Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hversu hátt fyrir ofan jörðina eru skýin?

Ulrika Andersson



Skýin eru mismunandi hátt frá yfirborði jarðar. Hvernig þau líta út og hve hátt þau eru fer eftir því hve heitt var þegar þau mynduðust. Talið er að til séu um það bil 100 ólíkar tegundir skýja. Ský teygja sig yfirleitt hærra í hlýrri beltum jarðar.

Ský er raki sem gufað hefur upp frá yfirborði jarðar og færst upp í himinninn af lóðréttum loftstraumum þar sem hann hefur kólnað og myndað örsmáa dropa af vatni eða ískristöllum, á milli 0,0005 og 0,008 sentimetra að stærð. Þetta ferli getur framkallað margs konar ský en þau falla í fjóra aðalflokka, háský, miðský, lágský og ský sem eru lóðrétt og heyra því til allra flokkanna.

Háský myndast úr ískristöllum í um 8 kílómetra hæð yfir yfirborði jarðar og líta oft út fyrir að vera þunn og fjaðurlík. Meðal þessra skýja má nefna klósiga, bliku og maríutásu. Miðský innihalda aðallega vatnsdropa en þau eru í um það bil 2-7 kílómetra hæð. Þau liggja oft eins og þykk grá eða blá slæða á himninum eða sem þéttir boltar af netþykkni. Gráblika, regnþykkni og netjuský eru dæmi um miðský. Lágský innihalda einnig vatnsdropa en þau eru yfirleitt ekki nema 2 kílómetrum ofan við jörðina og geta einnig verið alveg niður við yfirborðið og nefnast þá þoka. Þessi ský eru dæmigerð óveðursský sem hylja himininn. Þau eru oft mjúk, grá, þykk og formlaus og úr þeim kemur snjór eða rigning, en þau geta einnig verið eins og flöt hvít ullarteppi, eða góðviðrisbólstrar.

Þau ský sem myndast lóðrétt í lofti geta teygst allt frá 1 til 13 kílómetrum fyrir ofan jörð. Þessi ský líta út eins og við gjarnan teiknum ský, sem háreistir bólstrar eða blómkálshaus. Ef um óveðursský er að ræða er það grátt og getur litið út eins og risastórt fjall. Úr þessum skýjum koma oft kröftugar en stuttar skúrir og einnig valda þau oft þrumuveðri. Í þeim er oft að finna bæði vatnsdropa og ískristalla vegna þess að þau eru útdregin lóðrétt.

Á 19-29 kílómetra hæð má svo finna svokölluð glitský. Þau sjást helst á vetrum á norðurhveli jarðar, milli sólarlags og sólarupprásar. Á síðsumarnóttum er hægt að sjá þunn silfurský í um 80 – 90 kílómetra hæð.

Heimildir:

Britannica.com

Encarta.com

Íslenska alfræðiorðabókin. Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.

Mynd: HB

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

28.10.2002

Spyrjandi

Lovísa Anna, f. 1987

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hversu hátt fyrir ofan jörðina eru skýin?“ Vísindavefurinn, 28. október 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2821.

Ulrika Andersson. (2002, 28. október). Hversu hátt fyrir ofan jörðina eru skýin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2821

Ulrika Andersson. „Hversu hátt fyrir ofan jörðina eru skýin?“ Vísindavefurinn. 28. okt. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2821>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu hátt fyrir ofan jörðina eru skýin?


Skýin eru mismunandi hátt frá yfirborði jarðar. Hvernig þau líta út og hve hátt þau eru fer eftir því hve heitt var þegar þau mynduðust. Talið er að til séu um það bil 100 ólíkar tegundir skýja. Ský teygja sig yfirleitt hærra í hlýrri beltum jarðar.

Ský er raki sem gufað hefur upp frá yfirborði jarðar og færst upp í himinninn af lóðréttum loftstraumum þar sem hann hefur kólnað og myndað örsmáa dropa af vatni eða ískristöllum, á milli 0,0005 og 0,008 sentimetra að stærð. Þetta ferli getur framkallað margs konar ský en þau falla í fjóra aðalflokka, háský, miðský, lágský og ský sem eru lóðrétt og heyra því til allra flokkanna.

Háský myndast úr ískristöllum í um 8 kílómetra hæð yfir yfirborði jarðar og líta oft út fyrir að vera þunn og fjaðurlík. Meðal þessra skýja má nefna klósiga, bliku og maríutásu. Miðský innihalda aðallega vatnsdropa en þau eru í um það bil 2-7 kílómetra hæð. Þau liggja oft eins og þykk grá eða blá slæða á himninum eða sem þéttir boltar af netþykkni. Gráblika, regnþykkni og netjuský eru dæmi um miðský. Lágský innihalda einnig vatnsdropa en þau eru yfirleitt ekki nema 2 kílómetrum ofan við jörðina og geta einnig verið alveg niður við yfirborðið og nefnast þá þoka. Þessi ský eru dæmigerð óveðursský sem hylja himininn. Þau eru oft mjúk, grá, þykk og formlaus og úr þeim kemur snjór eða rigning, en þau geta einnig verið eins og flöt hvít ullarteppi, eða góðviðrisbólstrar.

Þau ský sem myndast lóðrétt í lofti geta teygst allt frá 1 til 13 kílómetrum fyrir ofan jörð. Þessi ský líta út eins og við gjarnan teiknum ský, sem háreistir bólstrar eða blómkálshaus. Ef um óveðursský er að ræða er það grátt og getur litið út eins og risastórt fjall. Úr þessum skýjum koma oft kröftugar en stuttar skúrir og einnig valda þau oft þrumuveðri. Í þeim er oft að finna bæði vatnsdropa og ískristalla vegna þess að þau eru útdregin lóðrétt.

Á 19-29 kílómetra hæð má svo finna svokölluð glitský. Þau sjást helst á vetrum á norðurhveli jarðar, milli sólarlags og sólarupprásar. Á síðsumarnóttum er hægt að sjá þunn silfurský í um 80 – 90 kílómetra hæð.

Heimildir:

Britannica.com

Encarta.com

Íslenska alfræðiorðabókin. Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.

Mynd: HB...