Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig lítur stjörnumerkið Pegasus út?

Sævar Helgi Bragason



Í grískri goðafræði spratt Pegasus, Vængfákurinn, upp úr blóði Medúsu, sem Perseifur hafði orðið að bana. Vængfákurinn flaug strax til himna og settist síðar að á Helikon-fjalli þar sem hann skapaði uppsprettu Hippókrenesar, en þaðan kom innblástur skáldanna. Aþena tamdi að lokum villta hestinn og færði Bellerófón, sem notaði Pegasus á ferðalögum sínum. Í einni ferðinni kastaði Pegasus Bellerófón í opinn dauðann og hélt ferð sinni áfram einsamall. Hann náði loks himnum þar sem hann var settur meðal stjarnanna.

Fjórar meginstjörnurnar í merkinu mynda ferhyrning, en af einhverju ókunnri en forvitnilegri ástæðu hefur ein stjarnanna fjögurra, Alferatz, verið flutt yfir í nágrannamerkið Andrómedu. Áður var stjarnan δ (delta) Pegasi (fjórða bjartasta stjarna Pegasusar) en er nú α (alfa) Andrómedae (bjartasta stjarna Andrómedu). Birtustig hennar er 2,06 og er hún bjartasta stjarnan í ferhyrningnum.

Nokkrar daufar vetrarbrautir eru í Pegasus-merkinu, en áhugaverðasta fyrirbærið er kúluþyrpingin M15. Hún sést ekki með berum augum, en auðvelt er að koma auga á hana með handsjónauka þar sem hún sést sem daufur þokukenndur blettur. Með stjörnusjónauka sést að hún er greinilega ein fallegasta kúluþyrping himinsins.

Heimild:
  • Moore, Patrick og Tirion, Wil. Cambridge Guide to Stars and Planets. Cambridge University Press, Cambridge, Bretland, 1997.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

18.11.2002

Spyrjandi

Ásta Jónsdóttir

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvernig lítur stjörnumerkið Pegasus út?“ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2002, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2872.

Sævar Helgi Bragason. (2002, 18. nóvember). Hvernig lítur stjörnumerkið Pegasus út? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2872

Sævar Helgi Bragason. „Hvernig lítur stjörnumerkið Pegasus út?“ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2002. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2872>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig lítur stjörnumerkið Pegasus út?


Í grískri goðafræði spratt Pegasus, Vængfákurinn, upp úr blóði Medúsu, sem Perseifur hafði orðið að bana. Vængfákurinn flaug strax til himna og settist síðar að á Helikon-fjalli þar sem hann skapaði uppsprettu Hippókrenesar, en þaðan kom innblástur skáldanna. Aþena tamdi að lokum villta hestinn og færði Bellerófón, sem notaði Pegasus á ferðalögum sínum. Í einni ferðinni kastaði Pegasus Bellerófón í opinn dauðann og hélt ferð sinni áfram einsamall. Hann náði loks himnum þar sem hann var settur meðal stjarnanna.

Fjórar meginstjörnurnar í merkinu mynda ferhyrning, en af einhverju ókunnri en forvitnilegri ástæðu hefur ein stjarnanna fjögurra, Alferatz, verið flutt yfir í nágrannamerkið Andrómedu. Áður var stjarnan δ (delta) Pegasi (fjórða bjartasta stjarna Pegasusar) en er nú α (alfa) Andrómedae (bjartasta stjarna Andrómedu). Birtustig hennar er 2,06 og er hún bjartasta stjarnan í ferhyrningnum.

Nokkrar daufar vetrarbrautir eru í Pegasus-merkinu, en áhugaverðasta fyrirbærið er kúluþyrpingin M15. Hún sést ekki með berum augum, en auðvelt er að koma auga á hana með handsjónauka þar sem hún sést sem daufur þokukenndur blettur. Með stjörnusjónauka sést að hún er greinilega ein fallegasta kúluþyrping himinsins.

Heimild:
  • Moore, Patrick og Tirion, Wil. Cambridge Guide to Stars and Planets. Cambridge University Press, Cambridge, Bretland, 1997.
...