Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju hefur verið óvenjumikið um norðurljós um þessar mundir?

Einar Örn Þorvaldsson og Sævar Helgi Bragason



Spyrjandi bætir við:
...ég hélt að norðurljósin sæjust aðallega um hávetur.
Í svari Aðalbjarnar Þórólfssonar og Ögmundar Jónssonar við spurningunni 'Af hverju stafa norður- og suðurljósin?' segir meðal annars:
Breytingar í sólvindinum valda því hins vegar að kragarnir geta stækkað eða minnkað og sjást þá ljósin á mismunandi breiddargráðum. Sem dæmi um þess konar breytingar má nefna að sólin sendir stöku sinnum frá sér gífurlegt magn af efni út í geiminn, svokallaða sólstróka. Þegar þeir ná til jarðarinnar geta norður- og suðurljósakragarnir náð mjög langt í átt að miðbaug og dæmi er um að orðið hafi vart við ljósaganginn á sjálfum miðbaugnum.
Um þessar mundir hefur virkni sólarinnar verið mikil og því hafa norður- og suðurljósin verið tilkomumikil. Á síðunni Spaceweather.com má skoða ástand og virkni sólarinnar og spár um hvaða áhrif hún hefur á jörðina næstu daga og vikur. Á síðunni má nú lesa að búist er við miklum sólvindum 3. og 4. nóvember og hvetjum við lesendur okkar að sjálfsögðu til að nota tækifærið og skoða norðurljósin, og jafnvel stjörnurnar í leiðinni.

Þrátt fyrir að þessi nýlega virkni í sólinni hafi haft fallegar norðurljósasýningar í för með sér, er virknin örlítið minni nú en síðasta vetur þegar virkni sólar var í hámarki. Virkni sólar er nefnilega lotubundin; á ellefu ára fresti nær hún hámarki eins og var síðasta vetur.

Auk þess sem virkni sólarinnar hefur áhrif á norðurljósin um þessar mundir, er önnur ástæða fyrir því hversu virk þau eru nú. Vegna brautarhalla jarðar gagnvart miðbaug sólar háttar þannig til að jörðin er betur staðsett til að verða fyrir rafagnaskýjunum nærri jafndægrum en á öðrum árstíðum. Þess vegna eru norðurljós tíðust á haustin og vorin, en ekki um hávetur.

Höfundar þakka Snævarri Guðmundssyni, formanni Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness góðar ábendingar og umræður.

Mynd: Science@NASA

Höfundar

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

4.11.2002

Spyrjandi

Hugrún Heiðdal

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson og Sævar Helgi Bragason. „Af hverju hefur verið óvenjumikið um norðurljós um þessar mundir?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2002. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2834.

Einar Örn Þorvaldsson og Sævar Helgi Bragason. (2002, 4. nóvember). Af hverju hefur verið óvenjumikið um norðurljós um þessar mundir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2834

Einar Örn Þorvaldsson og Sævar Helgi Bragason. „Af hverju hefur verið óvenjumikið um norðurljós um þessar mundir?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2002. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2834>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju hefur verið óvenjumikið um norðurljós um þessar mundir?


Spyrjandi bætir við:
...ég hélt að norðurljósin sæjust aðallega um hávetur.
Í svari Aðalbjarnar Þórólfssonar og Ögmundar Jónssonar við spurningunni 'Af hverju stafa norður- og suðurljósin?' segir meðal annars:
Breytingar í sólvindinum valda því hins vegar að kragarnir geta stækkað eða minnkað og sjást þá ljósin á mismunandi breiddargráðum. Sem dæmi um þess konar breytingar má nefna að sólin sendir stöku sinnum frá sér gífurlegt magn af efni út í geiminn, svokallaða sólstróka. Þegar þeir ná til jarðarinnar geta norður- og suðurljósakragarnir náð mjög langt í átt að miðbaug og dæmi er um að orðið hafi vart við ljósaganginn á sjálfum miðbaugnum.
Um þessar mundir hefur virkni sólarinnar verið mikil og því hafa norður- og suðurljósin verið tilkomumikil. Á síðunni Spaceweather.com má skoða ástand og virkni sólarinnar og spár um hvaða áhrif hún hefur á jörðina næstu daga og vikur. Á síðunni má nú lesa að búist er við miklum sólvindum 3. og 4. nóvember og hvetjum við lesendur okkar að sjálfsögðu til að nota tækifærið og skoða norðurljósin, og jafnvel stjörnurnar í leiðinni.

Þrátt fyrir að þessi nýlega virkni í sólinni hafi haft fallegar norðurljósasýningar í för með sér, er virknin örlítið minni nú en síðasta vetur þegar virkni sólar var í hámarki. Virkni sólar er nefnilega lotubundin; á ellefu ára fresti nær hún hámarki eins og var síðasta vetur.

Auk þess sem virkni sólarinnar hefur áhrif á norðurljósin um þessar mundir, er önnur ástæða fyrir því hversu virk þau eru nú. Vegna brautarhalla jarðar gagnvart miðbaug sólar háttar þannig til að jörðin er betur staðsett til að verða fyrir rafagnaskýjunum nærri jafndægrum en á öðrum árstíðum. Þess vegna eru norðurljós tíðust á haustin og vorin, en ekki um hávetur.

Höfundar þakka Snævarri Guðmundssyni, formanni Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness góðar ábendingar og umræður.

Mynd: Science@NASA...