Sólin Sólin Rís 05:00 • sest 22:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 16:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:54 • Síðdegis: 22:45 í Reykjavík

Hver fann Majorku?

Ulrika Andersson

Ekki er vitað hver fann eyjuna Majorku vegna þess að landnám þar hófst á forsögulegum tíma eða áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna verður aldrei hægt að ákvarða hver nákvæmlega fann Majorku Á eyjunni er þó víða að finna mannvistarleifar frá liðnum öldum.

Majorka er hluti af eyjaklasa í vestanverðu Miðjarhafi sem nefnast Baleareyjar. Þær mynduðust fyrir um 150 milljónum ára. Útlit þeirra hefur lítið breyst síðustu milljón árin. Majorka er stærst af aðleyjunum fimm. Hinar eru Minorka, Ibiza, Formentera og Cabrera, auk 11 minni eyja.

Majorka er mjög vinsæll ferðamannastaður, ekki aðeins hjá sólardýrkendum en einnig meðal þeirra sem hafa brennandi áhuga á fornleifum. Á eyjunni finnast forminjar eins og steinturnar, steinhof og grafhellir. Fornleifafræðingar hafa getið sér til að þessir steinturnar og hof hafi verið notuð við helgiathafnir, sem varnarmannvirki eða gegnt hlutverki grafsteina.

Talið er að frumbyggjarnir Majorku hafi komið þangað á bronsöld, um það bil 2600–1000 f. Kr. Að öllum líkindum komu þeir frá meginlandi Evrópu. Myndskurður sem hefur fundist á Majorku virðist bera sömu einkenni og myndskurður frá Arles í Frakklandi.

Á 5. öld fyrir Krist lögðu Karþagómenn Baleareyjar undir sig og síðar Rómverjar, Vandalar, Miklagarðskeisari og Arabar. Frá miðri 14. öld hafa eyjarnar verið hluti af Aragóníu en þær hlutu sjálfssjórn árið 1983.

Heimild og mynd

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

11.10.2002

Spyrjandi

Sveinn F. Sverrisson
f. 1991

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hver fann Majorku?“ Vísindavefurinn, 11. október 2002. Sótt 9. ágúst 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=2777.

Ulrika Andersson. (2002, 11. október). Hver fann Majorku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2777

Ulrika Andersson. „Hver fann Majorku?“ Vísindavefurinn. 11. okt. 2002. Vefsíða. 9. ágú. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2777>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann Majorku?
Ekki er vitað hver fann eyjuna Majorku vegna þess að landnám þar hófst á forsögulegum tíma eða áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna verður aldrei hægt að ákvarða hver nákvæmlega fann Majorku Á eyjunni er þó víða að finna mannvistarleifar frá liðnum öldum.

Majorka er hluti af eyjaklasa í vestanverðu Miðjarhafi sem nefnast Baleareyjar. Þær mynduðust fyrir um 150 milljónum ára. Útlit þeirra hefur lítið breyst síðustu milljón árin. Majorka er stærst af aðleyjunum fimm. Hinar eru Minorka, Ibiza, Formentera og Cabrera, auk 11 minni eyja.

Majorka er mjög vinsæll ferðamannastaður, ekki aðeins hjá sólardýrkendum en einnig meðal þeirra sem hafa brennandi áhuga á fornleifum. Á eyjunni finnast forminjar eins og steinturnar, steinhof og grafhellir. Fornleifafræðingar hafa getið sér til að þessir steinturnar og hof hafi verið notuð við helgiathafnir, sem varnarmannvirki eða gegnt hlutverki grafsteina.

Talið er að frumbyggjarnir Majorku hafi komið þangað á bronsöld, um það bil 2600–1000 f. Kr. Að öllum líkindum komu þeir frá meginlandi Evrópu. Myndskurður sem hefur fundist á Majorku virðist bera sömu einkenni og myndskurður frá Arles í Frakklandi.

Á 5. öld fyrir Krist lögðu Karþagómenn Baleareyjar undir sig og síðar Rómverjar, Vandalar, Miklagarðskeisari og Arabar. Frá miðri 14. öld hafa eyjarnar verið hluti af Aragóníu en þær hlutu sjálfssjórn árið 1983.

Heimild og mynd...