Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er rofinn persónuleiki?

Jakob Smári

Upphafleg spurning: "Hvað er rofinn persónuleiki eða dissociative identity disorder? Hver er gagnrýnin á það?"

Það sem átt er við með rofnum persónuleika er hið sama og það sem stundum er nefnt margfaldur persónuleiki (multiple personality) eða jafnvel hugrofspersónuleikaröskun. Fá fyrirbæri sem sálfræðin hefur fengist við eru sveipuð viðlíka dulúð og margfaldur persónuleiki. Allir kannast við Dr. Jekyll og Hr. Hyde, en þeir kumpánar eru, í einum og sama manni, persónugervingar margfalds persónuleika úr heimsbókmenntum. Lýsingin á þeim í skáldsögu Robert Louis Stevenson kemur þó ekki fyllilega heim og saman við það sem vitað er um margfaldan eða rofinn persónuleika.


Með margföldum persónuleika er átt við það þegar ein og sama manneskjan kemur fram eins og um tvær eða fleiri persónur sé að ræða. Auðvitað á við um alla menn að þeir hegða sér ólíkt eftir aðstæðum, eftir því hvernig þeim líður, og ekki síður eftir því hvar þeir eru og með hverjum. Þetta má orða þannig að menn leiki í raun nokkur hlutverk í lífi sínu, og það er vitanlega bæði eðlilegt og ef til vill einnig æskilegt. En til þess að um margfaldan persónuleika sé að ræða þarf þessi munur að vera svo mikill að hlutverk manneskjunnar séu úr öllu samhengi hvert við annað og gefi til kynna skoðanir og þrár sem eru ólíkar eftir hlutverki hverju sinni. Auk þess er það svo að viðkomandi man oftar en ekki lítið sem ekkert í einu ástandinu af því sem það gerði eða hugsaði í hinu.

Þar sem þetta fyrirbæri er afar sjaldgæft er þekking á því takmörkuð og fræðimenn jafnvel ekki á einu máli um hvort það sé til yfirhöfuð. Þannig er ekki ljóst hvort fjölgun tilvika á síðustu árum endurspegli gleggri greiningarviðmið eða hitt að fyrirbærið sé svo óljóst að aukin umræða valdi því að menn sjái það þar sem það í raun sé ekki til staðar. Ólík tíðni fyrirbærisins eftir löndum og menningarsvæðum rennir stoðum undir síðarnefnda sjónarmiðið.

En til að finna skýringar á ástandi af þessum toga þarf ef til vill ekki langt að leita vegna þess að það virðist vera af sama meiði og það sem gerist í dáleiðslu. Í dáleiðslu virðist oft sem fólk í senn viti og viti ekki af einhverju eins og því að hönd þess sé í ísköldu vatni. Að því marki sem margfaldur persónuleiki er til virðist hann fyrst og fremst koma fram við mikið álag eða togstreitu, til dæmis þar sem manneskja verður fyrir óraunhæfum kröfum og má ekki fullnægja eðlilegustu þörfum sínum eða þar sem hún verður fyrir reynslu sem hún getur ekki með nokkru móti viðurkennt að hafi átt sér stað. Hér getur verið um að ræða til dæmis kynferðislegt ofbeldi, nauðgun eða hrottaskap hvers konar sem hún hefur orðið fyrir. Trúlega er það einnig svo að fólki er mjög mishætt við að bregðast við erfiðri lífsreynslu með þessum hætti. Þannig kunna það að vera þeir sem eru dáleiðslunæmir og hrökkva stundum nánast sjálfkrafa í dá sem helst sýna þessi viðbrögð við álagi. Nánar má lesa um dáleiðslu á Vísindavefnum í svari Rúnars Helga Andrasonar við spurningunni Hvað er dáleiðsla?

Stundum er margföldum persónuleika ruglað saman við geðklofa sem er hins vegar allt annað fyrirbæri.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

fyrrverandi prófessor í sálarfræði við HÍ

Útgáfudagur

23.3.2000

Spyrjandi

Elsý Vihjálmsdóttir

Tilvísun

Jakob Smári. „Hvað er rofinn persónuleiki?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2000, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=280.

