Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Hversu margir eru dýrlingar kaþólsku kirkjunnar?

Rebekka Lynch

Dýrlingar kaþólsku kirkjunnar eru líklega um 10.000 talsins en nákvæm tala þeirra er ekki þekkt. Fyrstu dýrlingarnir voru píslarvottar sem voru píndir og teknir af lífi fyrir trú sína í árdaga kristninnar.

Kaþólska kirkjan tekur menn í dýrlingatölu eftir ákveðna rannsókn á verðleikum manna. Rannsóknin er framkvæmd eftir reglum sem hafa verið til síðan á 10. öld. Reglurnar voru síðast endurskoðaðar 1983 af Jóhannesi Páli II páfa. Það nefnist að „kanónísera” þegar menn eru settir á dýrlingaskrá kaþólsku kirkjunnar.

Kanónísering hefst eftir dauða hins trúaða kaþólikka og þá er dýrlingshæfni hans er rannsökuð af næsta biskup. Nefnd guðfræðinga í Vatíkaninu metur skýrslu biskupsins og þegar hún er samþykkt, lýsir páfinn því yfir að hinn látni sé blessaður, eða „helgur maður”. Ef hinn látni var ekki píslarvottur verður að koma fram sönnun á því að tvö kraftaverk hafi átt sér stað, eftir dauða hans, fyrir milligöngu hans frá himnaríki. Þá getur páfinn tekið hann í dýrlingatölu, kanóníserað hann. Ef hinn látni var píslarvottur og helgur maður, þarf aðeins að sanna eitt kraftaverk áður en hann er gerður dýrlingur.

Til er einn íslenskur dýrlingur, Þorlákur Þórhallsson sem Þorláksmessa er kennd við. Að auki telst Jón Ögmundsson helgur maður.

Heimildir og mynd:
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • Um dýrlingaÞetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

grunnskólanemi í Hagaskóla

Útgáfudagur

21.11.2002

Spyrjandi

Sævar Ingþórsson

Tilvísun

Rebekka Lynch. „Hversu margir eru dýrlingar kaþólsku kirkjunnar?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2002. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2886.

Rebekka Lynch. (2002, 21. nóvember). Hversu margir eru dýrlingar kaþólsku kirkjunnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2886

Rebekka Lynch. „Hversu margir eru dýrlingar kaþólsku kirkjunnar?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2002. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2886>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu margir eru dýrlingar kaþólsku kirkjunnar?
Dýrlingar kaþólsku kirkjunnar eru líklega um 10.000 talsins en nákvæm tala þeirra er ekki þekkt. Fyrstu dýrlingarnir voru píslarvottar sem voru píndir og teknir af lífi fyrir trú sína í árdaga kristninnar.

Kaþólska kirkjan tekur menn í dýrlingatölu eftir ákveðna rannsókn á verðleikum manna. Rannsóknin er framkvæmd eftir reglum sem hafa verið til síðan á 10. öld. Reglurnar voru síðast endurskoðaðar 1983 af Jóhannesi Páli II páfa. Það nefnist að „kanónísera” þegar menn eru settir á dýrlingaskrá kaþólsku kirkjunnar.

Kanónísering hefst eftir dauða hins trúaða kaþólikka og þá er dýrlingshæfni hans er rannsökuð af næsta biskup. Nefnd guðfræðinga í Vatíkaninu metur skýrslu biskupsins og þegar hún er samþykkt, lýsir páfinn því yfir að hinn látni sé blessaður, eða „helgur maður”. Ef hinn látni var ekki píslarvottur verður að koma fram sönnun á því að tvö kraftaverk hafi átt sér stað, eftir dauða hans, fyrir milligöngu hans frá himnaríki. Þá getur páfinn tekið hann í dýrlingatölu, kanóníserað hann. Ef hinn látni var píslarvottur og helgur maður, þarf aðeins að sanna eitt kraftaverk áður en hann er gerður dýrlingur.

Til er einn íslenskur dýrlingur, Þorlákur Þórhallsson sem Þorláksmessa er kennd við. Að auki telst Jón Ögmundsson helgur maður.

Heimildir og mynd:
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • Um dýrlingaÞetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

...