




En hvernig er samspil ímyndar og veruleika? Hver er staða ljóskunnar í íslensku nútímasamfélagi? Þótt fáir trúi því í alvöru að ljóskur séu heimskari en annað fólk, lifir goðsagan um ljóskuna enn góðu lífi, og áhrifin koma fram á ólíklegustu stöðum. Til dæmis kom það fram í launakönnun VR fyrir árið 2000 að konur fengu að meðaltali 18% lægri laun en karlar, og að ljóshært, brosmilt og lágvaxið fólk fékk að meðaltali lægri laun en hávaxnir starfsmenn með dökkt, rautt, eða grátt hár. Goðsögnin um heimsku ljóskunna er því ekki bara góður brandari heldur samfélagsmýta sem hefur áhrif á það hvað stendur á launaseðlunum okkar. Helstu heimildir
- Beauty: The Twentieth Century, New York 2000.
- Cooper, Wendy, Hair: Sex, Society, Symbolism, London 1971.
- Hairstyles: A Cultural History of Fashions in Hair from Antiquity up to the Present Day (ritstj. Maria Jedding-Gesterling), Hamborg 1988.
- Launakönnun VR árið 2000.