Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig fara hreindýratalningar fram?

Skarphéðinn Þórisson (1954-2023)



Fyrsta opinbera talningin á hreindýrum var haustið 1939 en þá fór Helgi Valtýsson að tilstuðlan Viðskiptamálaráðuneytisins ríðandi í Kringilsárrana til að telja hreindýr. Þann 22. desember sama ár voru samþykkt lög frá Alþingi þar sem heimilað var að skipa sérstakan hreindýraeftirlitsmann og skyldi hann meðal annars fylgjast með fjölda og dreifingu dýranna. Friðrik Stefánsson bóndi á Hóli í Fljótsdal var ráðinn fyrsti hreindýraeftirlitsmaðurinn. Fór hann ríðandi um Fljótsdalsöræfi næstu tíu árin og taldi hreindýrin. Ekki var talið árin 1951-1953 en Friðrik taldi aftur árin 1954-1955. Árið 1956 var flugvél notuð í fyrsta sinn við talninguna og hefur það verið svo síðan.

Fyrstu árin var um heildartalningu stofnsins að ræða þar sem öll dýrin dvöldu í sumarhögum í nágrenni Snæfells. Eftir því sem dýrunum fjölgaði og þau dreifðust meira um Austurland náði talningin til minni hluta heildarstofnsins. Ástæða þess að dýrin voru ekki talin á öllu svæðinu var sú að erfitt og hættulegt gat verið að leita þeirra í þröngum dölum Austfjarðafjallgarðsins úr flugvél. Árið 1981 var skipulögð heildartalning með aðstoð eftirlitsmanna hreindýranna. Auk hefðbundinnar talningar úr flugvél á Fljótsdalsöræfum töldu eftirlitsmenn á öllu Austurlandi hreindýr í sínu sveitarfélagi.

Hreindýrin heyrðu lengst af undir Menntamálaráðuneytið sem kostaði talningu þeirra. Með stofnun Umhverfisráðuneytisins árið 1990 vistuðust hreindýrin hjá Veiðistjóraembættinu sem sá um talningar þar til vöktun stofnsins var flutt til Náttúrustofu Austurlands árið 2000.



Frá og með 1991 hafa hreindýr verið talin tvisvar á ári, það er í flugtalningu á Snæfellsöræfum í júlí og vetrartalningu á öllu Austurlandi í mars þar sem talningarmenn í hverju sveitarfélagi, þar sem hreindýr ganga, telja dýrin með hjálp tiltækra ökutækja.

Í stuttu máli fara hreindýratalningar þannig fram í dag að í júlí er flogið yfir Snæfellsöræfi, hreindýrahjarðirnar myndaðar og síðan talið af myndunum. Þar má greina á milli fullorðinna dýra og kálfa. Náttúrustofa Austurlands skipuleggur síðan aðra talningu í mars, sendir völdum talningarmönnum eyðublöð til útfyllingar og upplýsingar um hvenær eigi að telja. Talningarmennirnir hafa viku til verksins og hafa þeir samráð sín á milli til að fyrirbyggja tvítalningu.

Á heimasíðu Náttúrustofu Austurlands www.na.is má finna hreindýratalningarskýrsluna frá 5. júlí 2002 auk annars fróðleiks um hreindýr.

Höfundur

Skarphéðinn Þórisson (1954-2023)

líffræðingur, sérfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands

Útgáfudagur

4.11.2002

Spyrjandi

Unnur Einarsdóttir

Tilvísun

Skarphéðinn Þórisson (1954-2023). „Hvernig fara hreindýratalningar fram?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2002, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2833.

Skarphéðinn Þórisson (1954-2023). (2002, 4. nóvember). Hvernig fara hreindýratalningar fram? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2833

Skarphéðinn Þórisson (1954-2023). „Hvernig fara hreindýratalningar fram?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2002. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2833>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig fara hreindýratalningar fram?


Fyrsta opinbera talningin á hreindýrum var haustið 1939 en þá fór Helgi Valtýsson að tilstuðlan Viðskiptamálaráðuneytisins ríðandi í Kringilsárrana til að telja hreindýr. Þann 22. desember sama ár voru samþykkt lög frá Alþingi þar sem heimilað var að skipa sérstakan hreindýraeftirlitsmann og skyldi hann meðal annars fylgjast með fjölda og dreifingu dýranna. Friðrik Stefánsson bóndi á Hóli í Fljótsdal var ráðinn fyrsti hreindýraeftirlitsmaðurinn. Fór hann ríðandi um Fljótsdalsöræfi næstu tíu árin og taldi hreindýrin. Ekki var talið árin 1951-1953 en Friðrik taldi aftur árin 1954-1955. Árið 1956 var flugvél notuð í fyrsta sinn við talninguna og hefur það verið svo síðan.

Fyrstu árin var um heildartalningu stofnsins að ræða þar sem öll dýrin dvöldu í sumarhögum í nágrenni Snæfells. Eftir því sem dýrunum fjölgaði og þau dreifðust meira um Austurland náði talningin til minni hluta heildarstofnsins. Ástæða þess að dýrin voru ekki talin á öllu svæðinu var sú að erfitt og hættulegt gat verið að leita þeirra í þröngum dölum Austfjarðafjallgarðsins úr flugvél. Árið 1981 var skipulögð heildartalning með aðstoð eftirlitsmanna hreindýranna. Auk hefðbundinnar talningar úr flugvél á Fljótsdalsöræfum töldu eftirlitsmenn á öllu Austurlandi hreindýr í sínu sveitarfélagi.

Hreindýrin heyrðu lengst af undir Menntamálaráðuneytið sem kostaði talningu þeirra. Með stofnun Umhverfisráðuneytisins árið 1990 vistuðust hreindýrin hjá Veiðistjóraembættinu sem sá um talningar þar til vöktun stofnsins var flutt til Náttúrustofu Austurlands árið 2000.



Frá og með 1991 hafa hreindýr verið talin tvisvar á ári, það er í flugtalningu á Snæfellsöræfum í júlí og vetrartalningu á öllu Austurlandi í mars þar sem talningarmenn í hverju sveitarfélagi, þar sem hreindýr ganga, telja dýrin með hjálp tiltækra ökutækja.

Í stuttu máli fara hreindýratalningar þannig fram í dag að í júlí er flogið yfir Snæfellsöræfi, hreindýrahjarðirnar myndaðar og síðan talið af myndunum. Þar má greina á milli fullorðinna dýra og kálfa. Náttúrustofa Austurlands skipuleggur síðan aðra talningu í mars, sendir völdum talningarmönnum eyðublöð til útfyllingar og upplýsingar um hvenær eigi að telja. Talningarmennirnir hafa viku til verksins og hafa þeir samráð sín á milli til að fyrirbyggja tvítalningu.

Á heimasíðu Náttúrustofu Austurlands www.na.is má finna hreindýratalningarskýrsluna frá 5. júlí 2002 auk annars fróðleiks um hreindýr....