Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Hvers vegna verða laufblöðin gul og rauð á haustin?

Ólafur Patrick Ólafsson

Ástæða þess að vel flestar plöntur eru grænar er sú að laufblöð þeirra hafa að geyma mikið magn af litarefninu klórófíl eða blaðgrænu, en það gegnir lykilhlutverki við ljóstillífun hjá plöntum. Í plöntufrumum er blaðgræna staðsett í grænukornum, en svo nefnast þau frumulíffæri þar sem ljóstillífun fer fram. Í grænukornum eru einnig ýmis önnur litarefni, sem meðal annars gegna hjálparhlutverki við ljóstillífun. Þetta eru svokölluð karótenóíð litarefni, sem eru ýmist gul eða rauðgul, en hið mikla magn blaðgrænu í laufblöðunum hylur þessi litarefni algjörlega yfir sumartímann, þegar plöntur eru grænar og skarta sínu fegursta.

Þegar haustar að tekur að kólna og daglengd (ljóslota) styttist. Þá hætta plöntur framleiðslu litarefna og þau brotna niður. Blaðgræna er óstöðugust áðurnefndra litarefna og brotnar því fyrst niður. Við það koma gulu og appelsínugulu litarefnin í laufblöðunum í ljós.

En haustlitir eru ekki bara gulir og rauðgulir, heldur einnig rauðir. Rauðu haustlitirnir eru af völdum þriðja flokksins af litarefnum, svokallaðra antósíanín-litarefna. Þessi efni eru ýmist blá, fjólublá, dökkrauð eða skærrauð. Ólíkt blaðgrænu og karótenóíð-litarefnum er þau ekki að finna í grænukornum, heldur í himnubundnu geymslurými í plöntufrumum, svokölluðum safabólum. Litir margra aldina og blóma eru af völdum antósíanín litarefna. Litarefni þessi myndast við svalt og bjart veður, eins og oft vill verða á haustin, á sama tíma og blaðgrænan er að brotna niður. Þess vegna eru haustlitirnir oft skærastir og fegurstir þau ár sem haustið einkennist af svölu og björtu veðri.

Kesara Anamthawat-Jónsson fjallar nánar um þetta efni í svari við spurningu um haustliti.

Höfundur

Útgáfudagur

22.10.2002

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ólafur Patrick Ólafsson. „Hvers vegna verða laufblöðin gul og rauð á haustin?“ Vísindavefurinn, 22. október 2002. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2811.

Ólafur Patrick Ólafsson. (2002, 22. október). Hvers vegna verða laufblöðin gul og rauð á haustin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2811

Ólafur Patrick Ólafsson. „Hvers vegna verða laufblöðin gul og rauð á haustin?“ Vísindavefurinn. 22. okt. 2002. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2811>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna verða laufblöðin gul og rauð á haustin?
Ástæða þess að vel flestar plöntur eru grænar er sú að laufblöð þeirra hafa að geyma mikið magn af litarefninu klórófíl eða blaðgrænu, en það gegnir lykilhlutverki við ljóstillífun hjá plöntum. Í plöntufrumum er blaðgræna staðsett í grænukornum, en svo nefnast þau frumulíffæri þar sem ljóstillífun fer fram. Í grænukornum eru einnig ýmis önnur litarefni, sem meðal annars gegna hjálparhlutverki við ljóstillífun. Þetta eru svokölluð karótenóíð litarefni, sem eru ýmist gul eða rauðgul, en hið mikla magn blaðgrænu í laufblöðunum hylur þessi litarefni algjörlega yfir sumartímann, þegar plöntur eru grænar og skarta sínu fegursta.

Þegar haustar að tekur að kólna og daglengd (ljóslota) styttist. Þá hætta plöntur framleiðslu litarefna og þau brotna niður. Blaðgræna er óstöðugust áðurnefndra litarefna og brotnar því fyrst niður. Við það koma gulu og appelsínugulu litarefnin í laufblöðunum í ljós.

En haustlitir eru ekki bara gulir og rauðgulir, heldur einnig rauðir. Rauðu haustlitirnir eru af völdum þriðja flokksins af litarefnum, svokallaðra antósíanín-litarefna. Þessi efni eru ýmist blá, fjólublá, dökkrauð eða skærrauð. Ólíkt blaðgrænu og karótenóíð-litarefnum er þau ekki að finna í grænukornum, heldur í himnubundnu geymslurými í plöntufrumum, svokölluðum safabólum. Litir margra aldina og blóma eru af völdum antósíanín litarefna. Litarefni þessi myndast við svalt og bjart veður, eins og oft vill verða á haustin, á sama tíma og blaðgrænan er að brotna niður. Þess vegna eru haustlitirnir oft skærastir og fegurstir þau ár sem haustið einkennist af svölu og björtu veðri.

Kesara Anamthawat-Jónsson fjallar nánar um þetta efni í svari við spurningu um haustliti....