Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Myndast span í vatnsdropa sem hefur yfirborðsspennu?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Eins og við skiljum spurninguna er svarið nei. Við skiljum þá orðið "span" þannig að átt sé við rafsegulfræðilegt span (induction) eins og það sem verður þegar leiðari hreyfist miðað við segulsvið eða hugsanlega eins og það sem gerist þegar ytra rafsvið veldur tilfærslu á rafhleðslu í leiðandi hlut án þess að heildarhleðsla hans breytist. Skilningur okkar á orðinu "yfirborðsspenna" kemur fram hér á eftir.

Rafhleðsla getur vissulega færst til í vatnsdropa en yfirborðsspenna hans tengist ekki spani sérstaklega. Yfirborðsspenna í vökva lýsir sér oft svipað og eins konar himna sé á yfirborði vökvans og leitist við að draga hann saman þannig að heildaryfirborðið verði sem minnst, til dæmis í kúlulaga dropa þegar aðstæður leyfa það. Þetta stafar í rauninni af því að sameindirnar sem eru nálægt yfirborði vökvans verða fyrir aðdráttarkröftum frá öðrum sameindum innar í vökvanum en handan yfirborðsins eru engar sameindir til að vega upp á móti þessum kröftum. Yfirborðsspenna er alltaf fyrir hendi í fljótandi vatni.

Vatnsdropar geta sannarlega orðið fyrir rafhrifum. Til dæmis geta þeir rafmagnast í lofti, þannig að heildarhleðsla á tilteknum dropa verður ekki lengur núll. Eins geta rafhleðslur færst til sitt á hvað í dropanum, til dæmis í rafsviði. Rafstraumar í hringi innan dropans eru líka hugsanlegir við sérstakar aðstæður. Ekkert af þessu tengist hins vegar neitt sérstaklega við yfirborðsspennuna.

Við biðjum spyrjanda að endurtaka og lagfæra spurningu sína ef við höfum misskilið hana á einhvern hátt í þessu svari.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

24.3.2000

Spyrjandi

Kristinn Rúnar Salvarsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Myndast span í vatnsdropa sem hefur yfirborðsspennu?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2000. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=285.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 24. mars). Myndast span í vatnsdropa sem hefur yfirborðsspennu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=285

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Myndast span í vatnsdropa sem hefur yfirborðsspennu?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2000. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=285>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Myndast span í vatnsdropa sem hefur yfirborðsspennu?
Eins og við skiljum spurninguna er svarið nei. Við skiljum þá orðið "span" þannig að átt sé við rafsegulfræðilegt span (induction) eins og það sem verður þegar leiðari hreyfist miðað við segulsvið eða hugsanlega eins og það sem gerist þegar ytra rafsvið veldur tilfærslu á rafhleðslu í leiðandi hlut án þess að heildarhleðsla hans breytist. Skilningur okkar á orðinu "yfirborðsspenna" kemur fram hér á eftir.

Rafhleðsla getur vissulega færst til í vatnsdropa en yfirborðsspenna hans tengist ekki spani sérstaklega. Yfirborðsspenna í vökva lýsir sér oft svipað og eins konar himna sé á yfirborði vökvans og leitist við að draga hann saman þannig að heildaryfirborðið verði sem minnst, til dæmis í kúlulaga dropa þegar aðstæður leyfa það. Þetta stafar í rauninni af því að sameindirnar sem eru nálægt yfirborði vökvans verða fyrir aðdráttarkröftum frá öðrum sameindum innar í vökvanum en handan yfirborðsins eru engar sameindir til að vega upp á móti þessum kröftum. Yfirborðsspenna er alltaf fyrir hendi í fljótandi vatni.

Vatnsdropar geta sannarlega orðið fyrir rafhrifum. Til dæmis geta þeir rafmagnast í lofti, þannig að heildarhleðsla á tilteknum dropa verður ekki lengur núll. Eins geta rafhleðslur færst til sitt á hvað í dropanum, til dæmis í rafsviði. Rafstraumar í hringi innan dropans eru líka hugsanlegir við sérstakar aðstæður. Ekkert af þessu tengist hins vegar neitt sérstaklega við yfirborðsspennuna.

Við biðjum spyrjanda að endurtaka og lagfæra spurningu sína ef við höfum misskilið hana á einhvern hátt í þessu svari....