Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað geta rostungar orðið gamlir og stórir?

Jón Már Halldórsson

Rostungar (Odobenus rosmarus) greinast í tvær deilitegundir sem eru landfræðilega aðskildar. Önnur deilitegundin nefnist Atlantshafsrostungur (O.r. rosmarus) en hin Kyrrahafsrostungur (O.r. divergens). Atlantshafsdeilitegundin lifir á svæðum við Grænland og við eyjar sem tilheyra Kanada en Kyrrahafsrostungurinn finnst einungis í Chukchi-hafi norðaustan af Rússland og í Beringshafi.

Urtur með stálpaða kópa.

Rostungar eru geysilega stórar skepnur og geta karldýrin vegið vel yfir eitt tonn og mælst rúmir þrír metrar á lengd. Rostungar eru meðal stærstu hreifadýra jarðar, aðeins sæfílar eru stærri. Kyrrahafsdeilitegundin verður nokkuð stærri, karldýrin eru á bilinu 800-1700 kg og kvendýrin 400-1250 kg. Karldýr af Atlantshafsdeilitegundinni eru rúm 900 kg og kvendýrin rúm 700 kg.

Karldýrin verða kynþroska fimm til sjö ára og ná fullri stærð við 15 ára aldur, þá fyrst hafa þau líkamsburði til að berjast við eldri karldýr um kvonfang. Auðvelt er að aldursgreina rostunga þar sem árhringir myndast á skögultönnunum. Algengt er að þeir nái um 30 ára aldri en í dýragörðum geta þeir orðið mun eldri.

Rostungar voru mikið veiddir fyrr á tímum og var þá sérstaklega verið að sækjast eftir tönnum þeirra.

Áður fyrr voru rostungar mikið veiddir af svokölluðum iðnvæddum ríkjum norðurhjarans og fór þeim þá mjög fækkandi. Bann var sett á veiðar í atvinnuskyni árið 1972 og hafa rostungar verið friðaðir síðan en veiðar eru einungis leifðar meðal frumbyggja norðurheimskautsins, í Alaska, Grænlandi, Kanada og Rússlandi. Á þessum áratugum sem rostungar hafa verið friðaðir að mestu hafa stofnarnir rétt verulega úr kútnum. Nú er stofnstærðin 200-225 þúsund dýr.

Inúkar nýta hverja örðu af dýrinu. Flesta mjúka vefi nýta þeir til matargerðar og úr beinum búa þeir meðal annars til skrautmuni. Hinar geysilega stóru skögultennur sem Vesturlandabúar kölluðu áður fyrr fílabein norðursins eru einnig notaðar til að gera skrautmuni. Tvær skepnur veiða sér rostunga til matar, það eru ísbirnir (Ursus maritimus) og háhyrningar (Orcinus orca).

Myndir:


Hér var einnig svarað spurningunni:
Hvað geta rostungar orðið gamlir og stórir? Eru þeir veiddir ennþá og er allt nýtt af þeim?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.10.2002

Síðast uppfært

27.11.2019

Spyrjandi

Linda Hólm

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað geta rostungar orðið gamlir og stórir?“ Vísindavefurinn, 29. október 2002, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2825.

Jón Már Halldórsson. (2002, 29. október). Hvað geta rostungar orðið gamlir og stórir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2825

Jón Már Halldórsson. „Hvað geta rostungar orðið gamlir og stórir?“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2002. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2825>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað geta rostungar orðið gamlir og stórir?
Rostungar (Odobenus rosmarus) greinast í tvær deilitegundir sem eru landfræðilega aðskildar. Önnur deilitegundin nefnist Atlantshafsrostungur (O.r. rosmarus) en hin Kyrrahafsrostungur (O.r. divergens). Atlantshafsdeilitegundin lifir á svæðum við Grænland og við eyjar sem tilheyra Kanada en Kyrrahafsrostungurinn finnst einungis í Chukchi-hafi norðaustan af Rússland og í Beringshafi.

Urtur með stálpaða kópa.

Rostungar eru geysilega stórar skepnur og geta karldýrin vegið vel yfir eitt tonn og mælst rúmir þrír metrar á lengd. Rostungar eru meðal stærstu hreifadýra jarðar, aðeins sæfílar eru stærri. Kyrrahafsdeilitegundin verður nokkuð stærri, karldýrin eru á bilinu 800-1700 kg og kvendýrin 400-1250 kg. Karldýr af Atlantshafsdeilitegundinni eru rúm 900 kg og kvendýrin rúm 700 kg.

Karldýrin verða kynþroska fimm til sjö ára og ná fullri stærð við 15 ára aldur, þá fyrst hafa þau líkamsburði til að berjast við eldri karldýr um kvonfang. Auðvelt er að aldursgreina rostunga þar sem árhringir myndast á skögultönnunum. Algengt er að þeir nái um 30 ára aldri en í dýragörðum geta þeir orðið mun eldri.

Rostungar voru mikið veiddir fyrr á tímum og var þá sérstaklega verið að sækjast eftir tönnum þeirra.

Áður fyrr voru rostungar mikið veiddir af svokölluðum iðnvæddum ríkjum norðurhjarans og fór þeim þá mjög fækkandi. Bann var sett á veiðar í atvinnuskyni árið 1972 og hafa rostungar verið friðaðir síðan en veiðar eru einungis leifðar meðal frumbyggja norðurheimskautsins, í Alaska, Grænlandi, Kanada og Rússlandi. Á þessum áratugum sem rostungar hafa verið friðaðir að mestu hafa stofnarnir rétt verulega úr kútnum. Nú er stofnstærðin 200-225 þúsund dýr.

Inúkar nýta hverja örðu af dýrinu. Flesta mjúka vefi nýta þeir til matargerðar og úr beinum búa þeir meðal annars til skrautmuni. Hinar geysilega stóru skögultennur sem Vesturlandabúar kölluðu áður fyrr fílabein norðursins eru einnig notaðar til að gera skrautmuni. Tvær skepnur veiða sér rostunga til matar, það eru ísbirnir (Ursus maritimus) og háhyrningar (Orcinus orca).

Myndir:


Hér var einnig svarað spurningunni:
Hvað geta rostungar orðið gamlir og stórir? Eru þeir veiddir ennþá og er allt nýtt af þeim?
...