Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Af hverju er ekki veður á tunglinu eins og á jörðinni?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Hér er einnig að finna svar við spurningunni "Hvers vegna er ekkert loft á tunglinu?" frá Sölva Hrafni.
Nokkur atriði falla undir það sem við köllum "veður". Þar á meðal eru vindur, hiti, raki og loftþrýstingur. Vindurinn er ekkert annað en loft á hreyfingu. Þegar við segjum að nú sé heitt í veðri erum við að vísa í hita loftsins. Rakinn sem er oft ósýnilegur í loftinu er vatnsgufa og rigningin er fljótandi vatn í dropum en snjórinn er frosið vatn. Skýin eru líka raki og hefur áður verið fjallað nokkuð um þau hér á Vísindavefnum. -- Allt vísar þetta í efnin sem eru í lofthjúpnum við yfirborð jarðar eða á öðrum þeim stað þar sem við viljum lýsa veðri.

Á tunglinu okkar er enginn lofthjúpur vegna þess að það er ekki nógu þungt til þess að halda slíkum hjúp að sér. Ef reynt væri að búa þar til lofthjúp mundu sameindir loftsins rjúka út í geiminn vegna þeirrar hreyfingar sem fylgir hitanum. Af þessu leiðir að þarna er aldrei neinn vindur né raki af neinu tagi. Þar er ekki heldur hægt að tala um lofthita þó að vísu megi vísa til annars konar hita. Þó þarf þá að skilgreina hann nánar því að hann er afar háður aðstæðum.

Þegar við lýsum veðri nefnum við stundum hvort það er heiðskírt eða skýjað, sólskin eða dimmviðri sem við köllum svo. Á tunglinu er ævinlega heiðskírt eða skýlaus himinn og þar er alltaf sólskin þegar sól er á lofti en hins vegar myrkur þegar sólin er undir sjóndeildarhring. Tungldagurinn stendur í næstum 15 sólarhringa sem við köllum svo og nóttin jafnlengi. Þessi "veðrabrigði" endurtaka sig reglulega án afláts og við eftirlátum lesandanum að hugleiða hvort hann vill fella slíkt undir "veður".

Um veður á reikistjörnum og tunglum yfirleitt er fjallað nánar í svari sama höfundar við spurningunni Er veður í einhverri mynd á öðrum plánetum?

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

22.11.2002

Spyrjandi

Eygló Guðmundsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju er ekki veður á tunglinu eins og á jörðinni?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2002. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2891.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 22. nóvember). Af hverju er ekki veður á tunglinu eins og á jörðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2891

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju er ekki veður á tunglinu eins og á jörðinni?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2002. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2891>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er ekki veður á tunglinu eins og á jörðinni?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni "Hvers vegna er ekkert loft á tunglinu?" frá Sölva Hrafni.
Nokkur atriði falla undir það sem við köllum "veður". Þar á meðal eru vindur, hiti, raki og loftþrýstingur. Vindurinn er ekkert annað en loft á hreyfingu. Þegar við segjum að nú sé heitt í veðri erum við að vísa í hita loftsins. Rakinn sem er oft ósýnilegur í loftinu er vatnsgufa og rigningin er fljótandi vatn í dropum en snjórinn er frosið vatn. Skýin eru líka raki og hefur áður verið fjallað nokkuð um þau hér á Vísindavefnum. -- Allt vísar þetta í efnin sem eru í lofthjúpnum við yfirborð jarðar eða á öðrum þeim stað þar sem við viljum lýsa veðri.

Á tunglinu okkar er enginn lofthjúpur vegna þess að það er ekki nógu þungt til þess að halda slíkum hjúp að sér. Ef reynt væri að búa þar til lofthjúp mundu sameindir loftsins rjúka út í geiminn vegna þeirrar hreyfingar sem fylgir hitanum. Af þessu leiðir að þarna er aldrei neinn vindur né raki af neinu tagi. Þar er ekki heldur hægt að tala um lofthita þó að vísu megi vísa til annars konar hita. Þó þarf þá að skilgreina hann nánar því að hann er afar háður aðstæðum.

Þegar við lýsum veðri nefnum við stundum hvort það er heiðskírt eða skýjað, sólskin eða dimmviðri sem við köllum svo. Á tunglinu er ævinlega heiðskírt eða skýlaus himinn og þar er alltaf sólskin þegar sól er á lofti en hins vegar myrkur þegar sólin er undir sjóndeildarhring. Tungldagurinn stendur í næstum 15 sólarhringa sem við köllum svo og nóttin jafnlengi. Þessi "veðrabrigði" endurtaka sig reglulega án afláts og við eftirlátum lesandanum að hugleiða hvort hann vill fella slíkt undir "veður".

Um veður á reikistjörnum og tunglum yfirleitt er fjallað nánar í svari sama höfundar við spurningunni Er veður í einhverri mynd á öðrum plánetum?...