Leifturhnýðir lifir í Norður-Atlantshafi, annars vegar við norðausturstrendur Bandaríkjannna og hins vegar við austurströnd Grænlands, við Ísland, Færeyjar og strendur Noregs, allt suður til Bretlandseyja. Rannsóknir á leifurhnýðum úti fyrir ströndum Kanada benda til þess að kvendýrin geti átt fyrstu kálfana þegar þær eru rúmlega 6 ára. Kvendýrið á einn kálf eins og títt er um hvali, eftir 11 mánaða meðgöngu. Kálfurinn er á spena í um 18 mánuði. Kvendýrin eru talin eiga kálfa á 2½ árs fresti að meðaltali. Þegar kálfarnir fæðast eru þeir frá 105 til 120 cm á lengd og vega um 35 kg. Myndin er fengin af vefsetrinu Whales of the Atlantic.
Hvað getur leifturhnýðir eignast marga kálfa?
Leifturhnýðir lifir í Norður-Atlantshafi, annars vegar við norðausturstrendur Bandaríkjannna og hins vegar við austurströnd Grænlands, við Ísland, Færeyjar og strendur Noregs, allt suður til Bretlandseyja. Rannsóknir á leifurhnýðum úti fyrir ströndum Kanada benda til þess að kvendýrin geti átt fyrstu kálfana þegar þær eru rúmlega 6 ára. Kvendýrið á einn kálf eins og títt er um hvali, eftir 11 mánaða meðgöngu. Kálfurinn er á spena í um 18 mánuði. Kvendýrin eru talin eiga kálfa á 2½ árs fresti að meðaltali. Þegar kálfarnir fæðast eru þeir frá 105 til 120 cm á lengd og vega um 35 kg. Myndin er fengin af vefsetrinu Whales of the Atlantic.
Útgáfudagur
15.10.2002
Spyrjandi
Elías Jónsson, f. 1991
Tilvísun
Jón Már Halldórsson. „Hvað getur leifturhnýðir eignast marga kálfa?“ Vísindavefurinn, 15. október 2002, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2785.
Jón Már Halldórsson. (2002, 15. október). Hvað getur leifturhnýðir eignast marga kálfa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2785
Jón Már Halldórsson. „Hvað getur leifturhnýðir eignast marga kálfa?“ Vísindavefurinn. 15. okt. 2002. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2785>.