Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað átti Johann Sebastian Bach mörg börn?

Þýska tónskáldið Johann Sebastian Bach (1685-1750) eignaðist tuttugu börn í tveimur hjónaböndum. Með fyrri eiginkonu sinni, Maríu Barböru Bach, átti hann sjö börn og með þeirri síðari, Önnu Magdalenu Wilcke, eignaðist hann 13. Af tuttugu börnum tónskáldsins dóu alls tíu í æsku.

Þrír synir Bachs voru kunn tónskáld og stóð faðirinn í skugga þeirra í lifanda lífi. Wilhelm Friedemann Bach (1710-84) var elsti sonur Bachs, hann var kunnur orgelleikari. Carl Philipp Emanuel Bach (1714-88) lék tónlist við hirð Friðriks mikla og samdi fjölmörg píanóverk. Johann Christian Bach (1735-82) var yngsti sonur tónskáldsins, hann hefur verið nefndur enski Bach eða Lundúna-Bach þar sem hann bjó í Lundúnum.

Á meðal þekktra verka eftir Bach má nefnda Jóhannesarpassíuna, Jólaóratoríuna og Brandenborgarkonsertana.

Heimildir og myndÞetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Útgáfudagur

4.11.2002

Spyrjandi

María Guðnadóttir, f. 1990

Höfundur

grunnskólanemi í Ölduselsskóla

Tilvísun

Grétar Stefánsson. „Hvað átti Johann Sebastian Bach mörg börn?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2002. Sótt 23. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=2832.

Grétar Stefánsson. (2002, 4. nóvember). Hvað átti Johann Sebastian Bach mörg börn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2832

Grétar Stefánsson. „Hvað átti Johann Sebastian Bach mörg börn?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2002. Vefsíða. 23. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2832>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson

1987

Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson er lektor í efnafræði við Raunvísindadeild HÍ. Rannsóknir hans eru á sviði lífrænnar efnafræði og hafa aðallega tengst efnasmíðum fjölliða með áhugaverðum uppbyggingum sem og lyfjatengdri efnafræði.