Eins og kemur fram í svari Hjálmtýs Hafsteinssonar við spurningunni Hvenær var fyrsta tölvan fundin upp, hver gerði það og hve öflug var hún? telja margir að Bandaríska reiknivélin ENIAC hafi verið sú fyrsta sem stóð undir nafninu tölva. Hún var smíðuð við Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum og var tekin í notkun árið 1946. Vinnslugeta hennar var á við lítinn vasareikni.
Fyrsta einka- eða heimilistölvan sem seld var samansett og tilbúin til notkunar var framleidd af tölvufyrirtækinu Apple og hét Apple II. Hún kom fyrst á markað árið 1977.
Myndin er fengin af vefsetrinu www.fantasyjackpalance.com
Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.