Sólin Sólin Rís 03:23 • sest 23:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:45 • Sest 03:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:14 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 22:59 í Reykjavík

Hvað er alkaloid og hvernig er það íslenskað?

Einar Örn Þorvaldsson

Enska orðið alkaloid hefur verið þýtt sem lýtingur á íslensku. Einnig eru orðin alkalóíði, beiskjuefni og plöntubasi notuð.

Lýtingur er flokkur basískra, lífrænna köfnunarefnissambanda sem myndast í plöntum. Lýtingar þjóna oft vistfræðilegu hlutverki í plöntunum, veita þeim meðal annars vörn gegn sýkingum eða ágangi skordýra. Margir lýtingar hafa einnig reynst hafa margvísleg áhrif á mannslíkamann. Þessi efni koma oftast fyrir sem sölt lífrænna sýrna og eru flest óleysanleg í vatni.Margir lýtingar eru notaðir sem lyf, þar á meðal kínín, atrópín, reserpín, morfín og ópíum, en aðrir eru sterk eiturefni, til dæmis striknín. Koffín og nikótín eru einnig lýtingar. Ofskynjunarlyfið LSD má líka rekja til lýtinga en það er búið til úr lýsergsýru, sem er lýtingur.

Heimild: Íslenska alfræðiorðabókin.

Höfundur þakkar Kristínu Ingólfsdóttur, prófessor í lyfjafræði, fyrir yfirlestur og ábendingar.

Mynd: Southern Illinois University at Carbondale - College of Science - Plant Biology

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

8.10.2002

Spyrjandi

Magnús Bjarnason

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson. „Hvað er alkaloid og hvernig er það íslenskað?“ Vísindavefurinn, 8. október 2002. Sótt 1. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2768.

Einar Örn Þorvaldsson. (2002, 8. október). Hvað er alkaloid og hvernig er það íslenskað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2768

Einar Örn Þorvaldsson. „Hvað er alkaloid og hvernig er það íslenskað?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2002. Vefsíða. 1. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2768>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er alkaloid og hvernig er það íslenskað?
Enska orðið alkaloid hefur verið þýtt sem lýtingur á íslensku. Einnig eru orðin alkalóíði, beiskjuefni og plöntubasi notuð.

Lýtingur er flokkur basískra, lífrænna köfnunarefnissambanda sem myndast í plöntum. Lýtingar þjóna oft vistfræðilegu hlutverki í plöntunum, veita þeim meðal annars vörn gegn sýkingum eða ágangi skordýra. Margir lýtingar hafa einnig reynst hafa margvísleg áhrif á mannslíkamann. Þessi efni koma oftast fyrir sem sölt lífrænna sýrna og eru flest óleysanleg í vatni.Margir lýtingar eru notaðir sem lyf, þar á meðal kínín, atrópín, reserpín, morfín og ópíum, en aðrir eru sterk eiturefni, til dæmis striknín. Koffín og nikótín eru einnig lýtingar. Ofskynjunarlyfið LSD má líka rekja til lýtinga en það er búið til úr lýsergsýru, sem er lýtingur.

Heimild: Íslenska alfræðiorðabókin.

Höfundur þakkar Kristínu Ingólfsdóttur, prófessor í lyfjafræði, fyrir yfirlestur og ábendingar.

Mynd: Southern Illinois University at Carbondale - College of Science - Plant Biology...