Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er öfugt spurningarmerki á undan spurningu á spænsku?Hversu oft höfum við ekki lent í því þegar við erum að lesa upphátt fyrir aðra að athuga ekki fyrr en í lok setningar að um spurningu er að ræða? Slíkt gerist ekki í spænsku því þar er lesandinn ávallt varaður við með spurningarmerki á hvolfi í upphafi spurningar ¿.

Almenn fullyrðingarsetning getur hæglega breyst í almenna spurningu án þess að setningaskipan breytist. Það eina sem breytist er spurningarmerkið. Dæmi: "Está mejor tu hermana." (Systir þín er betri). "¿Está mejor tu hermana?" (Er systir þín betri?)

Munurinn á spænsku og íslensku í þessu samhengi er augljós þar sem sögnin færist venjulega fremst í setninguna í spurningum í íslensku. Dæmi: "Er systir þín betri?" Það er ekki nauðsynlegt í spænsku og hægt er að segja: "Tu hermano está mejor" (Bróðir þinn er betri) og "¿Tu hermano está mejor?" (Er bróðir þinn betri?) Takið eftir að sögnin í spænsku setningunum færist ekki úr stað.

Aðaltilgangurinn með því að setja spurningarmerkið á hvolf í upphafi setningar er að nauðsynlegt er að vara lesandann við áður en lestur hefst því tónn raddarinnar breytist strax í upphafi spurnarsetningar. Hann fer upp á við.

Mynd: HB

Útgáfudagur

5.11.2002

Spyrjandi

Unnur Jónsdóttir, f. 1989

Höfundur

lektor í spænsku við HÍ

Tilvísun

Margrét Jónsdóttir. „Af hverju er öfugt spurningarmerki á undan spurningu á spænsku?“ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2002. Sótt 8. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=2835.

Margrét Jónsdóttir. (2002, 5. nóvember). Af hverju er öfugt spurningarmerki á undan spurningu á spænsku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2835

Margrét Jónsdóttir. „Af hverju er öfugt spurningarmerki á undan spurningu á spænsku?“ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2002. Vefsíða. 8. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2835>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir

1957

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan félagsfræði atvinnulífs og kynja.