Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Hvað felst í trúfrelsi? Er fullt trúfrelsi á Íslandi?

Atli HarðarsonÞegar fjallað er um trúfrelsi sem mannréttindi (hliðstæð við fleiri frelsisréttindi til dæmis málfrelsi, atvinnufrelsi og ferðafrelsi) er að minnsta kosti átt við að mönnum sé heimilt að iðka og aðhyllast hvaða trú sem er, skipta um átrúnað eða hafna öllum trúarbrögðum.

Frelsisréttindi takmarkast af réttindum annarra manna. Ferðafrelsi felur í sér að ég má fara hvert á land sem er, en það þýðir ekki að ég megi stíga í blómabeð náungans og ganga á skítugum skónum gegnum íbúðina hans. Hér takmarkast ferðafrelsi mitt af eignarétti annars. Á svipaðan hátt takmarkast frelsi manna til að iðka trúarbrögð af réttindum annarra. Söfnuður má til dæmis hringja inn til messu en ekki er þar með sagt að hann megi framleiða hvað mikinn hávaða sem er hvar sem er og hvenær sem er. Þar sem menn njóta trúfrelsis mega þeir iðka trú sína (hver sem hún er) og hafa í frammi helgihald af öllu tagi svo fremi þeir gangi ekki á rétt annarra. Í þessum skilningi er fullt trúfrelsi á Íslandi.

Sumir telja að trúfrelsi feli í sér meira en það eitt að menn megi aðhyllast og iðka hvaða trúarbrögð sem er, svo fremi þeir brjóti ekki rétt á öðrum, nefnilega að öll trúarbrögð séu jafnrétthá að lögum og þeim sé ekki mismunað af valdhöfum. Sé gert ráð fyrir að orðið trúfrelsi merki líka slíkt jafnrétti allra trúarbragða er eðlilegt að líta svo á að þetta frelsi sé ekki fullkomið nema allir trúflokkar hafi sama rétt til dæmis til að annast greftrun dauðra, vígja fólk í hjónaband og boða trú sína í skólum og fjölmiðlum. Sé þessi skilningur lagður í orðið má efast um að hér á landi ríki fullkomið trúfrelsi því í dagskrá ríkisfjölmiðla, námskrám menntamálaráðuneytis og ýmsum ákvörðunum stjórnvalda er kenning þjóðkirkjunnar sett skör ofar öðrum trúarskoðunum.

Mynd: HB

Höfundur

heimspekingur og kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands

Útgáfudagur

22.11.2002

Spyrjandi

Eygló Traustadóttir

Efnisorð

Tilvísun

Atli Harðarson. „Hvað felst í trúfrelsi? Er fullt trúfrelsi á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2002. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2892.

Atli Harðarson. (2002, 22. nóvember). Hvað felst í trúfrelsi? Er fullt trúfrelsi á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2892

Atli Harðarson. „Hvað felst í trúfrelsi? Er fullt trúfrelsi á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2002. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2892>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað felst í trúfrelsi? Er fullt trúfrelsi á Íslandi?


Þegar fjallað er um trúfrelsi sem mannréttindi (hliðstæð við fleiri frelsisréttindi til dæmis málfrelsi, atvinnufrelsi og ferðafrelsi) er að minnsta kosti átt við að mönnum sé heimilt að iðka og aðhyllast hvaða trú sem er, skipta um átrúnað eða hafna öllum trúarbrögðum.

Frelsisréttindi takmarkast af réttindum annarra manna. Ferðafrelsi felur í sér að ég má fara hvert á land sem er, en það þýðir ekki að ég megi stíga í blómabeð náungans og ganga á skítugum skónum gegnum íbúðina hans. Hér takmarkast ferðafrelsi mitt af eignarétti annars. Á svipaðan hátt takmarkast frelsi manna til að iðka trúarbrögð af réttindum annarra. Söfnuður má til dæmis hringja inn til messu en ekki er þar með sagt að hann megi framleiða hvað mikinn hávaða sem er hvar sem er og hvenær sem er. Þar sem menn njóta trúfrelsis mega þeir iðka trú sína (hver sem hún er) og hafa í frammi helgihald af öllu tagi svo fremi þeir gangi ekki á rétt annarra. Í þessum skilningi er fullt trúfrelsi á Íslandi.

Sumir telja að trúfrelsi feli í sér meira en það eitt að menn megi aðhyllast og iðka hvaða trúarbrögð sem er, svo fremi þeir brjóti ekki rétt á öðrum, nefnilega að öll trúarbrögð séu jafnrétthá að lögum og þeim sé ekki mismunað af valdhöfum. Sé gert ráð fyrir að orðið trúfrelsi merki líka slíkt jafnrétti allra trúarbragða er eðlilegt að líta svo á að þetta frelsi sé ekki fullkomið nema allir trúflokkar hafi sama rétt til dæmis til að annast greftrun dauðra, vígja fólk í hjónaband og boða trú sína í skólum og fjölmiðlum. Sé þessi skilningur lagður í orðið má efast um að hér á landi ríki fullkomið trúfrelsi því í dagskrá ríkisfjölmiðla, námskrám menntamálaráðuneytis og ýmsum ákvörðunum stjórnvalda er kenning þjóðkirkjunnar sett skör ofar öðrum trúarskoðunum.

Mynd: HB...