Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvernig er veðurfar á norðurpólnum og hvers vegna er þar svona mikill ís?

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur

Upphafleg spurning var sem hér segir:
Mig hefur alltaf langað að vita hvort það væru einhver veður á norðurpólnum? Er bara frost og logn en aldrei vindur? Af hverju myndast allur þessi ís?
Ólíkt því sem er á suðurskauti jarðar er ekkert meginland á norðurheimskautinu, heldur haf sem þakið er ís allan ársins hring. Engar veðurathuganir eru á heimskautinu sjálfu, en sjálfvirkar veðurstöðvar eru á víð og dreif um ísinn sem þekur Norður-Íshafið og senda þær fréttir af lofthita og loftþrýstingi nokkrum sinnum á dag.

Á norðurslóðum hafa varmaskipti milli hafs og lofts mikil áhrif á veðurfar. Ísinn sem þekur Norður-Íshafið kemur að mestu í veg fyrir að sjórinn hiti andrúmsloftið og hitafar er þess vegna líkt því sem er á meginlöndum, en það einkennist af miklum hitamun vetrar og sumars. Yfir kaldasta tíma ársins lætur nærri að meðalhiti á norðurheimskautinu sé um -35oC, en um hásumarið nær meðalhitinn upp undir frostmark. Í ljósi þessa fimbulkulda er ekki að undra þótt yfirborð hafsins sé að langmestu leyti frosið allan ársins hring.

Ísland er í norðurjaðri vestanvindabeltisins og í því belti er mikill lægðagangur. Lægðunum tengist úrkoma og vindur. Á norðurheimskautinu eru lægðir mun fátíðari og grynnri en við Ísland. Vindur er því að jafnaði hægari en við Ísland, einkum að vetrarlagi þegar lægðir eru tíðar og djúpar í vestanvindabeltinu. Úrkoma í Norður-íshafinu er líka lítil, ekki nema um tíundi hluti þeirrar úrkomu sem mælist á láglendi á sunnanverðu Íslandi. Skýjahula er líka að jafnaði minni yfir norðurheimskautinu en á okkar slóðum.

Af þessu má álykta að heimskautanóttin þarf ekki að vera svo ýkja dimm þó að hún sé löng, því að oft nýtur birtu frá tungli, stjörnum eða norðurljósum sem endurvarpast frá ísnum.

Höfundur

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur

prófessor í veðurfræði við HÍ

Útgáfudagur

24.3.2000

Spyrjandi

Samúel Torfi Pétursson

Efnisorð

Tilvísun

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. „Hvernig er veðurfar á norðurpólnum og hvers vegna er þar svona mikill ís? “ Vísindavefurinn, 24. mars 2000. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=286.

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. (2000, 24. mars). Hvernig er veðurfar á norðurpólnum og hvers vegna er þar svona mikill ís? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=286

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. „Hvernig er veðurfar á norðurpólnum og hvers vegna er þar svona mikill ís? “ Vísindavefurinn. 24. mar. 2000. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=286>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er veðurfar á norðurpólnum og hvers vegna er þar svona mikill ís?
Upphafleg spurning var sem hér segir:

Mig hefur alltaf langað að vita hvort það væru einhver veður á norðurpólnum? Er bara frost og logn en aldrei vindur? Af hverju myndast allur þessi ís?
Ólíkt því sem er á suðurskauti jarðar er ekkert meginland á norðurheimskautinu, heldur haf sem þakið er ís allan ársins hring. Engar veðurathuganir eru á heimskautinu sjálfu, en sjálfvirkar veðurstöðvar eru á víð og dreif um ísinn sem þekur Norður-Íshafið og senda þær fréttir af lofthita og loftþrýstingi nokkrum sinnum á dag.

Á norðurslóðum hafa varmaskipti milli hafs og lofts mikil áhrif á veðurfar. Ísinn sem þekur Norður-Íshafið kemur að mestu í veg fyrir að sjórinn hiti andrúmsloftið og hitafar er þess vegna líkt því sem er á meginlöndum, en það einkennist af miklum hitamun vetrar og sumars. Yfir kaldasta tíma ársins lætur nærri að meðalhiti á norðurheimskautinu sé um -35oC, en um hásumarið nær meðalhitinn upp undir frostmark. Í ljósi þessa fimbulkulda er ekki að undra þótt yfirborð hafsins sé að langmestu leyti frosið allan ársins hring.

Ísland er í norðurjaðri vestanvindabeltisins og í því belti er mikill lægðagangur. Lægðunum tengist úrkoma og vindur. Á norðurheimskautinu eru lægðir mun fátíðari og grynnri en við Ísland. Vindur er því að jafnaði hægari en við Ísland, einkum að vetrarlagi þegar lægðir eru tíðar og djúpar í vestanvindabeltinu. Úrkoma í Norður-íshafinu er líka lítil, ekki nema um tíundi hluti þeirrar úrkomu sem mælist á láglendi á sunnanverðu Íslandi. Skýjahula er líka að jafnaði minni yfir norðurheimskautinu en á okkar slóðum.

Af þessu má álykta að heimskautanóttin þarf ekki að vera svo ýkja dimm þó að hún sé löng, því að oft nýtur birtu frá tungli, stjörnum eða norðurljósum sem endurvarpast frá ísnum.

...