Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerir hjartað og hvað veldur hjartaáfalli?

Þuríður Þorbjarnardóttir



Hér er einnig svar við spurningunni Hvað er hjartakveisa?

Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin, svokallaðar gáttir eða forhólf, taka við blóðinu úr líkamanum. Sú hægri tekur við súrefnissnauðu blóði frá öllum vefjum líkamans og sú vinstri tekur við súrefnisríku blóði frá lungunum. Blóðið rennur úr gáttunum um hjartalokur niður í neðri hjartahólfin sem heita sleglar eða hvolf. Þeir dæla blóðinu út í líkamann, hægri slegillinn til lungna þar sem loftskipti fara fram en hinn vinstri til allra vefja líkamans.

Veggir hjartans eru vöðvaríkir og býr vöðvavefur hjartans yfir sjálfvirkni. Það þýðir að hann dregst saman með vissu millibili án þess að þurfa að fá taugaboð. Þetta sést á því að sé hjarta rifið úr dýri heldur það áfram að slá, þótt engin tengsl séu við taugar lengur. Undir eðlilegum kringumstæðum, það er að segja í lifandi líkama, er hjartslátturinn þó undir stjórn miðtaugakerfisins.

Hjartavöðvavefurinn þarf á næringu að halda eins og allir aðrir vefir líkamans, og ekki síst súrefni. Sérstakar æðar, svokallaðar kransæðar, kvíslast um hjartavöðvann og flytja honum súrefni og næringarefni. Stíflist kransæð getur hún ekki gegnt sínu hlutverki og flutt vöðvanum næringu og súrefni. Sé ekkert að gert deyr sá hluti vöðvans sem stíflaða æðin sá um.

Sé um að ræða stórt svæði í hjartavöðvanum sem ekki er lengur sinnt fær viðkomandi einstaklingur brjóstverk, sem stafar af súrefnisskorti í vöðvanum, auk fleiri einkenna. Brjóstverkurinn leiðir gjarnan út í handlegg, oftast þann vinstri. Þetta er hjartaáfall, það er drep í hjartavöðvanum vegna þess að hann fær ekki súrefni af völdum þrengsla í kransæðum. Hjartakveisa er aftur á móti vægara einkenni sem er þó svipað, en þá kemur brjóstverkur aðallega fram við áreynslu en hverfur við hvíld. Hjartakveisa gefur þó til kynna að kransæð eða -æðar eru orðnar þröngar og tími til kominn að fara til læknis og láta athuga málið.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvernig er hringrás blóðsins?

Víða á netinu má lesa sér til um hjarta- og æðasjúkdóma. Á doktor.is er umfjöllun um kransæðastíflu, í greinasafni á heimasíðu Hjartaverndar www.hjarta.is er að finna nokkrar greinar um kransæðasjúkdóma og einnig má finna ýmsan fróðleik á heimasíðu Landlæknisembættisins landlaeknir.is.

Mynd: Thirdage

Höfundur

Útgáfudagur

16.10.2002

Spyrjandi

Reynir Hans Reynisson,
Hermann Ingi Hermannsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað gerir hjartað og hvað veldur hjartaáfalli?“ Vísindavefurinn, 16. október 2002, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2788.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2002, 16. október). Hvað gerir hjartað og hvað veldur hjartaáfalli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2788

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað gerir hjartað og hvað veldur hjartaáfalli?“ Vísindavefurinn. 16. okt. 2002. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2788>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerir hjartað og hvað veldur hjartaáfalli?


Hér er einnig svar við spurningunni Hvað er hjartakveisa?

Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin, svokallaðar gáttir eða forhólf, taka við blóðinu úr líkamanum. Sú hægri tekur við súrefnissnauðu blóði frá öllum vefjum líkamans og sú vinstri tekur við súrefnisríku blóði frá lungunum. Blóðið rennur úr gáttunum um hjartalokur niður í neðri hjartahólfin sem heita sleglar eða hvolf. Þeir dæla blóðinu út í líkamann, hægri slegillinn til lungna þar sem loftskipti fara fram en hinn vinstri til allra vefja líkamans.

Veggir hjartans eru vöðvaríkir og býr vöðvavefur hjartans yfir sjálfvirkni. Það þýðir að hann dregst saman með vissu millibili án þess að þurfa að fá taugaboð. Þetta sést á því að sé hjarta rifið úr dýri heldur það áfram að slá, þótt engin tengsl séu við taugar lengur. Undir eðlilegum kringumstæðum, það er að segja í lifandi líkama, er hjartslátturinn þó undir stjórn miðtaugakerfisins.

Hjartavöðvavefurinn þarf á næringu að halda eins og allir aðrir vefir líkamans, og ekki síst súrefni. Sérstakar æðar, svokallaðar kransæðar, kvíslast um hjartavöðvann og flytja honum súrefni og næringarefni. Stíflist kransæð getur hún ekki gegnt sínu hlutverki og flutt vöðvanum næringu og súrefni. Sé ekkert að gert deyr sá hluti vöðvans sem stíflaða æðin sá um.

Sé um að ræða stórt svæði í hjartavöðvanum sem ekki er lengur sinnt fær viðkomandi einstaklingur brjóstverk, sem stafar af súrefnisskorti í vöðvanum, auk fleiri einkenna. Brjóstverkurinn leiðir gjarnan út í handlegg, oftast þann vinstri. Þetta er hjartaáfall, það er drep í hjartavöðvanum vegna þess að hann fær ekki súrefni af völdum þrengsla í kransæðum. Hjartakveisa er aftur á móti vægara einkenni sem er þó svipað, en þá kemur brjóstverkur aðallega fram við áreynslu en hverfur við hvíld. Hjartakveisa gefur þó til kynna að kransæð eða -æðar eru orðnar þröngar og tími til kominn að fara til læknis og láta athuga málið.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvernig er hringrás blóðsins?

Víða á netinu má lesa sér til um hjarta- og æðasjúkdóma. Á doktor.is er umfjöllun um kransæðastíflu, í greinasafni á heimasíðu Hjartaverndar www.hjarta.is er að finna nokkrar greinar um kransæðasjúkdóma og einnig má finna ýmsan fróðleik á heimasíðu Landlæknisembættisins landlaeknir.is.

Mynd: Thirdage...