Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju heitir Grímsnes þessu nafni?

Elsta heimild fyrir nafninu er Landnámabók (385 og 387) en þar segir að Grímur nam Grímsnes. Ekki er getið föðurnafns hans en hann bjó fyrst í Öndverðarnesi og síðan að Búrfelli. Grímsnes hefur því líklega átt við þann hluta sveitarinnar sem næst liggur ármótum Sogs og Hvítár.Hér sést suðurhlutinn á hinu eiginlega Grímsnesi. Sogið er til hægri á myndinni og Hvítá vinstra megin. Við ármótin heitir áin síðan Ölfusá. Bærinn Öndverðarnes er fremst á myndinni.

Ýmis Gríms-örnefni er að finna í landinu og eru mörg þeirra án efa kennd við mannsnafnið Grím en sú hugmynd hefur einnig verið á kreiki að Grímur væri nafn á vætti, samanber að í Noregi er til þjóðsagnaveran fossegrimen, sem býr í fossum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:
  • Íslendingabók. Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út. Íslenzk fornrit I. Reykjavík 1968.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund

Útgáfudagur

3.11.2008

Spyrjandi

Már Másson

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Af hverju heitir Grímsnes þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 3. nóvember 2008. Sótt 23. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=28430.

Svavar Sigmundsson. (2008, 3. nóvember). Af hverju heitir Grímsnes þessu nafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=28430

Svavar Sigmundsson. „Af hverju heitir Grímsnes þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 3. nóv. 2008. Vefsíða. 23. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=28430>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Rósa Þorsteinsdóttir

1958

Rósa Þorsteinsdóttir er þjóðfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hún hefur haft umsjón með tölvuskráningu þjóðfræðasafns stofnunarinnar og séð um margs konar útgáfur á þjóðfræðiefni.