Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers vegna eru dansleikir auglýstir með aldurstakmarki en ekki aldurslágmarki?

Orðin aldurstakmark og aldurslágmark eru notuð á misjafna vegu. Aldurstakmark er það mark sem aldurinn setur, bæði hámark og lágmark. Þegar talað er um aldurslágmark er átt við lægsta aldur, sem til greina kemur í einhverju tilviki, en aldurshámark þann hæsta. Þegar auglýst er að aldurslágmark á dansleik sé við 16 ár má ekki hleypa neinum inn sem er yngri en 16 ára en sé auglýst að aldurshámark sé við 70 ár má ekki hleypa neinum inn sem er yfir sjötugt. Aldurstakmarkið á dansleikinn er á milli 16 ára og sjötugs.

Sumir dansleikir hafa aldurshámark. Þá er oft átt við skóladansleiki þar sem hámark er sett til dæmis við 12 ár eða 16 ár. Aldurstakmarkið er þá 12 eða 16 ár, það er aldurinn takmarkast við ákveðinn árafjölda. Á öðrum dansleikjum er yfirleitt ekki aldurshámark. Þegar dansleikur er auglýstur er betra að nota orðin aldurslágmark og aldurshámark en aldurstakmark. Þá er fyllilega ljóst við hvað er átt. Þegar auglýst er „16 ára aldurstakmark” má hugsa sér að auglýsandinn hafi átt við „aldurstakmark 16 ára og eldri”. Betra hefði verið að auglýsa einfaldlega: „lágmarksaldur 16 ár” eða „aldurslágmark 16 ár” en líklega best: „dansleikur verður haldinn fyrir 16 ára og eldri ...”.

Mynd: HB

Útgáfudagur

24.10.2002

Spyrjandi

Friðþjófur Þorsteinsson
f. 1984

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna eru dansleikir auglýstir með aldurstakmarki en ekki aldurslágmarki?“ Vísindavefurinn, 24. október 2002. Sótt 26. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=2817.

Guðrún Kvaran. (2002, 24. október). Hvers vegna eru dansleikir auglýstir með aldurstakmarki en ekki aldurslágmarki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2817

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna eru dansleikir auglýstir með aldurstakmarki en ekki aldurslágmarki?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2002. Vefsíða. 26. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2817>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðrún Kvaran

1943

Guðrún Kvaran er málfræðingur og prófessor emeritus. Hún starfaði um áratuga skeið við Orðabók Háskólans og varð forstöðumaður hennar árið 2000. Guðrún hefur skrifað fjölda greina sem birst hafa innanlands og erlendis og flutt fjölmarga fyrirlestra um fræðasvið sín, en viðfangsefnin eru einkum íslenskur orðaforði í sögulegu ljósi, nafnfræði og orðabókafræði.