Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort er Biblían trúarrit eða siðfræðirit?

Hjalti Hugason

Orðið Biblía er fleirtölumynd af orðinu biblos sem merkir bók. Þetta er réttnefni á helgiritasafni kristinna manna því það er í raun heilt safn 66 sjálfstæðra bóka sem skiptast í tvo meginhluta: Gamla testamentið (39 rit) og Nýja testamentið (27 rit).

Eftir inntaki, bókmenntaformi og sögulegum uppruna má skipa ritum Biblíunnar með ýmsum hætti í flokka. Gyðingar skiptu ritum sínum í þrjár deildir: Lögmálið, spámennina og ritningarnar. Fyrsti flokkurinn náði yfir Mósebækurnar fimm. Annar flokkurinn var tvískiptur. Náði hann yfir rit sem nú á dögum væru einkum talin söguleg, það er Jósúa- og Dómarabók auk Samúels- og Konungabóka er kölluðust eldri spámannaritin og auk þess svokölluð yngri spámannarit sem bera nöfn einstakra spámanna og segja frá boðun þeirra og starfi. Síðasti flokkurinn náði loks til þeirra rita sem þá voru eftir eins og Sálmanna, Orðskviðanna, Ljóðaljóðanna og Prédikarans.

Í fræðilegri skiptingu ritanna nú á dögum eru flokkarnir fleiri. Oft er rætt um frásagnarrit og lögbækur, ljóðræn rit, spekirit, spámannarit og heimsslitarit. Ritum Nýja testamentisins má hins vegar skipa í færri og samstæðari flokka: Í fyrsta lagi guðspjöll (og Postulasöguna), í öðru lagi bréf og í þriðja lagi opinberunar- eða heimsslitarit (það er Opinberun Jóhannesar).

Auk þessara almennu atriða ber að hafa í huga að einstök rit Biblíunnar, einkum Gamla testamentisins, eru safnrit sem urðu til á löngum tíma fyrir tilverknað margra safnenda eða „ritstjóra“ og í heild sinni spannar ritasafnið hugmyndasögu óralangs tímabils.

Þegar þetta er haft í huga er ljóst að textar Biblíunnar eru fjölþættir. Þar er að finna efni sem nú á dögum væri flokkað sem ljóð, lagagreinar, heimspeki, ættfræði, þjóðsögur, trúarjátningar, helgitextar, prédikanir, sagnfræði og ótal margt annað.

Af þeim sökum kann að orka tvímælis að segja að Biblían í heild sinni sé til að mynda „siðfræðirit” ef við eigum þá við rit sem heldur fram samstæðum siðaboðskap sem sé til eftirbreytni. Margt í efni Biblíunnar getur meira að segja orkað tvímælis eða orðið til ásteytingar út frá þeim bæjardyrum skoðað.

Á sama hátt má segja að margt í Biblíunni kann að falla utan þess sem við nú á dögum mundum vilja flokka undir „trúarrit” eða guðfræði í þröngum skilningi. Margir munu því einkum vilja skoða hana sem safn sögulegra rita eða samsafn lífsspeki af einhverju tagi. Er þá komið að túlkun einstakra lesenda á ritunum og tilgangi þeirra með að lesa þau.

Frá kirkjulegu sjónarhorni má þó ugglaust segja að Biblían sé fyrst og fremst „trúarrit”. Í flestum ritum hennar og einstökum textum eða ritabrotum er skammt í glímu manna við Guð eða glímu Guðs við menn. Er þar átt við hina fornu Ísraelsmenn, Gyðinga og loks kristna menn. Í þeim anda les kristin kirkja að minnsta kosti upp valda texta úr hinum ýmsu ritum Biblíunnar í guðsþjónustum sínum enn í dag og ætlar þeim að varpa ljósi á glímu okkar við Guð.

Mynd eftir Salvador Dali: Art of the West

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.10.2002

Spyrjandi

Grétar Bergmann

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Hvort er Biblían trúarrit eða siðfræðirit?“ Vísindavefurinn, 28. október 2002, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2820.

