Sólin Sólin Rís 03:43 • sest 23:08 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:44 • Síðdegis: 19:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 12:50 í Reykjavík

Hvert er hlutverk íslenskra diplómata og sendiráða?

Hrafnkell Tjörvi Stefánsson

Meginhlutverk utanríkisþjónustunnar er að gæta hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi gagnvart öðrum ríkjum og alþjóðastofnunum. Helstu starfssvið hennar eru á sviði stjórnmála, öryggismála, utanríkisviðskipta og menningarmála. Auk þessa hefur hún það almenna hlutverk að efla vinsamleg samskipti við önnur ríki og veita íslenskum fyrirtækjum og ríkisborgurum aðstoð og fyrirgreiðslu erlendis ef á þarf að halda.

Eðli málsins samkvæmt væri útilokað að vinna að þessum markmiðum án þess að reka starfsemi á erlendri grundu. Því eru starfrækt sendiráð Íslands í öðrum ríkjum, fastanefndum haldið úti hjá alþjóðastofnunum og ræðisskrifstofur starfræktar þar sem hagsmunir Íslands eru taldir minni. Starfsmenn utanríkisþjónustunnar sem sinna slíkum ríkiserindrekstri eru kallaðir diplómatar eða ríkiserindrekar. Í þeirra störfum geta persónuleg tengsl skipt sköpum enda byggjast þau mikið á samvinnu og gagnkvæmu trausti.

Á árinu 2002 voru rekin 14 íslensk sendiráð í jafn mörgum löndum, en flest þeirra gegndu einnig hlutverki sendráðs gagnvart nokkrum öðrum ríkjum. Meðal fastanefnda hjá alþjóðastofnunum má nefna fastanefnd Íslands í New York hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ), í Brussel gagnvart Atlantshafsbandalaginu (NATO) og í Genf gagnvart Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA). Auk þeirra er Ísland aðili að miklum fjölda annara alþjóðastofnanna og samninga sem flestir krefjast einhverrar þátttöku eða starfsemi erlendis.

Uppbygging utanríkisþjónustunnar og staðsetning sendiskrifsofa hefur í gegnum tíðina endurspeglað hagsmunagæslu og áherslur Íslands í utanríkismálum. Frá árinu 1955 til ársins 1995 tengdust þannig allar nýjar sendiskrifstofur þátttöku Íslands hjá alþjóðastofnunum. Áherslan á norræna samvinnu hefur einnig orðið til þess að sendiráð hafa verið opnuð í höfuðborgum allra hinna Norðurlandanna, hið síðasta í Helsinki í Finnlandi árið 1997.

Vegna aukinnar alþjóðavæðingar á undanförnum árum hefur orðið nokkur stefnubreyting þar sem stjórnvöld hafa talið nauðsynlegt að opna fleiri sendiskrifstofur í ríkjum þar sem hagsmunir Íslands hafa aukist að undanförnu. Má þar nefna fyrstu íslensku sendiráðin í Asíu, í Tókýó og Peking, sem og eina íslenska sendiráðið í Afríku, í Mapútó í Mósambík. Líklegt má telja að stjórnmála- og viðskiptahagsmunir hafi ráðið staðsetningu hinna tveggja fyrr nefndu en að aukin áhersla stjórnvalda á þróunarsamvinnu hafi helst ráðið opnun fyrsta íslenska sendiráðsins í Afríku. Nýleg stofnun sendiráðs í Ottawa undirstrikar mikilvægi samskipta Íslands við Norður-Ameríku og rótgróin menningarleg og söguleg tengsl Íslands og Kanada.

Smáríki á borð við Ísland eiga mikið undir öflugu samstarfi við aðrar þjóðir. Þróunin hefur orðið sú að málum sem aðeins er hægt að leysa með alþjóðlegri samvinnu hefur sífellt fjölgað. Er því líklegt að umsvif utanríkisþjónustunnar muni halda áfram að aukast á næstu árum.

Heimildir

Mynd:
  • Mynd: HB

Höfundur

stjórnmálafræðingur

Útgáfudagur

5.11.2002

Spyrjandi

Ragnar Þorvarðarson
f. 1984

Tilvísun

Hrafnkell Tjörvi Stefánsson. „Hvert er hlutverk íslenskra diplómata og sendiráða?“ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2002. Sótt 24. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2837.

