Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:59 • Sest 13:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:31 í Reykjavík

Hvað er persónuleikaröskun?

Jakob Smári

Til þess að skýra hvað átt er við með persónuleikaröskun skulum við taka dæmi. Jón Jónsson er stöðugt að skipta um vini og vinkonur. Hann er í fyrstu afar hrifinn af þeim sem hann kynnist en ekki líður á löngu þar til hann óskar þeim út í hafsauga og skilur ekki hvernig hann gat nokkru sinni laðast að slíku fólki. Hann tekur oft ofsafengin reiðiköst við annað fólk en finnst hann jafnframt vera innantómur og þurfa lífsnauðsynlega og stöðugt á öðru fólki að halda enda þótt honum sé ekki fyllilega ljóst af hverju.

Einkenni Jóns gætu verið dæmi um það sem kallað er persónuleikaröskun. Með persónuleikaröskun er almennt átt við að viðkomandi hafi einhver þau einkenni í hegðun og hugsunarhætti sem koma honum ítrekað í vandræði. Þessi einkenni eru ekki tímabundin heldur að því er virðist samgróin persónuleika hans. Með persónuleika er einmitt yfirleitt átt við tiltölulega stöðug einkenni manns sem greina hann frá öðru fólki.

Jón uppfyllir að því er virðist viðmið DSM, greiningarkerfis bandaríska geðlæknafélagsins, APA, um svonefnda jaðarpersónuleikaröskun. Þetta greiningarkerfi ásamt ICD, svipuðu kerfi Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, eru þau sem helst er litið til þegar geðræn vandkvæði eins og persónuleikaraskanir eru flokkuð. Helstu einkenni jaðarpersónuleikaröskunar eru miklar sveiflur í geðslagi og samskiptum við aðra. Jafnframt á viðkomandi einkar erfitt með að standa á eigin fótum og vera einn á báti.


Sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun sem kallast narcissism á ýmsum erlendum málum. Narcissism heitir eftir hinni sjálfumglöðu grísku hetju Narcissusi sem ekki gat fengið nóg af sinni eigin spegilmynd. Myndin er eftir John William Waterhouse.

Samkvæmt greiningakerfi bandaríska sálfræðingafélagsins eru skilgreindar einar tíu mismunandi persónuleikaraskanir. Þar má til viðbótar jaðarpersónuleikaröskun nefna geðklofagerðar-persónuleikaröskun, sem einkennist til dæmis af áhugaleysi um aðra, félagslegri einangrun og lítilli tilfinningatjáningu, og sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun sem einkennist af því að vera yfirmáta sjálfumglaður og upptekinn af sjálfum sér, því að telja sjálfsagt að aðdáun og athygli annarra beinist að manni og að maður eigi allt annað og betra skilið en Pétur og Páll.

Það sama á við um persónuleikaraskanir og marga aðra flokka geðraskana eða geðsjúkdóma að það er oftast matsatriði hvar beri að setja mörkin á milli þess sem telja megi persónuleikaröskun og hvað ekki. Líkast til eru persónuleikaraskanir einungis öfgakennd afbrigði einkenna sem sjá má hjá fólki yfirleitt. Hafa ber því í huga að hugtök um persónuleikaraskanir eru í besta falli gagnleg til þess að skilgreina tiltekin, stöðug hegðunarmynstur sem koma fólki í bobba en afmarka alls ekki skýrt og greinilega mörk á milli heilbrigði og sjúkleika. Af þessum sökum er afar mikilvægt að nota þessi hugtök af mjög mikilli varkárni og leggja ekki í þau merkingu sem þau standa ekki undir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Höfundur

fyrrverandi prófessor í sálarfræði við HÍ

Útgáfudagur

23.3.2000

Spyrjandi

Björk Steingrímsdóttir

Tilvísun

Jakob Smári. „Hvað er persónuleikaröskun?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2000. Sótt 11. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=279.

Jakob Smári. (2000, 23. mars). Hvað er persónuleikaröskun? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=279

Jakob Smári. „Hvað er persónuleikaröskun?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2000. Vefsíða. 11. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=279>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er persónuleikaröskun?
Til þess að skýra hvað átt er við með persónuleikaröskun skulum við taka dæmi. Jón Jónsson er stöðugt að skipta um vini og vinkonur. Hann er í fyrstu afar hrifinn af þeim sem hann kynnist en ekki líður á löngu þar til hann óskar þeim út í hafsauga og skilur ekki hvernig hann gat nokkru sinni laðast að slíku fólki. Hann tekur oft ofsafengin reiðiköst við annað fólk en finnst hann jafnframt vera innantómur og þurfa lífsnauðsynlega og stöðugt á öðru fólki að halda enda þótt honum sé ekki fyllilega ljóst af hverju.

Einkenni Jóns gætu verið dæmi um það sem kallað er persónuleikaröskun. Með persónuleikaröskun er almennt átt við að viðkomandi hafi einhver þau einkenni í hegðun og hugsunarhætti sem koma honum ítrekað í vandræði. Þessi einkenni eru ekki tímabundin heldur að því er virðist samgróin persónuleika hans. Með persónuleika er einmitt yfirleitt átt við tiltölulega stöðug einkenni manns sem greina hann frá öðru fólki.

Jón uppfyllir að því er virðist viðmið DSM, greiningarkerfis bandaríska geðlæknafélagsins, APA, um svonefnda jaðarpersónuleikaröskun. Þetta greiningarkerfi ásamt ICD, svipuðu kerfi Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, eru þau sem helst er litið til þegar geðræn vandkvæði eins og persónuleikaraskanir eru flokkuð. Helstu einkenni jaðarpersónuleikaröskunar eru miklar sveiflur í geðslagi og samskiptum við aðra. Jafnframt á viðkomandi einkar erfitt með að standa á eigin fótum og vera einn á báti.


Sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun sem kallast narcissism á ýmsum erlendum málum. Narcissism heitir eftir hinni sjálfumglöðu grísku hetju Narcissusi sem ekki gat fengið nóg af sinni eigin spegilmynd. Myndin er eftir John William Waterhouse.

Samkvæmt greiningakerfi bandaríska sálfræðingafélagsins eru skilgreindar einar tíu mismunandi persónuleikaraskanir. Þar má til viðbótar jaðarpersónuleikaröskun nefna geðklofagerðar-persónuleikaröskun, sem einkennist til dæmis af áhugaleysi um aðra, félagslegri einangrun og lítilli tilfinningatjáningu, og sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun sem einkennist af því að vera yfirmáta sjálfumglaður og upptekinn af sjálfum sér, því að telja sjálfsagt að aðdáun og athygli annarra beinist að manni og að maður eigi allt annað og betra skilið en Pétur og Páll.

Það sama á við um persónuleikaraskanir og marga aðra flokka geðraskana eða geðsjúkdóma að það er oftast matsatriði hvar beri að setja mörkin á milli þess sem telja megi persónuleikaröskun og hvað ekki. Líkast til eru persónuleikaraskanir einungis öfgakennd afbrigði einkenna sem sjá má hjá fólki yfirleitt. Hafa ber því í huga að hugtök um persónuleikaraskanir eru í besta falli gagnleg til þess að skilgreina tiltekin, stöðug hegðunarmynstur sem koma fólki í bobba en afmarka alls ekki skýrt og greinilega mörk á milli heilbrigði og sjúkleika. Af þessum sökum er afar mikilvægt að nota þessi hugtök af mjög mikilli varkárni og leggja ekki í þau merkingu sem þau standa ekki undir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

...