Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er vitað um vatnabobba?

Jón Már Halldórsson

Vatnabobbar (Lymnaea peregrea) eru sniglar (gastropoda), nánar tiltekið lungnasniglar (pulmonata) en svo nefnast sniglar sem hafa þróað með sér vísi að lungum og í stað tálkna eins og flestir sjárvarsniglar hafa.

Vatnabobbar eru meðal algengustu dýra í ferskvatni hér á landi. Þeir finnast einnig í vatnshverum og þola allt 35 gráðu hita. Af vatnabobbum eru til fjölmörg afbrigði og ótal undirtegundir. Skel bobbanna er oftast gulhvít til móbrún á lit en í mýrlendi er skelin vanalega ryðbrún. Sniglarnir eru um 11-22 mm á hæð og op kuðungsins er 6-12 mm breitt. Vatnabobbinn verpir eggjum sínum í slímhrúgur sem hann festir undir laufblöð vatnaplantna.



Vatnabobbar eru algengir í Evrópu og finnast einnig í norðanverðri Afríku og í norðurhluta Asíu, til dæmis í Síberíu. Á Englandi kallast bobbarnir ‘common pont snail’ eða ‘wandering snail’. Vatnabobbar búa yfir mikilli aðlögunarhæfni eins og greinilegt er af búsvæðum hans hér á landi. Í Evrópu hefur hann fundist í vötnum í Ölpunum í allt að 3000 metra hæð.

Vatnabobbar er þörungaætur eins og flestir sniglar. Þeir krafsa upp þörungaskán með líffæri sem nefnist skráptunga (radula) en það er ígildi tanna. Lymnaea-ættkvíslin er afar fjölskrúðug og tegundaauðug. Hér á landi finnst önnur tegund þessarar ættkvíslar, tjarnarbobbinn (Lymnaea truncatula) sem er heldur minni en vatnabobbinn.

Myndin af bobbanum er fengin af vefsetrinu Bentos.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.10.2002

Spyrjandi

Halldór Freyr Sveinbjörnsson
f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er vitað um vatnabobba?“ Vísindavefurinn, 11. október 2002, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2778.

Jón Már Halldórsson. (2002, 11. október). Hvað er vitað um vatnabobba? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2778

Jón Már Halldórsson. „Hvað er vitað um vatnabobba?“ Vísindavefurinn. 11. okt. 2002. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2778>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er vitað um vatnabobba?
Vatnabobbar (Lymnaea peregrea) eru sniglar (gastropoda), nánar tiltekið lungnasniglar (pulmonata) en svo nefnast sniglar sem hafa þróað með sér vísi að lungum og í stað tálkna eins og flestir sjárvarsniglar hafa.

Vatnabobbar eru meðal algengustu dýra í ferskvatni hér á landi. Þeir finnast einnig í vatnshverum og þola allt 35 gráðu hita. Af vatnabobbum eru til fjölmörg afbrigði og ótal undirtegundir. Skel bobbanna er oftast gulhvít til móbrún á lit en í mýrlendi er skelin vanalega ryðbrún. Sniglarnir eru um 11-22 mm á hæð og op kuðungsins er 6-12 mm breitt. Vatnabobbinn verpir eggjum sínum í slímhrúgur sem hann festir undir laufblöð vatnaplantna.



Vatnabobbar eru algengir í Evrópu og finnast einnig í norðanverðri Afríku og í norðurhluta Asíu, til dæmis í Síberíu. Á Englandi kallast bobbarnir ‘common pont snail’ eða ‘wandering snail’. Vatnabobbar búa yfir mikilli aðlögunarhæfni eins og greinilegt er af búsvæðum hans hér á landi. Í Evrópu hefur hann fundist í vötnum í Ölpunum í allt að 3000 metra hæð.

Vatnabobbar er þörungaætur eins og flestir sniglar. Þeir krafsa upp þörungaskán með líffæri sem nefnist skráptunga (radula) en það er ígildi tanna. Lymnaea-ættkvíslin er afar fjölskrúðug og tegundaauðug. Hér á landi finnst önnur tegund þessarar ættkvíslar, tjarnarbobbinn (Lymnaea truncatula) sem er heldur minni en vatnabobbinn.

Myndin af bobbanum er fengin af vefsetrinu Bentos. ...