæða fiskilirfa.
Algengasta tegund árfætlu í hafinu umhverfis Ísland er rauðátan (Calanus finmarchicus). Rauðátan lifir aðallega á sviflægum þörungum en einnig á öðrum lífrænum ögnum sem fljóta í sjónum. Á vorin er mest af sviflægum þörungum í hafinu kringum Ísland. Á sama tíma fjölgar árfætlum einnig mikið vegna þess að fæðuframboðið eykst.
Vatnaflær (Cladocera) eru mjög algengar í vötnum hér á landi. Þær eru flestar mjög smáar, eða minni en 1 mm. Þessi hópur krabbadýra lifir nær eingöngu í fersku vatni og þá aðallega í stöðuvötnum. Vatnaflær hafa 4-6 pör af fótum sem þeir slá til reglubundið, 200-300 sinnum á mínútu. Þannig synda þær áfram og mynda á þann hátt vatnsstraum að munninum. Með straumnum berast ýmsar fæðuagnir. Rannsóknir á fæðu vatnaflóa í Bandaríkjunum hafa sýnt að helsta fæða þeirra, fyrir utan lífrænar leifar sem fljóta um í vatnsmassanum, eru þörungar og ýmsar tegundir einfruma dýra og rotifera.
Myndirnar eru fengnar af vefsetrunum IIE og UCSD.
Jón Már Halldórsson. „Á hverju nærast vatnaflær eða árfætlur?“ Vísindavefurinn, 7. október 2002, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2763.
Jón Már Halldórsson. (2002, 7. október). Á hverju nærast vatnaflær eða árfætlur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2763
Jón Már Halldórsson. „Á hverju nærast vatnaflær eða árfætlur?“ Vísindavefurinn. 7. okt. 2002. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2763>.