Hrafnkell Tjörvi Stefánsson. (2002, 5. nóvember). Hvert er hlutverk íslenskra diplómata og sendiráða? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2837

Hrafnkell Tjörvi Stefánsson. „Hvert er hlutverk íslenskra diplómata og sendiráða?“ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2002. Vefsíða. 24. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2837>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er hlutverk íslenskra diplómata og sendiráða?
Meginhlutverk utanríkisþjónustunnar er að gæta hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi gagnvart öðrum ríkjum og alþjóðastofnunum. Helstu starfssvið hennar eru á sviði stjórnmála, öryggismála, utanríkisviðskipta og menningarmála. Auk þessa hefur hún það almenna hlutverk að efla vinsamleg samskipti við önnur ríki og veita íslenskum fyrirtækjum og ríkisborgurum aðstoð og fyrirgreiðslu erlendis ef á þarf að halda.

Eðli málsins samkvæmt væri útilokað að vinna að þessum markmiðum án þess að reka starfsemi á erlendri grundu. Því eru starfrækt sendiráð Íslands í öðrum ríkjum, fastanefndum haldið úti hjá alþjóðastofnunum og ræðisskrifstofur starfræktar þar sem hagsmunir Íslands eru taldir minni. Starfsmenn utanríkisþjónustunnar sem sinna slíkum ríkiserindrekstri eru kallaðir diplómatar eða ríkiserindrekar. Í þeirra störfum geta persónuleg tengsl skipt sköpum enda byggjast þau mikið á samvinnu og gagnkvæmu trausti.

Á árinu 2002 voru rekin 14 íslensk sendiráð í jafn mörgum löndum, en flest þeirra gegndu einnig hlutverki sendráðs gagnvart nokkrum öðrum ríkjum. Meðal fastanefnda hjá alþjóðastofnunum má nefna fastanefnd Íslands í New York hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ), í Brussel gagnvart Atlantshafsbandalaginu (NATO) og í Genf gagnvart Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA). Auk þeirra er Ísland aðili að miklum fjölda annara alþjóðastofnanna og samninga sem flestir krefjast einhverrar þátttöku eða starfsemi erlendis.

Uppbygging utanríkisþjónustunnar og staðsetning sendiskrifsofa hefur í gegnum tíðina endurspeglað hagsmunagæslu og áherslur Íslands í utanríkismálum. Frá árinu 1955 til ársins 1995 tengdust þannig allar nýjar sendiskrifstofur þátttöku Íslands hjá alþjóðastofnunum. Áherslan á norræna samvinnu hefur einnig orðið til þess að sendiráð hafa verið opnuð í höfuðborgum allra hinna Norðurlandanna, hið síðasta í Helsinki í Finnlandi árið 1997.

Vegna aukinnar alþjóðavæðingar á undanförnum árum hefur orðið nokkur stefnubreyting þar sem stjórnvöld hafa talið nauðsynlegt að opna fleiri sendiskrifstofur í ríkjum þar sem hagsmunir Íslands hafa aukist að undanförnu. Má þar nefna fyrstu íslensku sendiráðin í Asíu, í Tókýó og Peking, sem og eina íslenska sendiráðið í Afríku, í Mapútó í Mósambík. Líklegt má telja að stjórnmála- og viðskiptahagsmunir hafi ráðið staðsetningu hinna tveggja fyrr nefndu en að aukin áhersla stjórnvalda á þróunarsamvinnu hafi helst ráðið opnun fyrsta íslenska sendiráðsins í Afríku. Nýleg stofnun sendiráðs í Ottawa undirstrikar mikilvægi samskipta Íslands við Norður-Ameríku og rótgróin menningarleg og söguleg tengsl Íslands og Kanada.

Smáríki á borð við Ísland eiga mikið undir öflugu samstarfi við aðrar þjóðir. Þróunin hefur orðið sú að málum sem aðeins er hægt að leysa með alþjóðlegri samvinnu hefur sífellt fjölgað. Er því líklegt að umsvif utanríkisþjónustunnar muni halda áfram að aukast á næstu árum.

Heimildir

Mynd:
  • Mynd: HB
...