Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða hlutverki gegnir miltað og er hægt að lifa án þess?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Miltað tilheyrir vessakerfi líkamans og er stærsta líffærið í líkamanum úr eitilvef. Það er þakið hylki úr þéttum bandvef og liggur milli maga og þindar.

Í miltanu eru ýmsar gerðir af blóðfrumum, þar með talin rauðkorn, átfrumur og hvítfrumur. Miltað síar ekki vessa eins og önnur líffæri vessakerfisins en það inniheldur holrúm til að geyma blóð sem er eitt meginhlutverk þess. Við mikinn blóðmissi sjá driftaugaboð um að líkaminn tæmi blóðgeymslur, þar með talið miltað, til að viðhalda sem eðlilegustu blóðrúmmáli og blóðþrýstingi.

Miltað er hluti af ónæmiskerfinu eins og aðrir eitilvefir. Hlutverk miltans í ónæmi er myndun B-eitilfrumna sem þroskast í B-verkfrumur (plasmafrumur) sem framleiða mótefni. Einnig sjá frumur í miltanu um að innbyrða og sundra bakteríum og úr sér gengnum rauðkornum og blóðflögum. Snemma á fósturskeiði tekur miltað þátt í myndun blóðfrumna.

Miltað er það líffæri sem oftast skaddast við áverka á kvið, einkum þá sem verða við þung högg á neðri hluta brjóstkassa eða efri hluta kviðar vinstra megin og valda broti rifbeina. Hætta er á að brotin rifbein stingist í miltað og rífi það í sundur. Ef slíkt gerist er miltað fjarlægt til að koma í veg fyrir meiri háttar blæðingu og lost sem getur leitt til dauða. Hlutverkum miltans er þá sinnt af öðrum líkamshlutum, einkum blóðmerg.

Skoðið einnig svar saman höfundar við spurningunni Hvar og hvernig eyðast blóðflögur í mönnum?

Heimild:

Gerard J. Tortora (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.

Mynd: MERCK

Höfundur

Útgáfudagur

17.10.2002

Spyrjandi

Sonja Richter,
Hildur Einarsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða hlutverki gegnir miltað og er hægt að lifa án þess?“ Vísindavefurinn, 17. október 2002, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2795.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2002, 17. október). Hvaða hlutverki gegnir miltað og er hægt að lifa án þess? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2795

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða hlutverki gegnir miltað og er hægt að lifa án þess?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2002. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2795>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða hlutverki gegnir miltað og er hægt að lifa án þess?
Miltað tilheyrir vessakerfi líkamans og er stærsta líffærið í líkamanum úr eitilvef. Það er þakið hylki úr þéttum bandvef og liggur milli maga og þindar.

Í miltanu eru ýmsar gerðir af blóðfrumum, þar með talin rauðkorn, átfrumur og hvítfrumur. Miltað síar ekki vessa eins og önnur líffæri vessakerfisins en það inniheldur holrúm til að geyma blóð sem er eitt meginhlutverk þess. Við mikinn blóðmissi sjá driftaugaboð um að líkaminn tæmi blóðgeymslur, þar með talið miltað, til að viðhalda sem eðlilegustu blóðrúmmáli og blóðþrýstingi.

Miltað er hluti af ónæmiskerfinu eins og aðrir eitilvefir. Hlutverk miltans í ónæmi er myndun B-eitilfrumna sem þroskast í B-verkfrumur (plasmafrumur) sem framleiða mótefni. Einnig sjá frumur í miltanu um að innbyrða og sundra bakteríum og úr sér gengnum rauðkornum og blóðflögum. Snemma á fósturskeiði tekur miltað þátt í myndun blóðfrumna.

Miltað er það líffæri sem oftast skaddast við áverka á kvið, einkum þá sem verða við þung högg á neðri hluta brjóstkassa eða efri hluta kviðar vinstra megin og valda broti rifbeina. Hætta er á að brotin rifbein stingist í miltað og rífi það í sundur. Ef slíkt gerist er miltað fjarlægt til að koma í veg fyrir meiri háttar blæðingu og lost sem getur leitt til dauða. Hlutverkum miltans er þá sinnt af öðrum líkamshlutum, einkum blóðmerg.

Skoðið einnig svar saman höfundar við spurningunni Hvar og hvernig eyðast blóðflögur í mönnum?

Heimild:

Gerard J. Tortora (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.

Mynd: MERCK...