Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar er Ætternisstapi?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Ætternisstapi er ekki til sem örnefni á Íslandi og er af ýmsum talinn aðeins goðsöguleg hugmynd. Hann kemur fyrir í Gautreks sögu, sem er ein af Fornaldarsögum Norðurlanda.

Gauti konungur á Vestra-Gautlandi er á ferð og kemur að bóndabæ. Snotra dóttir bónda segir konungi eftirfarandi:
Hér er sá hamar við bæ vorn, er heitir Gillingshamar, og þar í hjá er stapi sá, er vér köllum Ætternisstapa. Hann er svo hár og það flug fyrir ofan, að það kvikindi hefir ekki líf, er þar gengur fyrir niður. Því heitir það Ætternisstapi, að þar með fækkum vér vort ætterni, þegar oss þykir stór kynsl við bera, og deyja þar allir vorir foreldrar fyrir utan alla sótt og fara þá til Óðins, og þurfum vér af engu voru foreldri þyngsl að hafa né þrjósku, því að þessi sældarstaður hefir öllum verið jafnfrjáls vorum ættmönnum, og þurfum eigi að lifa við fjártjón og fæðsluleysi né engi önnur kynsl eða býsn, þótt hér beri til handa. (1. kap.) (kynsl = undur).
Í sænsku er til orðið ättestupa um stapa sem eru í Svíþjóð. Bera þeir nöfn eins og Valhall, Valshalla eða Odensberg og eru oft nærri stöðum sem kenndir eru við Óðin (Onsjö, Odens damm o.s.frv.).

Þess eru dæmi úr heimildum að sjúklingar og gamalmenni voru deydd þegar hart var í ári. Þannig segir í viðauka Skarðsárbókar Landnámu um hallæri, sem líklega varð hér á landi 976: „Sumir létu drepa gamalmenni og ómaga og hrinda fyrir hamra.“

Orðasambandið „að ganga fyrir ætternisstapa“ merkir bæði 'að farga sér' og 'að deyja' með öðrum hætti og á vafalaust rætur að rekja til Gautreks sögu.

Heimildir:
  • Gautreks saga. Fornaldarsögur Norðurlanda IV:5-10. Íslendingasagnaútgáfan.
  • Ättestupa. Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder. XX: 601-602. Rosenkilde og Bagger, 1976.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

7.10.2002

Spyrjandi

Hálfdán Helgason

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvar er Ætternisstapi?“ Vísindavefurinn, 7. október 2002, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2764.

Svavar Sigmundsson. (2002, 7. október). Hvar er Ætternisstapi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2764

Svavar Sigmundsson. „Hvar er Ætternisstapi?“ Vísindavefurinn. 7. okt. 2002. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2764>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar er Ætternisstapi?
Ætternisstapi er ekki til sem örnefni á Íslandi og er af ýmsum talinn aðeins goðsöguleg hugmynd. Hann kemur fyrir í Gautreks sögu, sem er ein af Fornaldarsögum Norðurlanda.

Gauti konungur á Vestra-Gautlandi er á ferð og kemur að bóndabæ. Snotra dóttir bónda segir konungi eftirfarandi:
Hér er sá hamar við bæ vorn, er heitir Gillingshamar, og þar í hjá er stapi sá, er vér köllum Ætternisstapa. Hann er svo hár og það flug fyrir ofan, að það kvikindi hefir ekki líf, er þar gengur fyrir niður. Því heitir það Ætternisstapi, að þar með fækkum vér vort ætterni, þegar oss þykir stór kynsl við bera, og deyja þar allir vorir foreldrar fyrir utan alla sótt og fara þá til Óðins, og þurfum vér af engu voru foreldri þyngsl að hafa né þrjósku, því að þessi sældarstaður hefir öllum verið jafnfrjáls vorum ættmönnum, og þurfum eigi að lifa við fjártjón og fæðsluleysi né engi önnur kynsl eða býsn, þótt hér beri til handa. (1. kap.) (kynsl = undur).
Í sænsku er til orðið ättestupa um stapa sem eru í Svíþjóð. Bera þeir nöfn eins og Valhall, Valshalla eða Odensberg og eru oft nærri stöðum sem kenndir eru við Óðin (Onsjö, Odens damm o.s.frv.).

Þess eru dæmi úr heimildum að sjúklingar og gamalmenni voru deydd þegar hart var í ári. Þannig segir í viðauka Skarðsárbókar Landnámu um hallæri, sem líklega varð hér á landi 976: „Sumir létu drepa gamalmenni og ómaga og hrinda fyrir hamra.“

Orðasambandið „að ganga fyrir ætternisstapa“ merkir bæði 'að farga sér' og 'að deyja' með öðrum hætti og á vafalaust rætur að rekja til Gautreks sögu.

Heimildir:
  • Gautreks saga. Fornaldarsögur Norðurlanda IV:5-10. Íslendingasagnaútgáfan.
  • Ättestupa. Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder. XX: 601-602. Rosenkilde og Bagger, 1976.
...