Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á erfðagalla og erfðasjúkdómi?

Guðmundur Eggertsson

Það má kalla það erfðagalla þegar arfgeng breyting á erfðaefni veldur truflun á líkamsþroska eða líkamsstarfsemi. Þegar um mjög skaðlega truflun á starfsemi er að ræða er gjarnan talað um sjúkdóm, en sé truflunin lítil eða hafi hún áhrif á líkamsvöxt eða þroska líkamshluta er oft viðeigandi að tala frekar um hana sem erfðagalla. Mörkin á milli merkinga orðanna eru samt ekki skýr. Ef áhrif breytingarinnar eru margvísleg er talað um heilkenni erfðagallans eða erfðasjúkdómsins.

Erfðasjúkdóma má rekja til stökkbreytinga í genum sem ákvarða gerð mikilvægra prótína. Oft eru þetta víkjandi stökkbreytingar og sjúkdómseinkenni koma þá einungis fram þegar einstaklingur hefur fengið víkjandi genið bæði frá föður og móður og er arfhreinn um það. Margir slíkir erfðasjúkdómar eru mjög sjaldgæfir. Erfðasjúkdómar sem orsakast af ríkjandi genum eru líka þekktir.

Mörkin á milli gallaðs erfðaefnis og heilbrigðs eru ekki alltaf jafn skýr og í fljótu bragði mætti ætla. Ef borin eru saman gen manna kemur í ljós að mjög mörg þeirra fyrirfinnast í ólíkum "útgáfum". Í tímans rás hafa orðið stökkbreytingar í þeim og sumar þeirra hafa haldist við í stofninum kynslóð eftir kynslóð. Mönnum hættir ef til vill til að álykta að algengasta afbrigði gens hljóti að vera það besta eða heilbrigðasta en svo þarf alls ekki að vera. Það getur líka farið eftir aðstæðum hvaða afbrigði gens hentar best. Slíkur breytileiki gena er forsenda þróunar.

Þessa breytileika gætir í erfðaefni allra manna. Menn hafa tvö eintök af hverju geni í líkamsfrumum sínum og geta því vel haft tvö ólík eintök af sama geninu. Raðgreiningar á erfðaefni manna hafa leitt í ljós að menn eru að jafnaði arfblendnir um tæplega þúsundasta hvert kirni í erfðaefninu en táknraðir gena eru oft 1000-3000 kirni á lengd. Arfblendnin leynir skaðlegum víkjandi stökkbreytingum sem kunna að koma fram í síðari kynslóðum. Enginn er án gallaðra gena en áhrifa þeirra gætir mismikið.

Hinn erfðafræðilega fullkomni maður er því ekki til.

Höfundur

Guðmundur Eggertsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

20.11.2002

Spyrjandi

Björgvin Þórisson,
Unnur Magnúsdóttir

Tilvísun

Guðmundur Eggertsson. „Hver er munurinn á erfðagalla og erfðasjúkdómi?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2002, sótt 7. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2883.

Guðmundur Eggertsson. (2002, 20. nóvember). Hver er munurinn á erfðagalla og erfðasjúkdómi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2883

Guðmundur Eggertsson. „Hver er munurinn á erfðagalla og erfðasjúkdómi?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2002. Vefsíða. 7. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2883>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á erfðagalla og erfðasjúkdómi?
Það má kalla það erfðagalla þegar arfgeng breyting á erfðaefni veldur truflun á líkamsþroska eða líkamsstarfsemi. Þegar um mjög skaðlega truflun á starfsemi er að ræða er gjarnan talað um sjúkdóm, en sé truflunin lítil eða hafi hún áhrif á líkamsvöxt eða þroska líkamshluta er oft viðeigandi að tala frekar um hana sem erfðagalla. Mörkin á milli merkinga orðanna eru samt ekki skýr. Ef áhrif breytingarinnar eru margvísleg er talað um heilkenni erfðagallans eða erfðasjúkdómsins.

Erfðasjúkdóma má rekja til stökkbreytinga í genum sem ákvarða gerð mikilvægra prótína. Oft eru þetta víkjandi stökkbreytingar og sjúkdómseinkenni koma þá einungis fram þegar einstaklingur hefur fengið víkjandi genið bæði frá föður og móður og er arfhreinn um það. Margir slíkir erfðasjúkdómar eru mjög sjaldgæfir. Erfðasjúkdómar sem orsakast af ríkjandi genum eru líka þekktir.

Mörkin á milli gallaðs erfðaefnis og heilbrigðs eru ekki alltaf jafn skýr og í fljótu bragði mætti ætla. Ef borin eru saman gen manna kemur í ljós að mjög mörg þeirra fyrirfinnast í ólíkum "útgáfum". Í tímans rás hafa orðið stökkbreytingar í þeim og sumar þeirra hafa haldist við í stofninum kynslóð eftir kynslóð. Mönnum hættir ef til vill til að álykta að algengasta afbrigði gens hljóti að vera það besta eða heilbrigðasta en svo þarf alls ekki að vera. Það getur líka farið eftir aðstæðum hvaða afbrigði gens hentar best. Slíkur breytileiki gena er forsenda þróunar.

Þessa breytileika gætir í erfðaefni allra manna. Menn hafa tvö eintök af hverju geni í líkamsfrumum sínum og geta því vel haft tvö ólík eintök af sama geninu. Raðgreiningar á erfðaefni manna hafa leitt í ljós að menn eru að jafnaði arfblendnir um tæplega þúsundasta hvert kirni í erfðaefninu en táknraðir gena eru oft 1000-3000 kirni á lengd. Arfblendnin leynir skaðlegum víkjandi stökkbreytingum sem kunna að koma fram í síðari kynslóðum. Enginn er án gallaðra gena en áhrifa þeirra gætir mismikið.

Hinn erfðafræðilega fullkomni maður er því ekki til....