Hjalti Hugason. (2002, 28. október). Hvort er Biblían trúarrit eða siðfræðirit? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2820

Hjalti Hugason. „Hvort er Biblían trúarrit eða siðfræðirit?“ Vísindavefurinn. 28. okt. 2002. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2820>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort er Biblían trúarrit eða siðfræðirit?
Orðið Biblía er fleirtölumynd af orðinu biblos sem merkir bók. Þetta er réttnefni á helgiritasafni kristinna manna því það er í raun heilt safn 66 sjálfstæðra bóka sem skiptast í tvo meginhluta: Gamla testamentið (39 rit) og Nýja testamentið (27 rit).

Eftir inntaki, bókmenntaformi og sögulegum uppruna má skipa ritum Biblíunnar með ýmsum hætti í flokka. Gyðingar skiptu ritum sínum í þrjár deildir: Lögmálið, spámennina og ritningarnar. Fyrsti flokkurinn náði yfir Mósebækurnar fimm. Annar flokkurinn var tvískiptur. Náði hann yfir rit sem nú á dögum væru einkum talin söguleg, það er Jósúa- og Dómarabók auk Samúels- og Konungabóka er kölluðust eldri spámannaritin og auk þess svokölluð yngri spámannarit sem bera nöfn einstakra spámanna og segja frá boðun þeirra og starfi. Síðasti flokkurinn náði loks til þeirra rita sem þá voru eftir eins og Sálmanna, Orðskviðanna, Ljóðaljóðanna og Prédikarans.

Í fræðilegri skiptingu ritanna nú á dögum eru flokkarnir fleiri. Oft er rætt um frásagnarrit og lögbækur, ljóðræn rit, spekirit, spámannarit og heimsslitarit. Ritum Nýja testamentisins má hins vegar skipa í færri og samstæðari flokka: Í fyrsta lagi guðspjöll (og Postulasöguna), í öðru lagi bréf og í þriðja lagi opinberunar- eða heimsslitarit (það er Opinberun Jóhannesar).

Auk þessara almennu atriða ber að hafa í huga að einstök rit Biblíunnar, einkum Gamla testamentisins, eru safnrit sem urðu til á löngum tíma fyrir tilverknað margra safnenda eða „ritstjóra“ og í heild sinni spannar ritasafnið hugmyndasögu óralangs tímabils.

Þegar þetta er haft í huga er ljóst að textar Biblíunnar eru fjölþættir. Þar er að finna efni sem nú á dögum væri flokkað sem ljóð, lagagreinar, heimspeki, ættfræði, þjóðsögur, trúarjátningar, helgitextar, prédikanir, sagnfræði og ótal margt annað.

Af þeim sökum kann að orka tvímælis að segja að Biblían í heild sinni sé til að mynda „siðfræðirit” ef við eigum þá við rit sem heldur fram samstæðum siðaboðskap sem sé til eftirbreytni. Margt í efni Biblíunnar getur meira að segja orkað tvímælis eða orðið til ásteytingar út frá þeim bæjardyrum skoðað.

Á sama hátt má segja að margt í Biblíunni kann að falla utan þess sem við nú á dögum mundum vilja flokka undir „trúarrit” eða guðfræði í þröngum skilningi. Margir munu því einkum vilja skoða hana sem safn sögulegra rita eða samsafn lífsspeki af einhverju tagi. Er þá komið að túlkun einstakra lesenda á ritunum og tilgangi þeirra með að lesa þau.

Frá kirkjulegu sjónarhorni má þó ugglaust segja að Biblían sé fyrst og fremst „trúarrit”. Í flestum ritum hennar og einstökum textum eða ritabrotum er skammt í glímu manna við Guð eða glímu Guðs við menn. Er þar átt við hina fornu Ísraelsmenn, Gyðinga og loks kristna menn. Í þeim anda les kristin kirkja að minnsta kosti upp valda texta úr hinum ýmsu ritum Biblíunnar í guðsþjónustum sínum enn í dag og ætlar þeim að varpa ljósi á glímu okkar við Guð.

Mynd eftir Salvador Dali: Art of the West...