Sólin Sólin Rís 08:51 • sest 18:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 09:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:10 • Síðdegis: 19:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:25 í Reykjavík

Hvað gerir lifrin?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Lifrin er stærsti kirtill líkamans og vegur um 1,4 kg í meðalmanni. Hún gegnir hundruðum starfa og tengjast mörg þeirra efnaskiptum. Helstu störf lifrar eru eftirfarandi:

Sykruefnaskipti. Lifrin er sérstaklega mikilvæg í að viðhalda eðlilegu blóðsykurmagni eða glúkósamagni blóðs. Hún breytir glúkósa í fjölsykruna glýkógen þegar blóðsykur er hár og brýtur glýkógen niður í glúkósa þegar blóðsykur er lágur. Hún getur einnig breytt tilteknum amínósýrum í mjólkursýru og henni síðan í glúkósa þegar blóðsykur lækkar; breytt frúktósa og galaktósa í glúkósa og breytt glúkósa í þríglýseríð (tiltekinn fituflokk) til geymslu.

Lifrin er stærsti kirtill líkamans og vegur um 1,4 kg í meðalmanni.

Fituefnaskipti. Lifrin geymir sum þríglýseríð og brýtur niður fitusýrur. Einnig breytir hún kólesteróli í gallsölt.

Prótínefnaskipti. Lifrarfrumur mynda flest plasmaprótín (prótín í blóðvökva), það er glóbúlín, albúmín, próþrombín og fíbrínógen. Lifrarensím geta breytt sumum amínósýrum í aðrar þannig að þær geti nýst í myndun ATP (orkumiðils frumna) eða breytt þeim í sykrur eða þríglýseríð. Hún breytir ammóníaki (NH3), eitruðu efni sem myndast við breytingar á amínósýrum, í þvagefni sem er miklu minna eitrað og hægt að setja út í blóðið. Nýrun þveita því síðan í þvag.

Fjarlæging lyfja og hormóna. Lifrin afeitrar efni eins og alkóhól og þveitir lyfjum eins og penisilíni og erýþrómýsíni og súlfalyfjum í gall. Hún getur einnig breytt eða þveitt skjaldkirtilshormónum og sterahormónum eins og estrógeni og aldósteróni.

Gallþveiti. Gallrauða (bilirubin) sem myndast við sundrun gamalla rauðkorna er seytt af lifur í gall. Mestu af gallrauðu í galli breyta gerlar í ristli í saurbrúnku sem er að lokum þveitt með saur.

Myndun gallsalta. Gallsölt myndast í lifur en þau eru notuð í smáþörmum við sápun (stuðlar að mölun fitu úr fæðu við meltingu) og upptöku fituefna.

Geymsla. Auk glýkógens geymir lifur vítamínin A, B12, D, E og K og steinefnin járn og kopar.

Frumuát. Stjörnulaga átfrumur í lifur innbyrða og eyða útjöskuðum rauðkornum og hvítfrumum ásamt tilteknum gerlum.

Virkjun D-vítamíns. Húð, lifur og nýru taka öll þátt í að gera D-vítamín virkt.

Hér eru aðeins talin upp nokkur af helstu störfum lifrarinnar en ljóst er að hún gegnir fjölmörgum hlutverkum. Lesa má meira um hlutverk og starfsemi lifrarinnar í öðrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis: Heimild:

Gerard J. Tortora (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.

Mynd:
  • BruceBlaus. Liver: Organ. Sótt 18.05.20 af Wikimedia Commons og birt undir OTRS leyfinu.

Höfundur

Útgáfudagur

24.10.2002

Spyrjandi

Kristrún Kristinsdóttir,
f. 1988

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað gerir lifrin?“ Vísindavefurinn, 24. október 2002. Sótt 25. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2814.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2002, 24. október). Hvað gerir lifrin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2814

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað gerir lifrin?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2002. Vefsíða. 25. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2814>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerir lifrin?
Lifrin er stærsti kirtill líkamans og vegur um 1,4 kg í meðalmanni. Hún gegnir hundruðum starfa og tengjast mörg þeirra efnaskiptum. Helstu störf lifrar eru eftirfarandi:

Sykruefnaskipti. Lifrin er sérstaklega mikilvæg í að viðhalda eðlilegu blóðsykurmagni eða glúkósamagni blóðs. Hún breytir glúkósa í fjölsykruna glýkógen þegar blóðsykur er hár og brýtur glýkógen niður í glúkósa þegar blóðsykur er lágur. Hún getur einnig breytt tilteknum amínósýrum í mjólkursýru og henni síðan í glúkósa þegar blóðsykur lækkar; breytt frúktósa og galaktósa í glúkósa og breytt glúkósa í þríglýseríð (tiltekinn fituflokk) til geymslu.

Lifrin er stærsti kirtill líkamans og vegur um 1,4 kg í meðalmanni.

Fituefnaskipti. Lifrin geymir sum þríglýseríð og brýtur niður fitusýrur. Einnig breytir hún kólesteróli í gallsölt.

Prótínefnaskipti. Lifrarfrumur mynda flest plasmaprótín (prótín í blóðvökva), það er glóbúlín, albúmín, próþrombín og fíbrínógen. Lifrarensím geta breytt sumum amínósýrum í aðrar þannig að þær geti nýst í myndun ATP (orkumiðils frumna) eða breytt þeim í sykrur eða þríglýseríð. Hún breytir ammóníaki (NH3), eitruðu efni sem myndast við breytingar á amínósýrum, í þvagefni sem er miklu minna eitrað og hægt að setja út í blóðið. Nýrun þveita því síðan í þvag.

Fjarlæging lyfja og hormóna. Lifrin afeitrar efni eins og alkóhól og þveitir lyfjum eins og penisilíni og erýþrómýsíni og súlfalyfjum í gall. Hún getur einnig breytt eða þveitt skjaldkirtilshormónum og sterahormónum eins og estrógeni og aldósteróni.

Gallþveiti. Gallrauða (bilirubin) sem myndast við sundrun gamalla rauðkorna er seytt af lifur í gall. Mestu af gallrauðu í galli breyta gerlar í ristli í saurbrúnku sem er að lokum þveitt með saur.

Myndun gallsalta. Gallsölt myndast í lifur en þau eru notuð í smáþörmum við sápun (stuðlar að mölun fitu úr fæðu við meltingu) og upptöku fituefna.

Geymsla. Auk glýkógens geymir lifur vítamínin A, B12, D, E og K og steinefnin járn og kopar.

Frumuát. Stjörnulaga átfrumur í lifur innbyrða og eyða útjöskuðum rauðkornum og hvítfrumum ásamt tilteknum gerlum.

Virkjun D-vítamíns. Húð, lifur og nýru taka öll þátt í að gera D-vítamín virkt.

Hér eru aðeins talin upp nokkur af helstu störfum lifrarinnar en ljóst er að hún gegnir fjölmörgum hlutverkum. Lesa má meira um hlutverk og starfsemi lifrarinnar í öðrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis: Heimild:

Gerard J. Tortora (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.

Mynd:
  • BruceBlaus. Liver: Organ. Sótt 18.05.20 af Wikimedia Commons og birt undir OTRS leyfinu.
...