Jakob Smári. (2000, 23. mars). Hvað er rofinn persónuleiki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=280

Jakob Smári. „Hvað er rofinn persónuleiki?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2000. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=280>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er rofinn persónuleiki?
Upphafleg spurning: "Hvað er rofinn persónuleiki eða dissociative identity disorder? Hver er gagnrýnin á það?"

Það sem átt er við með rofnum persónuleika er hið sama og það sem stundum er nefnt margfaldur persónuleiki (multiple personality) eða jafnvel hugrofspersónuleikaröskun. Fá fyrirbæri sem sálfræðin hefur fengist við eru sveipuð viðlíka dulúð og margfaldur persónuleiki. Allir kannast við Dr. Jekyll og Hr. Hyde, en þeir kumpánar eru, í einum og sama manni, persónugervingar margfalds persónuleika úr heimsbókmenntum. Lýsingin á þeim í skáldsögu Robert Louis Stevenson kemur þó ekki fyllilega heim og saman við það sem vitað er um margfaldan eða rofinn persónuleika.


Með margföldum persónuleika er átt við það þegar ein og sama manneskjan kemur fram eins og um tvær eða fleiri persónur sé að ræða. Auðvitað á við um alla menn að þeir hegða sér ólíkt eftir aðstæðum, eftir því hvernig þeim líður, og ekki síður eftir því hvar þeir eru og með hverjum. Þetta má orða þannig að menn leiki í raun nokkur hlutverk í lífi sínu, og það er vitanlega bæði eðlilegt og ef til vill einnig æskilegt. En til þess að um margfaldan persónuleika sé að ræða þarf þessi munur að vera svo mikill að hlutverk manneskjunnar séu úr öllu samhengi hvert við annað og gefi til kynna skoðanir og þrár sem eru ólíkar eftir hlutverki hverju sinni. Auk þess er það svo að viðkomandi man oftar en ekki lítið sem ekkert í einu ástandinu af því sem það gerði eða hugsaði í hinu.

Þar sem þetta fyrirbæri er afar sjaldgæft er þekking á því takmörkuð og fræðimenn jafnvel ekki á einu máli um hvort það sé til yfirhöfuð. Þannig er ekki ljóst hvort fjölgun tilvika á síðustu árum endurspegli gleggri greiningarviðmið eða hitt að fyrirbærið sé svo óljóst að aukin umræða valdi því að menn sjái það þar sem það í raun sé ekki til staðar. Ólík tíðni fyrirbærisins eftir löndum og menningarsvæðum rennir stoðum undir síðarnefnda sjónarmiðið.

En til að finna skýringar á ástandi af þessum toga þarf ef til vill ekki langt að leita vegna þess að það virðist vera af sama meiði og það sem gerist í dáleiðslu. Í dáleiðslu virðist oft sem fólk í senn viti og viti ekki af einhverju eins og því að hönd þess sé í ísköldu vatni. Að því marki sem margfaldur persónuleiki er til virðist hann fyrst og fremst koma fram við mikið álag eða togstreitu, til dæmis þar sem manneskja verður fyrir óraunhæfum kröfum og má ekki fullnægja eðlilegustu þörfum sínum eða þar sem hún verður fyrir reynslu sem hún getur ekki með nokkru móti viðurkennt að hafi átt sér stað. Hér getur verið um að ræða til dæmis kynferðislegt ofbeldi, nauðgun eða hrottaskap hvers konar sem hún hefur orðið fyrir. Trúlega er það einnig svo að fólki er mjög mishætt við að bregðast við erfiðri lífsreynslu með þessum hætti. Þannig kunna það að vera þeir sem eru dáleiðslunæmir og hrökkva stundum nánast sjálfkrafa í dá sem helst sýna þessi viðbrögð við álagi. Nánar má lesa um dáleiðslu á Vísindavefnum í svari Rúnars Helga Andrasonar við spurningunni Hvað er dáleiðsla?

Stundum er margföldum persónuleika ruglað saman við geðklofa sem er hins vegar allt annað fyrirbæri.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...